Hærri framlög til skólamála Skúli Helgason skrifar 2. september 2016 07:00 Mikil umræða hefur verið síðustu daga um framlög til skólamála í Reykjavíkurborg og hafa stjórnendur grunnskóla og leikskóla ályktað um niðurskurð undangenginna ára. Af því tilefni er mikilvægt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Á undanförnum tveimur árum hafa framlög til skóla- og frístundastarfs í Reykjavík hækkað um 5,8 milljarða króna. Þeim fjármunum hefur einkum verið varið til að bæta kjör kennara, leikskólakennara, skólastjórnenda og annars starfsfólks í skólasamfélaginu, en einnig til að mæta fjölgun barna í skólasamfélaginu. Þar hefur birst forgangsröðun okkar í meirihluta borgarstjórnar, að brýnast væri að bæta kjör þess fólks sem ber hita og þunga af öflugu skólastarfi í borginni en hækkun almenns rekstrarfjár biði þess tíma þegar betur áraði í fjárhag borgarinnar. Þá er rétt að benda á að samkvæmt gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga voru framlög á hvern grunnskólanema árið 2014 næsthæst í Reykjavík af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Leiðarljós okkar við útfærslu hagræðingar á þessu ári hefur verið að bera helst niður í yfirstjórn, lækka húsnæðiskostnað, beita útboðum til að lækka innkaupsverð á vörum o.s.frv. en hlífa sem mest grunnþjónustunni sem veitt er í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum. Þessi stefna ásamt auknum tekjum hefur skilað þeim árangri að 490 milljóna króna afgangur er á rekstri borgarinnar eftir sex mánuði ársins. Það er góð vísbending um að við erum á réttri leið og það mun skapa okkur grundvöll til að efla enn frekar fagstarfið í skólum og frístundastarfi í borginni. Þar vinnur okkar starfsfólk þrekvirki um alla borg af miklum metnaði. Við tökum undir með skólastjórnendum að bæta þarf starfsumhverfi leikskóla og grunnskóla sem og frístundamiðstöðva og það verður forgangsverkefni okkar á næstunni í góðu samráði við okkar öfluga fagfólk á vettvangi, foreldra og börnin sem við erum öll að þjóna.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið síðustu daga um framlög til skólamála í Reykjavíkurborg og hafa stjórnendur grunnskóla og leikskóla ályktað um niðurskurð undangenginna ára. Af því tilefni er mikilvægt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Á undanförnum tveimur árum hafa framlög til skóla- og frístundastarfs í Reykjavík hækkað um 5,8 milljarða króna. Þeim fjármunum hefur einkum verið varið til að bæta kjör kennara, leikskólakennara, skólastjórnenda og annars starfsfólks í skólasamfélaginu, en einnig til að mæta fjölgun barna í skólasamfélaginu. Þar hefur birst forgangsröðun okkar í meirihluta borgarstjórnar, að brýnast væri að bæta kjör þess fólks sem ber hita og þunga af öflugu skólastarfi í borginni en hækkun almenns rekstrarfjár biði þess tíma þegar betur áraði í fjárhag borgarinnar. Þá er rétt að benda á að samkvæmt gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga voru framlög á hvern grunnskólanema árið 2014 næsthæst í Reykjavík af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Leiðarljós okkar við útfærslu hagræðingar á þessu ári hefur verið að bera helst niður í yfirstjórn, lækka húsnæðiskostnað, beita útboðum til að lækka innkaupsverð á vörum o.s.frv. en hlífa sem mest grunnþjónustunni sem veitt er í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum. Þessi stefna ásamt auknum tekjum hefur skilað þeim árangri að 490 milljóna króna afgangur er á rekstri borgarinnar eftir sex mánuði ársins. Það er góð vísbending um að við erum á réttri leið og það mun skapa okkur grundvöll til að efla enn frekar fagstarfið í skólum og frístundastarfi í borginni. Þar vinnur okkar starfsfólk þrekvirki um alla borg af miklum metnaði. Við tökum undir með skólastjórnendum að bæta þarf starfsumhverfi leikskóla og grunnskóla sem og frístundamiðstöðva og það verður forgangsverkefni okkar á næstunni í góðu samráði við okkar öfluga fagfólk á vettvangi, foreldra og börnin sem við erum öll að þjóna.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar