Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. ágúst 2016 19:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu á lyfinu fentanýl. Annar ungur maður missti meðvitund sömu nótt og leikur grunur á að það tengist neyslu á sama lyfi. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atviki síðustu helgi. Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. Rannsókn beggja málanna er skammt á veg kominn en miðar vel að sögn Friðriks Smára Björgvinsson, yfirmanns rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Já það eru mál til rannsóknar hjá okkur. Eitt andlát sem að grunur leikur á að tengist fíkniefnaneyslu og annað tilvik þar sem ungur maður var hætt kominn vegna neyslu,“ segir Friðrik Smári. Hann segir að ekki sé hægt að fullyrða að lyfið fentanýl hafi valdið dauða mannsins. „Það er ekki hægt að staðfesta neitt á þessari stundu enda rannsókn skammt á veg komin. Grunur leikur að fentanýl komi við sögu.“ Friðrik segir embættið hafa áhyggjur af misnotkun lyfseðlisskyldra lyfja meðal ungs fólks í dag. „Vissulega. Það verða dauðsföll á hverju ári útaf ofneyslu fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Öll umfjöllun sem fjölmiðlar eru að taka upp núna er af hinu góða og það þarf að vekja fólk til umhugsunar um það að það sé stórhættulegt að nota þessi efni.“ Fentanýl er sterkt lyfsseðilsskylt verkjalyf og heldur landlæknisembættið gagnagrunn um útskriftir af lyfinu. „Þannig að við bindum vonir við að það sé hægt að hafa samstarf við embættið svo hægt sé að stemma stigu við framboði á slíkum efnum,“ segir Friðrik Smári. Fentanýl er skylt morfíni og hefur sterka verkjastillandi verkun auk slævandi áhrifa. Atli Antonsson, lyfjafræðingur, útskýrir að fentanýl sé notað við langvinnum verkjum. Lyfið sé selt í plástursformi. „Þetta er mjög sterkt verjalyf sem nánast er eingöngu gefið sjúklingum sem eru að upplifa miklar kvalir eins og til dæmis með krabbamein eða eftir mjög alvarleg slys. Þetta er í plástursformi og gengur kaupum og sölum á götunni,“ segir Atli. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru 23 dauðsföll á árinu til skoðunar þar sem grunur leikur á að dauðsföllin megi rekja til lyfjaeitrunar. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atvikinu um síðustu helgi. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu á lyfinu fentanýl. Annar ungur maður missti meðvitund sömu nótt og leikur grunur á að það tengist neyslu á sama lyfi. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atviki síðustu helgi. Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. Rannsókn beggja málanna er skammt á veg kominn en miðar vel að sögn Friðriks Smára Björgvinsson, yfirmanns rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Já það eru mál til rannsóknar hjá okkur. Eitt andlát sem að grunur leikur á að tengist fíkniefnaneyslu og annað tilvik þar sem ungur maður var hætt kominn vegna neyslu,“ segir Friðrik Smári. Hann segir að ekki sé hægt að fullyrða að lyfið fentanýl hafi valdið dauða mannsins. „Það er ekki hægt að staðfesta neitt á þessari stundu enda rannsókn skammt á veg komin. Grunur leikur að fentanýl komi við sögu.“ Friðrik segir embættið hafa áhyggjur af misnotkun lyfseðlisskyldra lyfja meðal ungs fólks í dag. „Vissulega. Það verða dauðsföll á hverju ári útaf ofneyslu fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Öll umfjöllun sem fjölmiðlar eru að taka upp núna er af hinu góða og það þarf að vekja fólk til umhugsunar um það að það sé stórhættulegt að nota þessi efni.“ Fentanýl er sterkt lyfsseðilsskylt verkjalyf og heldur landlæknisembættið gagnagrunn um útskriftir af lyfinu. „Þannig að við bindum vonir við að það sé hægt að hafa samstarf við embættið svo hægt sé að stemma stigu við framboði á slíkum efnum,“ segir Friðrik Smári. Fentanýl er skylt morfíni og hefur sterka verkjastillandi verkun auk slævandi áhrifa. Atli Antonsson, lyfjafræðingur, útskýrir að fentanýl sé notað við langvinnum verkjum. Lyfið sé selt í plástursformi. „Þetta er mjög sterkt verjalyf sem nánast er eingöngu gefið sjúklingum sem eru að upplifa miklar kvalir eins og til dæmis með krabbamein eða eftir mjög alvarleg slys. Þetta er í plástursformi og gengur kaupum og sölum á götunni,“ segir Atli. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru 23 dauðsföll á árinu til skoðunar þar sem grunur leikur á að dauðsföllin megi rekja til lyfjaeitrunar. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atvikinu um síðustu helgi.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45
Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53