Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2016 12:30 Hannes S. Jónsson er bjartsýnn á að fótboltinn og karfan geti verið í stuði saman í Helsinki. vísir/vilhelm/valli „Fundurinn var mjög góður og mjög gagnlegur. Þetta lítur vel út. Það lítur margt jákvæðara út núna en það gerði fyrir nokkrum dögum síðan.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, í samtali við Vísi um fund KKÍ með finnska körfuboltasambandinu um mögulegt samstarf á Evrópumótinu á næsta ári. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku kemur Ísland til greina sem félagi Finnlands á EM en það myndi tryggja strákunum okkar leikstað í Helsinki auk þess sem KKÍ getur haft áhrif á keppnina og komið með sínar kröfur verði það samstarfsaðili Finnanna. „Við eigum eftir að landa þessu endanlega en ég er jákvæður fyrir þessu. Það eru ýmsir lausir endar eftir enn þá og við vitum að Finnarnir eru að skoða aðra möguleika. Ég tel okkur samt mjög líklega og held að við séum kostur númer eitt hjá Finnunum,“ segir Hannes, en ákvörðun þarf að liggja fyrir 21. október.Jón Arnór Stefánsson og strákarnir okkar komust á EM annað skiptið í röð.vísir/valliÁhuginn mikilvægur Gulrótin fyrir finnska sambandið að fá Ísland sem samstarfsaðila er leikur Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018 í fótbolta sem fram fer þegar EM á sér stað í byrjun september á næsta ári. Hannes og starfslið KKÍ, sem fundaði með finnska sambandinu í gær, er búið að reyna telja kollegum sínum trú um að það geti komið með 2.000-3.000 Íslendinga til Helsinki á næsta ári. „Við hvetjum bara alla til að senda okkur tölvupóst á kki@kki.is og lýsa yfir áhuga á að fara. Allur stuðningur og yfirlýsingar um að fólk ætli að skella sér út á næsta ári hjálpar okkur í viðræðunum,“ segir Hannes. Eina vandamálið er, að sögn Hannesar, er að nú er orðið ljóst að íslenska körfuboltalandsliðið spilar 2. september. Óvíst er á móti hverjum en eina sem KKÍ veit er að leikið verður í öllum riðlum þann daginn.Fótboltalandsliðið spilar væntanlega á Ratina-vellinum í Tampere sem er tveimur tímum frá Helsinki.mynd/wikipediaLestin bíður Það er ekki gott því fótboltalandsleikurinn fer einnig fram 2. september og það í Tampere en ekki í Helsinki vegna endurbóta á Ólympíuvellinum í höfuðborginni. Tampere er í tveggja tíma fjarlægð með lest frá Helsinki. „Ef það má tala um bakslag er það þetta. Við erum að bíða eftir því að samþykkt verði að við getum spilað okkar leik fyrr um daginn þannig allir Íslendingar sem vilja geta farið á fótboltaleikinn,“ segir Hannes. Leiktímarnir á EM í körfubolta verða þrír. Fyrst verður spilað klukkan 14.00, svo 16.45 og síðasti leiktíminn er klukkan 20.00. Finnarnir munu væntanlega alltaf spila klukkan 20.00 og mun íslenska liðið því forðast það að mæta þeim 2. september þar sem fótboltaleikurinn á að hefjast klukkan 16.00 en mögulega væri hægt að seinka honum. „Við, Finnarnir og Fiba Europe myndum vinna í því að vera með lest klára á lestarstöðinni við keppnishöllina í körfunni sem er í 3-4 mínútna göngufæri. Hún myndi bíða eftir þeim sem vilja fara á fótboltann og frá lestarstöðinni í Tampere eru bara nokkrar mínútur á völlinn. Auðvitað hefðum við bara viljað eiga frí á laugardeginum þannig allir gætu kíkt á fótboltann en þetta verður leyst,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
„Fundurinn var mjög góður og mjög gagnlegur. Þetta lítur vel út. Það lítur margt jákvæðara út núna en það gerði fyrir nokkrum dögum síðan.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, í samtali við Vísi um fund KKÍ með finnska körfuboltasambandinu um mögulegt samstarf á Evrópumótinu á næsta ári. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku kemur Ísland til greina sem félagi Finnlands á EM en það myndi tryggja strákunum okkar leikstað í Helsinki auk þess sem KKÍ getur haft áhrif á keppnina og komið með sínar kröfur verði það samstarfsaðili Finnanna. „Við eigum eftir að landa þessu endanlega en ég er jákvæður fyrir þessu. Það eru ýmsir lausir endar eftir enn þá og við vitum að Finnarnir eru að skoða aðra möguleika. Ég tel okkur samt mjög líklega og held að við séum kostur númer eitt hjá Finnunum,“ segir Hannes, en ákvörðun þarf að liggja fyrir 21. október.Jón Arnór Stefánsson og strákarnir okkar komust á EM annað skiptið í röð.vísir/valliÁhuginn mikilvægur Gulrótin fyrir finnska sambandið að fá Ísland sem samstarfsaðila er leikur Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018 í fótbolta sem fram fer þegar EM á sér stað í byrjun september á næsta ári. Hannes og starfslið KKÍ, sem fundaði með finnska sambandinu í gær, er búið að reyna telja kollegum sínum trú um að það geti komið með 2.000-3.000 Íslendinga til Helsinki á næsta ári. „Við hvetjum bara alla til að senda okkur tölvupóst á kki@kki.is og lýsa yfir áhuga á að fara. Allur stuðningur og yfirlýsingar um að fólk ætli að skella sér út á næsta ári hjálpar okkur í viðræðunum,“ segir Hannes. Eina vandamálið er, að sögn Hannesar, er að nú er orðið ljóst að íslenska körfuboltalandsliðið spilar 2. september. Óvíst er á móti hverjum en eina sem KKÍ veit er að leikið verður í öllum riðlum þann daginn.Fótboltalandsliðið spilar væntanlega á Ratina-vellinum í Tampere sem er tveimur tímum frá Helsinki.mynd/wikipediaLestin bíður Það er ekki gott því fótboltalandsleikurinn fer einnig fram 2. september og það í Tampere en ekki í Helsinki vegna endurbóta á Ólympíuvellinum í höfuðborginni. Tampere er í tveggja tíma fjarlægð með lest frá Helsinki. „Ef það má tala um bakslag er það þetta. Við erum að bíða eftir því að samþykkt verði að við getum spilað okkar leik fyrr um daginn þannig allir Íslendingar sem vilja geta farið á fótboltaleikinn,“ segir Hannes. Leiktímarnir á EM í körfubolta verða þrír. Fyrst verður spilað klukkan 14.00, svo 16.45 og síðasti leiktíminn er klukkan 20.00. Finnarnir munu væntanlega alltaf spila klukkan 20.00 og mun íslenska liðið því forðast það að mæta þeim 2. september þar sem fótboltaleikurinn á að hefjast klukkan 16.00 en mögulega væri hægt að seinka honum. „Við, Finnarnir og Fiba Europe myndum vinna í því að vera með lest klára á lestarstöðinni við keppnishöllina í körfunni sem er í 3-4 mínútna göngufæri. Hún myndi bíða eftir þeim sem vilja fara á fótboltann og frá lestarstöðinni í Tampere eru bara nokkrar mínútur á völlinn. Auðvitað hefðum við bara viljað eiga frí á laugardeginum þannig allir gætu kíkt á fótboltann en þetta verður leyst,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06
Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02