Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2016 02:30 *Uppfært 02.40* Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum er lokið. Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína í efnahagsmálum, löggæslumálum, alþjóðamálum og ýmsu öðru í hressilegum kappræðum sem fram fóru í Hofstra-háskólanum í New York í nótt. Voru þetta fyrstu kappræðurnar af þremur sem áætlaðar eru. Næstu kappræður eru á dagskrá 9. október en 4. október takast varaforsetaefnin Tim Kaine og Mike Pence á. Sjá má kappræðurnar í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan auk þess fletta má í gegnum umræðuna á Twitter þar fyrir neðan. Kappræðurnar hefjast þegar um ein klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni.Umræðan á Twitter#uskos16 Tweets Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í nótt. Spennan er gríðarleg enda hefur bilið á milli frambjóðendanna tveggja minnkað gríðarlega. Herlegheitin hefjast klukkan eitt í nótt og búist er við að um 100 milljónir Bandaríkjamanna muni horfa á fyrstu sjónvarpskappræðurnar af þremur, sem fram fara í Hofstra háskóla í New York. Blaðamaður NBC, Lester Holt mun stýra umræðunum en athygli vekur að hann er skráður Repúblikani þrátt fyrir að Trump hafi kvartað yfir því að Holt væri Demókrati.90 mínútur. Engin auglýsingahlé. Fyrirkomulagið er einfalt. Kappræðurnar standa yfir í níutíu mínútur en engin auglýsingahlé verða á útsendingunni. Kappræðunum er skipt í sex hluta. Fyrstu tveir munu fjalla um hvaða stefnu Bandaríkin muni taka, næstu tvær munu fjalla um efnahagsmál og síðustu tveir um öryggismál og utanríkisstefnu. Reiknað er með fimmtán mínútum á hvern hluta sem hefst á spurningu sem frambjóðendur fá tvær mínútur til þess að svara. Því næst verða tíu mínútur nýttar í umræðu. Hillary Clinton mun fá fyrstu spurninguna en hún sigraði í hlutkesti þess efnis. Í næsta hluta mun Trump fá fyrstu spurninguna og svo koll af koli. Trump hefur sótt gríðarlega á Clinton að undanförnu sem hefur átt í vök að verjast frá því að hún þurfti frá að hverfa frá minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í New York 11. september 2001. Ekki er langt síðan hún var með afar örugga forystu en í byrjun ágúst voru um 90 prósent líkur á sigri Clinton samkvæmt sérstöku tölfræðilíkani FiveThirtyEight.Sama líkan sýnir nú að sigurlíkur Clinton eru nú taldar um 55 prósent gegn 45 prósentum Trump. Samkvæmt samantektarkönnun RealClearPolitics er munurinn á milli Clinton og Trump rétt um tvö prósent í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum. Mikil spenna ríkir því fyrir kappræðum næturinnar en til þess að koma sér í gírinn er við hæfi að skoða upphitun bandarísku vefsíðunnar Vox.com hér að neðan þar sem farið er yfir helstu lykilþætti. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00 Reikna með áhorfsmeti þegar Hillary og Trump mætast í nótt Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Búist er við að 100 milljónir Bandaríkjamanna muni fylgjast með. 26. september 2016 11:34 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
*Uppfært 02.40* Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum er lokið. Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína í efnahagsmálum, löggæslumálum, alþjóðamálum og ýmsu öðru í hressilegum kappræðum sem fram fóru í Hofstra-háskólanum í New York í nótt. Voru þetta fyrstu kappræðurnar af þremur sem áætlaðar eru. Næstu kappræður eru á dagskrá 9. október en 4. október takast varaforsetaefnin Tim Kaine og Mike Pence á. Sjá má kappræðurnar í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan auk þess fletta má í gegnum umræðuna á Twitter þar fyrir neðan. Kappræðurnar hefjast þegar um ein klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni.Umræðan á Twitter#uskos16 Tweets Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í nótt. Spennan er gríðarleg enda hefur bilið á milli frambjóðendanna tveggja minnkað gríðarlega. Herlegheitin hefjast klukkan eitt í nótt og búist er við að um 100 milljónir Bandaríkjamanna muni horfa á fyrstu sjónvarpskappræðurnar af þremur, sem fram fara í Hofstra háskóla í New York. Blaðamaður NBC, Lester Holt mun stýra umræðunum en athygli vekur að hann er skráður Repúblikani þrátt fyrir að Trump hafi kvartað yfir því að Holt væri Demókrati.90 mínútur. Engin auglýsingahlé. Fyrirkomulagið er einfalt. Kappræðurnar standa yfir í níutíu mínútur en engin auglýsingahlé verða á útsendingunni. Kappræðunum er skipt í sex hluta. Fyrstu tveir munu fjalla um hvaða stefnu Bandaríkin muni taka, næstu tvær munu fjalla um efnahagsmál og síðustu tveir um öryggismál og utanríkisstefnu. Reiknað er með fimmtán mínútum á hvern hluta sem hefst á spurningu sem frambjóðendur fá tvær mínútur til þess að svara. Því næst verða tíu mínútur nýttar í umræðu. Hillary Clinton mun fá fyrstu spurninguna en hún sigraði í hlutkesti þess efnis. Í næsta hluta mun Trump fá fyrstu spurninguna og svo koll af koli. Trump hefur sótt gríðarlega á Clinton að undanförnu sem hefur átt í vök að verjast frá því að hún þurfti frá að hverfa frá minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í New York 11. september 2001. Ekki er langt síðan hún var með afar örugga forystu en í byrjun ágúst voru um 90 prósent líkur á sigri Clinton samkvæmt sérstöku tölfræðilíkani FiveThirtyEight.Sama líkan sýnir nú að sigurlíkur Clinton eru nú taldar um 55 prósent gegn 45 prósentum Trump. Samkvæmt samantektarkönnun RealClearPolitics er munurinn á milli Clinton og Trump rétt um tvö prósent í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum. Mikil spenna ríkir því fyrir kappræðum næturinnar en til þess að koma sér í gírinn er við hæfi að skoða upphitun bandarísku vefsíðunnar Vox.com hér að neðan þar sem farið er yfir helstu lykilþætti.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00 Reikna með áhorfsmeti þegar Hillary og Trump mætast í nótt Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Búist er við að 100 milljónir Bandaríkjamanna muni fylgjast með. 26. september 2016 11:34 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00
Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00
Reikna með áhorfsmeti þegar Hillary og Trump mætast í nótt Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Búist er við að 100 milljónir Bandaríkjamanna muni fylgjast með. 26. september 2016 11:34