Gróðureyðing í boði VG, Sjálfstæðis og Framsóknar Bolli Héðinsson skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Búvörusamningarnir sem ofangreindir þrír flokkar á Alþingi hafa sameinast um að styðja eru sama eðlis og fyrri slíkir samningar sem gerðir hafa verið þar sem er hrært saman byggðastefnu og eðlilegu starfsumhverfi atvinnugreinarinnar landbúnaðar. Meðal þess sem sauðfjárhluti landbúnaðarsamningsins hvetur til er aukin gróðureyðing á viðkvæmum svæðum. Prófessor við Landbúnaðarháskólann hefur varað við þessu í blaðagreinum án þess að því hafi verið mótmælt. Við eðlilegar kringumstæður væri staðið að slíkri samningagerð með allt öðrum hætti en gert var nú. Markmið slíks samnings yrðu væntanlega skilgreind á þá leið að stefnt væri að því að landbúnaði yrðu búin starfsskilyrði eins og hverri annarri atvinnugrein með lágmarksafskiptum ríkisvaldsins af framleiðslu bænda. Samhliða væri gerður annar samningur sem bændur gætu gengið að sem fjallaði um hvernig megi tryggja byggð um landið. Þar væri ekki verið að telja upp framleiðslu tiltekinna matvæla, sem skilyrði þess að bændur fái greitt, heldur fái þeir byggðastyrki sem fylgi byggðamarkmiðum eftir því hvar þeir búa. Þeir réðu því síðan sjálfir hvað þeir framleiddu.MS – einelt einokunarfyrirtæki? Einn forystumanna Vinstri grænna skrifaði grein í Frbl. til varnar Mjólkursamsölunni þar sem hann telur að MS sé lagt í einelti og minnir á að eigendur MS séu um 600 kúabændur sem hafa komið „sér upp samvinnu um fyrirtæki sem heitir MS til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“. Þetta er gott svo langt sem það nær ef ekki vildi svo til að fyrirtækið MS er nánast eitt á markaði og nýtur sérstakrar undanþágu frá samkeppnislögum. Hvað þætti okkur um ef t.d. bakarar, tölvufyrirtæki eða bílasalar gerðu slíkt hið sama, þ.e. komi „sér upp samvinnu um fyrirtæki […] til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“ og nytu til þess stuðnings ríkisvaldsins með undandþágu frá samkeppnislögum? Þetta hljómar e.t.v. ekki illa á pappír en trúir því nokkur að ríkisvernduð einokun færi neytendum þá fjölbreytni, verðlag og þjónustu sem almenningur gerir kröfur um?Landbúnaður eins og hver önnur atvinnugrein Ráðamenn landbúnaðar hafa alla tíð reynt að telja landsmönnum trú um að þeirra framleiðsla sé svo sérstök og öðruvísi að um hana gildi önnur lögmál en um aðra framleiðslu. Vissulega er hægt að sjá fyrir sér að fyrirtæki á borð við MS væri styrkt til að safna saman mjólk frá bændum vítt og breitt um landið og sjá úrvinnsluaðilum fyrir hráefni. En að bæði hráefna- og úrvinnsla megi vera á sömu hendi býður upp á einokun af versta tagi eins og landsmenn hafa fengið að finna fyrir og Samkeppnisstofnun hefur gert athugasemdir við. Það er sérstakt að árið 2016 skuli vera þrír stjórnmálaflokkar á Alþingi sem hafa enn ekki skilning á því að fjölbreytni og þróun framleiðsluvöru er ekki afgreidd í eitt skipti fyrir öll og að neytendur láta ekki lengur bjóða sér að sagt sé við þá líkt og haft var eftir formanni Bændasamtakanna að þjóðin gæti svo sem alveg fengið ákveðna tegund af osti af því að umbjóðendur hans framleiddu hana ekki! Slík afgreiðsla mála var algeng fyrr á tímum og ráðamenn telja augljóslega slíkar trakteringar ennþá boðlegar íslenskum almenningi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Búvörusamningarnir sem ofangreindir þrír flokkar á Alþingi hafa sameinast um að styðja eru sama eðlis og fyrri slíkir samningar sem gerðir hafa verið þar sem er hrært saman byggðastefnu og eðlilegu starfsumhverfi atvinnugreinarinnar landbúnaðar. Meðal þess sem sauðfjárhluti landbúnaðarsamningsins hvetur til er aukin gróðureyðing á viðkvæmum svæðum. Prófessor við Landbúnaðarháskólann hefur varað við þessu í blaðagreinum án þess að því hafi verið mótmælt. Við eðlilegar kringumstæður væri staðið að slíkri samningagerð með allt öðrum hætti en gert var nú. Markmið slíks samnings yrðu væntanlega skilgreind á þá leið að stefnt væri að því að landbúnaði yrðu búin starfsskilyrði eins og hverri annarri atvinnugrein með lágmarksafskiptum ríkisvaldsins af framleiðslu bænda. Samhliða væri gerður annar samningur sem bændur gætu gengið að sem fjallaði um hvernig megi tryggja byggð um landið. Þar væri ekki verið að telja upp framleiðslu tiltekinna matvæla, sem skilyrði þess að bændur fái greitt, heldur fái þeir byggðastyrki sem fylgi byggðamarkmiðum eftir því hvar þeir búa. Þeir réðu því síðan sjálfir hvað þeir framleiddu.MS – einelt einokunarfyrirtæki? Einn forystumanna Vinstri grænna skrifaði grein í Frbl. til varnar Mjólkursamsölunni þar sem hann telur að MS sé lagt í einelti og minnir á að eigendur MS séu um 600 kúabændur sem hafa komið „sér upp samvinnu um fyrirtæki sem heitir MS til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“. Þetta er gott svo langt sem það nær ef ekki vildi svo til að fyrirtækið MS er nánast eitt á markaði og nýtur sérstakrar undanþágu frá samkeppnislögum. Hvað þætti okkur um ef t.d. bakarar, tölvufyrirtæki eða bílasalar gerðu slíkt hið sama, þ.e. komi „sér upp samvinnu um fyrirtæki […] til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“ og nytu til þess stuðnings ríkisvaldsins með undandþágu frá samkeppnislögum? Þetta hljómar e.t.v. ekki illa á pappír en trúir því nokkur að ríkisvernduð einokun færi neytendum þá fjölbreytni, verðlag og þjónustu sem almenningur gerir kröfur um?Landbúnaður eins og hver önnur atvinnugrein Ráðamenn landbúnaðar hafa alla tíð reynt að telja landsmönnum trú um að þeirra framleiðsla sé svo sérstök og öðruvísi að um hana gildi önnur lögmál en um aðra framleiðslu. Vissulega er hægt að sjá fyrir sér að fyrirtæki á borð við MS væri styrkt til að safna saman mjólk frá bændum vítt og breitt um landið og sjá úrvinnsluaðilum fyrir hráefni. En að bæði hráefna- og úrvinnsla megi vera á sömu hendi býður upp á einokun af versta tagi eins og landsmenn hafa fengið að finna fyrir og Samkeppnisstofnun hefur gert athugasemdir við. Það er sérstakt að árið 2016 skuli vera þrír stjórnmálaflokkar á Alþingi sem hafa enn ekki skilning á því að fjölbreytni og þróun framleiðsluvöru er ekki afgreidd í eitt skipti fyrir öll og að neytendur láta ekki lengur bjóða sér að sagt sé við þá líkt og haft var eftir formanni Bændasamtakanna að þjóðin gæti svo sem alveg fengið ákveðna tegund af osti af því að umbjóðendur hans framleiddu hana ekki! Slík afgreiðsla mála var algeng fyrr á tímum og ráðamenn telja augljóslega slíkar trakteringar ennþá boðlegar íslenskum almenningi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar