Missti af frelsisþögninni Ögmundur Jónasson skrifar 9. september 2016 07:00 Forsvarsmenn nokkurra einkarekinna útvarpsstöðva hafa í tvígang skrifað sameiginlega greinar í blöð til að leggja áherslu á kröfur sínar um að skatta- og lagaumhverfi ljósvakamiðlanna tryggi þeim jafna samkeppnisstöðu á við Ríkisútvarpið. Þetta er skiljanlegt baráttumarkmið. Belgingurinn í þessum skrifum þykir mér hins vegar meiri en innistæða er fyrir. Okkur er sagt að Stöð 2, Síminn, Hringbraut, ÍNN og Útvarp Saga séu „frjálsu fjölmiðlarnir“ og Ríkisútvarpið þá væntanlega ófrjálst. Við erum minnt á að „frjálsu fjölmiðlarnir“ hafi orðið til í verkfalli BSRB árið 1984 en þá hafi starfsfólk lokað Ríkisútvarpinu í kjarabaráttu sinni. Við þær aðstæður hafi „frjálsu fjölmiðlarnir stigið inn“ og minnt á þá tímaskekkju sem Ríkisútvarpið væri.Baráttan gegn launafólki Ég man þessa tíma vel enda í hópi þeirra sem hundeltir voru upp í Hæstarétt af frjálshyggjuliðinu sem undir vænghafi Sjálfstæðisflokksins stóð þá fyrir rekstri „frjálsra“ áróðursstöðva gegn okkur verkfallsfólkinu. Öllum brögðum var beitt af hálfu þeirra sem stýrðu kjarabaráttunni gegn starfsfólkinu sem leyfði sér þá ósvinnu að fara fram á sanngjörn laun. Krafist var fangelsisdóma. „Fæstir“ sakni þess tíma þegar Ríkisútvarpið var eitt um hituna, segir í skrifum fimmmenninganna, og til að minna „notendur ljósvakamiðlanna á gamla tíma“ hafi verið ákveðið að hinn 1. september skyldi „slökkva á útsendingum frjálsra stöðva í 7 mínútur kl. 21“. Ekki á dýptina Því miður missti ég af þessari frelsisþögn Ingva Hrafns og félaga. Man hreinlega ekki hvað ég hafði fyrir stafni. En hitt skal ég játa að ég er hluti af meintu fámenni, sem saknar margs frá fjölmiðlun liðins tíma. Auðvitað er ágætt að fleiri fjölmiðlamenn komist nú að en áður var, til þess að rekja garnirnar úr stjórnmálamönnum samtímans og keppa um að bjóða upp á vinsælustu smellina. Út á þetta gekk samkeppnin að uppistöðu til á þessum tíma – og gerir enn. Því miður. Alla vega nær þessi samkeppni ekki mjög á dýptina, þótt vissulega séu þar virðingarverðar undantekningar.Sjálfhælni á sér takmörk Prímus mótor í einkavæðingunni voru síðan aðilar sem vildu hasla sér völl í þessum atvinnugeira og er að sjálfsögðu ekkert nema gott um það að segja þar til nú að sjálfhælnin virðist ætla að bera þá ofurliði. Eflaust er hægt að bæta fjölmiðlun á Íslandi verulega og er þess virði að kannað verði rækilega hvernig hægt er að finna leiðir til þess í skattalegu og lagalegu tilliti að laga rekstrarskilyrði markaðsfjölmiðlanna. En að stilla dæminu upp sem frelsi gegn ófrelsi er að ætla sjálfum sér meiri stærð en risið verður undir. Út á Ríkisútvarpið er vissulega margt að setja. Verst þykja mér vera merki geðþóttastjórnunar sem reglulega hefur glytt í um nokkurt skeið, oftar en ekki í tengslum við ómaklegar uppsagnir. Þá fer það heldur ekki framhjá neinum að Ríkisútvarpið hefur ekki farið varhluta af samkeppninni en hún hefur ekki alltaf verið upp á við. Alla vega er annað ekki að sjá og skilja.Enginn þarf að þegja mín vegna Tengsl Alþingis við Ríkisútvarpið voru illu heilli stórlega skert við hlutafélagavæðinguna og niðurlagningu Útvarpsráðs. Ég veit að það samræmist ekki rétthugsun „frjálsra“ fjölmiðlamanna að tala á þennan veg. Ég geri það nú samt en tek jafnframt fram að ég bið engan um að þegja mér til samlætis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn nokkurra einkarekinna útvarpsstöðva hafa í tvígang skrifað sameiginlega greinar í blöð til að leggja áherslu á kröfur sínar um að skatta- og lagaumhverfi ljósvakamiðlanna tryggi þeim jafna samkeppnisstöðu á við Ríkisútvarpið. Þetta er skiljanlegt baráttumarkmið. Belgingurinn í þessum skrifum þykir mér hins vegar meiri en innistæða er fyrir. Okkur er sagt að Stöð 2, Síminn, Hringbraut, ÍNN og Útvarp Saga séu „frjálsu fjölmiðlarnir“ og Ríkisútvarpið þá væntanlega ófrjálst. Við erum minnt á að „frjálsu fjölmiðlarnir“ hafi orðið til í verkfalli BSRB árið 1984 en þá hafi starfsfólk lokað Ríkisútvarpinu í kjarabaráttu sinni. Við þær aðstæður hafi „frjálsu fjölmiðlarnir stigið inn“ og minnt á þá tímaskekkju sem Ríkisútvarpið væri.Baráttan gegn launafólki Ég man þessa tíma vel enda í hópi þeirra sem hundeltir voru upp í Hæstarétt af frjálshyggjuliðinu sem undir vænghafi Sjálfstæðisflokksins stóð þá fyrir rekstri „frjálsra“ áróðursstöðva gegn okkur verkfallsfólkinu. Öllum brögðum var beitt af hálfu þeirra sem stýrðu kjarabaráttunni gegn starfsfólkinu sem leyfði sér þá ósvinnu að fara fram á sanngjörn laun. Krafist var fangelsisdóma. „Fæstir“ sakni þess tíma þegar Ríkisútvarpið var eitt um hituna, segir í skrifum fimmmenninganna, og til að minna „notendur ljósvakamiðlanna á gamla tíma“ hafi verið ákveðið að hinn 1. september skyldi „slökkva á útsendingum frjálsra stöðva í 7 mínútur kl. 21“. Ekki á dýptina Því miður missti ég af þessari frelsisþögn Ingva Hrafns og félaga. Man hreinlega ekki hvað ég hafði fyrir stafni. En hitt skal ég játa að ég er hluti af meintu fámenni, sem saknar margs frá fjölmiðlun liðins tíma. Auðvitað er ágætt að fleiri fjölmiðlamenn komist nú að en áður var, til þess að rekja garnirnar úr stjórnmálamönnum samtímans og keppa um að bjóða upp á vinsælustu smellina. Út á þetta gekk samkeppnin að uppistöðu til á þessum tíma – og gerir enn. Því miður. Alla vega nær þessi samkeppni ekki mjög á dýptina, þótt vissulega séu þar virðingarverðar undantekningar.Sjálfhælni á sér takmörk Prímus mótor í einkavæðingunni voru síðan aðilar sem vildu hasla sér völl í þessum atvinnugeira og er að sjálfsögðu ekkert nema gott um það að segja þar til nú að sjálfhælnin virðist ætla að bera þá ofurliði. Eflaust er hægt að bæta fjölmiðlun á Íslandi verulega og er þess virði að kannað verði rækilega hvernig hægt er að finna leiðir til þess í skattalegu og lagalegu tilliti að laga rekstrarskilyrði markaðsfjölmiðlanna. En að stilla dæminu upp sem frelsi gegn ófrelsi er að ætla sjálfum sér meiri stærð en risið verður undir. Út á Ríkisútvarpið er vissulega margt að setja. Verst þykja mér vera merki geðþóttastjórnunar sem reglulega hefur glytt í um nokkurt skeið, oftar en ekki í tengslum við ómaklegar uppsagnir. Þá fer það heldur ekki framhjá neinum að Ríkisútvarpið hefur ekki farið varhluta af samkeppninni en hún hefur ekki alltaf verið upp á við. Alla vega er annað ekki að sjá og skilja.Enginn þarf að þegja mín vegna Tengsl Alþingis við Ríkisútvarpið voru illu heilli stórlega skert við hlutafélagavæðinguna og niðurlagningu Útvarpsráðs. Ég veit að það samræmist ekki rétthugsun „frjálsra“ fjölmiðlamanna að tala á þennan veg. Ég geri það nú samt en tek jafnframt fram að ég bið engan um að þegja mér til samlætis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun