Eiður Smári: Ísland hefur alltaf átt góða fótboltamenn en nú tekur heimurinn eftir þeim Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 08:00 Eiður Smári Guðjohnsen segir Ísland alltaf hafa átt góða fótboltamenn. vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, segir í viðtali við Sportskeeda að Ísland hafi lengi verið með fótboltahefð þrátt fyrir að árangurinn hafi látið á sér standa þar til á síðustu misserum. Karlalandsliðið komst í fyrsta sinn á stórmót í sumar þar sem það kom heiminum á óvart með því að leggja England í 16 liða úrslitum og komast alla leið í átta liða úrslitin í frumraun sinni á stóra sviðinu. „Ég tel að Ísland hafi alltaf verið með fótboltahefð,“ segir Eiður Smári í viðtalinu aðspurður hvers vegna fótboltahefðin sé í raun engin hér á landi. Hann er ekki sammála því. Eiður var einnig beðinn um að útskýra hverjir eru helstu styrkleikar íslenskra fótboltamanna. „Það er bara á síðustu árum sem heimurinn hefur tekið eftir frammistöðu okkar og úrslitum en við höfum alltaf verið með leikmenn að spila í bestu deildunum,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári kemur inn á fyrir einn af þessum góðu íslensku fótboltamönnum.vísir/gettyFramtíðin óráðin „Nú þegar við erum búnir að spila á EM þekkja fleiri íslensku nöfnin en við höfum alltaf átt góða leikmenn. Okkar helstu styrkleikar eru náttúrulegur líkamsstyrkur og vilji okkar til að leggja okkur alla fram á vellinum. Sá karakter í bland við hæfileika hefur fleytt okkur þangað sem við erum í dag.“ Eiður er orðinn 37 ára gamall en hefur nú nýtt ævintýri með FC Pune í Indlandi en hann er staddur í æfingaferð með liðinu á Spáni. Hann viðurkennir að hann er byrjaður að hugsa um hvað tekur við eftir leikmannaferilinn. „Auðvitað er ég byrjaður að hugsa um það. Ég er bara svo heppinn að geta enn verið að spila. Ég hef enn orku og ég elska að mæta á æfingu á hverjum degi. Á meðan ég get gefið liðinu sem ég spila fyrir eitthvað þá held ég áfram að spila,“ segir Eiður. „Hvað framtíðina varðar þá vil ég eyða meiri tíma með börnunum og fjölskyldunni þegar ég horfi styttra fram í tímann en eftir að ferlinum lýkur verður eitthvað sem tengist fótbolta í kortunum. Ég þarf bara að finna út hvað ég vil gera,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, segir í viðtali við Sportskeeda að Ísland hafi lengi verið með fótboltahefð þrátt fyrir að árangurinn hafi látið á sér standa þar til á síðustu misserum. Karlalandsliðið komst í fyrsta sinn á stórmót í sumar þar sem það kom heiminum á óvart með því að leggja England í 16 liða úrslitum og komast alla leið í átta liða úrslitin í frumraun sinni á stóra sviðinu. „Ég tel að Ísland hafi alltaf verið með fótboltahefð,“ segir Eiður Smári í viðtalinu aðspurður hvers vegna fótboltahefðin sé í raun engin hér á landi. Hann er ekki sammála því. Eiður var einnig beðinn um að útskýra hverjir eru helstu styrkleikar íslenskra fótboltamanna. „Það er bara á síðustu árum sem heimurinn hefur tekið eftir frammistöðu okkar og úrslitum en við höfum alltaf verið með leikmenn að spila í bestu deildunum,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári kemur inn á fyrir einn af þessum góðu íslensku fótboltamönnum.vísir/gettyFramtíðin óráðin „Nú þegar við erum búnir að spila á EM þekkja fleiri íslensku nöfnin en við höfum alltaf átt góða leikmenn. Okkar helstu styrkleikar eru náttúrulegur líkamsstyrkur og vilji okkar til að leggja okkur alla fram á vellinum. Sá karakter í bland við hæfileika hefur fleytt okkur þangað sem við erum í dag.“ Eiður er orðinn 37 ára gamall en hefur nú nýtt ævintýri með FC Pune í Indlandi en hann er staddur í æfingaferð með liðinu á Spáni. Hann viðurkennir að hann er byrjaður að hugsa um hvað tekur við eftir leikmannaferilinn. „Auðvitað er ég byrjaður að hugsa um það. Ég er bara svo heppinn að geta enn verið að spila. Ég hef enn orku og ég elska að mæta á æfingu á hverjum degi. Á meðan ég get gefið liðinu sem ég spila fyrir eitthvað þá held ég áfram að spila,“ segir Eiður. „Hvað framtíðina varðar þá vil ég eyða meiri tíma með börnunum og fjölskyldunni þegar ég horfi styttra fram í tímann en eftir að ferlinum lýkur verður eitthvað sem tengist fótbolta í kortunum. Ég þarf bara að finna út hvað ég vil gera,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjá meira