Arna Stefanía: Var alltaf að bíða eftir öðrum tíma Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2016 14:30 Arna Stefanía getur verið stolt af sínum árangri. vísir/hanna Arna Stefanía Guðmundsson, hlaupari úr FH, var glöð í bragði þegar Vísir heyrði í henni hljóðið eftir að hún varð Norðurlandameistari í 400 metra grindahlaupi í aldursflokki 20-22 ára stúlkna. Tíminn er sá næstbesti í sögunni í 400 metra grindahlaupi, en tíminn dugar til þess að komast inn á heimsmeistaramót og Ólympíumót eins og staðan er í dag. „Ég var í sjokki. Ég var alltaf að bíða eftir að það kæmi annar tími," sagði Arna Stefanía í samtali við Vísi stuttu eftir hlaup. „Þó svo að fílingurinn hafi verið góður kom mér á óvart hvað þetta var hratt, en svo áttaði ég mig á að þetta var alveg rétt. Ég gat ekki leynt gleðinni og fagnaði með Íslendingunum."Sjá einnig:Arna Stefanía Norðurlandameistari FH-ingurinn hefur verið í fantaformi að undanförnu og unnið hver gullverðlaunin á fætur öðrum. Hún segir að þetta hafi komið sér smá á óvart. „Að vissu leyti kom mér þetta á óvart. Ég vissi samt að ég væri í hörkuformi, en meira en einnar sekúndu bæting kom mér skemmtilega á óvart." Tíminn var HM lágmark fyrir næsta sumar í fullorðnisflokki, en einnig Ólympíulágmark og gat Arna ekki leynt gleði sinni. „Þetta er algjörlega geggjað! Að sjá það bara svart á hvítu að ég er komin í þann klassa var frábært, en við Heiða (þjálfari Örnu) vissum alltaf að ég gæti þetta og nú er komin staðfesting á því." „Ég er líka að keppa á morgun í 100 metra grindahlaupi og 200 metra hlaupi, en svo er aldursflokka meistaramótið á Íslandi næstu helgi." „Það er aldrei að vita að það komi svo eitthvað boð á sterkt hlaup áður en ég fer í árlegu hvíldina mína, en annars er bara komið að smá hvíld fyrir undirbúningstímabilið," sagði Arna að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Sjá meira
Arna Stefanía Guðmundsson, hlaupari úr FH, var glöð í bragði þegar Vísir heyrði í henni hljóðið eftir að hún varð Norðurlandameistari í 400 metra grindahlaupi í aldursflokki 20-22 ára stúlkna. Tíminn er sá næstbesti í sögunni í 400 metra grindahlaupi, en tíminn dugar til þess að komast inn á heimsmeistaramót og Ólympíumót eins og staðan er í dag. „Ég var í sjokki. Ég var alltaf að bíða eftir að það kæmi annar tími," sagði Arna Stefanía í samtali við Vísi stuttu eftir hlaup. „Þó svo að fílingurinn hafi verið góður kom mér á óvart hvað þetta var hratt, en svo áttaði ég mig á að þetta var alveg rétt. Ég gat ekki leynt gleðinni og fagnaði með Íslendingunum."Sjá einnig:Arna Stefanía Norðurlandameistari FH-ingurinn hefur verið í fantaformi að undanförnu og unnið hver gullverðlaunin á fætur öðrum. Hún segir að þetta hafi komið sér smá á óvart. „Að vissu leyti kom mér þetta á óvart. Ég vissi samt að ég væri í hörkuformi, en meira en einnar sekúndu bæting kom mér skemmtilega á óvart." Tíminn var HM lágmark fyrir næsta sumar í fullorðnisflokki, en einnig Ólympíulágmark og gat Arna ekki leynt gleði sinni. „Þetta er algjörlega geggjað! Að sjá það bara svart á hvítu að ég er komin í þann klassa var frábært, en við Heiða (þjálfari Örnu) vissum alltaf að ég gæti þetta og nú er komin staðfesting á því." „Ég er líka að keppa á morgun í 100 metra grindahlaupi og 200 metra hlaupi, en svo er aldursflokka meistaramótið á Íslandi næstu helgi." „Það er aldrei að vita að það komi svo eitthvað boð á sterkt hlaup áður en ég fer í árlegu hvíldina mína, en annars er bara komið að smá hvíld fyrir undirbúningstímabilið," sagði Arna að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Sjá meira