Sofandi að feigðarósi – Landsnet sekkur Magnús Rannver Rafnsson skrifar 23. september 2016 07:00 Alvarleg staða Landsnets var fyrirsjáanleg. Og hún á að öllum líkindum eftir að versna. Fjallað var um þetta í blaðagreinum árið 2012 en Landsnet hafði þá þegar ratað inn á ógæfubrautir. Á fundi með iðnaðarráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, og skrifstofustjóra iðnaðar, Ingva Má Pálssyni, var sömuleiðis snert á málinu árið 2013. Staðan í dag – ósætti, tafir og óvissa – er rökrétt afleiðing af vinnubrögðum Landsnets, Bakki er bara enn eitt málið í langri röð slíkra mála. Verulegar líkur eru á að Landsnet eigi eftir að skaða íslenskan orkuiðnað enn frekar, óháð hinu fyrirsjáanlega óafturkræfa umhverfistjóni að ógleymdum óumdeildum neikvæðum áhrifum á stærstu atvinnugrein landsins; ferðamannaiðnað. Fólk flest er ekki upplýst um þá staðreynd að Landsnet gerir enn ráð fyrir sínum hefðbundnu lausnum (stálgrindum) í öllum fyrirliggjandi áætlunum um uppbyggingu raforkuflutningskerfisins; 100 milljarða uppbygging flutningskerfa framtíðarinnar verður keyrð áfram á fortíðinni. Jafnvel þótt stærstur hluti samfélagsins sé ósáttur við lausnir Landsnets er engu breytt í þessum efnum. Sem er áhugaverð staðreynd. Ólíklegt verður að teljast að áætlanir Landsnets eins og þær liggja fyrir verði nokkurn tíma samþykktar í samfélaginu. Það kemur ekki í veg fyrir að þær verði barðar í gegn með pólitísku valdi ef að líkum lætur. Áfram vaðið yfir fólk Það ætti ekki að vefjast fyrir Landsvirkjun, móðurfélagi Landsnets, að sjá hvert stefnir nú þegar fyrirtækið hefur komið sér upp vörumerkjasérfræðingi á raforkusviði. Ímynd vörunnar sem fyrirtækið byggir starfsemi sína á er jú afar mikilvæg. Raforkuflutningskerfi eru þekktasta birtingarmynd fyrirbærisins raforka og hún er neikvæð. Hún er ekki bara svolítið neikvæð, hún er svo illa liðin í samfélaginu að það er vart hægt að finna nokkuð svo mikilvægt sem á sama tíma mætir svo mikilli mótspyrnu. En menn láta sér ekki segjast, áfram er vaðið yfir fólk, fjöll og firnindi með slóð efnislegrar og óefnislegrar eyðileggingar í eftirdragi. Fleiri lögfræðingar og fleiri dómsmál er uppskeran. Skyldi þetta skapa jákvæða ímynd af raforku? Jákvæð ímynd vindorku á heimsvísu er ekki tilviljun heldur afrakstur frumkvöðlastarfs sem hófst í Danmörku. Danir enduruppgötvuðu vindorku og þróuðu betri tækni með nútímaverkfræði. Ætli það hefði skilað sama árangri að bjóða fram stálgráar vindmyllur reistar á hægryðgandi stálgrindaflækjum samkvæmt aðferðafræði frá miðri síðustu öld? Halda svo úti áróðri samtímis um að hér fari besta aðferðin og aðrar lausnir borgi sig ekki? Það var ekki sjálfgefið að hvít vindtúrbína á hvítum stofni yrði ein sterkasta táknmynd umhverfisvænnar orku í heiminum. Í stuttu máli byggir árangurinn á nýsköpun, tækniþróun og þekkingu Dana á mörgum sviðum. Slík uppskera krefst framtíðarsýnar. Framtíðarsýn yfirvalda á þessu sviði er mér ráðgáta, en virðist vera þessi: Hendum 100 milljörðum í hugsjónir og arfleifð sem ekki standast kröfur samtímans – hvorki tæknilega né umhverfislega – en setjum um leið einn lítinn sætan milljarð í nýsköpunarfyrirtækin svo þau geti leikið sér fram yfir kosningar. Byggjum á meðan skjaldborg um örfáa sérhagsmunaliða við eftirlaunaaldur, til að tryggja að úreltri 100 milljarða hugmyndafræði þeirra um raforkuflutningskerfi verði örugglega áfram þröngvað upp á samfélagið. Bein ríkisafskipti – s.s. með heimilun á upptöku lands eða skipan vanhæfra sérfræðinga í nefndir – ættu að koma með það sem upp á vantar, svo það sé alveg öruggt að rannsóknir og tækniþróun á samkeppnisforsendum geti ekki stuðlað að framförum á þessu sviði. Einmitt þannig fáum við stöðuna sem upp er komin í starfsumhverfi Landsnets og er fullkomlega rökrétt. Einokun og sérhagsmunagæsla Barack Obama sagði fyrr á árinu: Að gera ekkert er ákvörðun. Einmitt það hefur verið gert; ekkert. Staðan í dag er afleiðing af þeirri stóru ákvörðun. Landsnet er ítrekað staðið að vafasömum vinnubrögðum án þess að við því sé brugðist. Viðvarandi einokun og sérhagsmunagæsla hefur skilað okkur ónothæfum lausnum. Það fyrst og fremst er að valda tjóni í orkuiðnaði. Í stað þess að frjóvga jarðveginn fyrir nýja framtíðarsýn og lausnamiðaða tækniþróun á þessu umdeilda sviði stillir ráðherra sér upp í fremstu varnarlínu sérhagsmunaafla sem ætla að byggja 100 milljarða flutningskerfi á fortíðinni; án þess að uppfylla lögboðnar kröfur. Að orðstír Íslands sé lagður undir á þessum hæpnu forsendum eru mistök. Það þarf að endurskipuleggja starfsumhverfið um flutningskerfi raforku. Eða er ætlunin að sigla áfram sofandi inn í fortíðina? Með öðrum orðum; myndum við í dag byggja nýtt háskólasjúkrahús samkvæmt hugmyndafræði frá miðri síðustu öld? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Alvarleg staða Landsnets var fyrirsjáanleg. Og hún á að öllum líkindum eftir að versna. Fjallað var um þetta í blaðagreinum árið 2012 en Landsnet hafði þá þegar ratað inn á ógæfubrautir. Á fundi með iðnaðarráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, og skrifstofustjóra iðnaðar, Ingva Má Pálssyni, var sömuleiðis snert á málinu árið 2013. Staðan í dag – ósætti, tafir og óvissa – er rökrétt afleiðing af vinnubrögðum Landsnets, Bakki er bara enn eitt málið í langri röð slíkra mála. Verulegar líkur eru á að Landsnet eigi eftir að skaða íslenskan orkuiðnað enn frekar, óháð hinu fyrirsjáanlega óafturkræfa umhverfistjóni að ógleymdum óumdeildum neikvæðum áhrifum á stærstu atvinnugrein landsins; ferðamannaiðnað. Fólk flest er ekki upplýst um þá staðreynd að Landsnet gerir enn ráð fyrir sínum hefðbundnu lausnum (stálgrindum) í öllum fyrirliggjandi áætlunum um uppbyggingu raforkuflutningskerfisins; 100 milljarða uppbygging flutningskerfa framtíðarinnar verður keyrð áfram á fortíðinni. Jafnvel þótt stærstur hluti samfélagsins sé ósáttur við lausnir Landsnets er engu breytt í þessum efnum. Sem er áhugaverð staðreynd. Ólíklegt verður að teljast að áætlanir Landsnets eins og þær liggja fyrir verði nokkurn tíma samþykktar í samfélaginu. Það kemur ekki í veg fyrir að þær verði barðar í gegn með pólitísku valdi ef að líkum lætur. Áfram vaðið yfir fólk Það ætti ekki að vefjast fyrir Landsvirkjun, móðurfélagi Landsnets, að sjá hvert stefnir nú þegar fyrirtækið hefur komið sér upp vörumerkjasérfræðingi á raforkusviði. Ímynd vörunnar sem fyrirtækið byggir starfsemi sína á er jú afar mikilvæg. Raforkuflutningskerfi eru þekktasta birtingarmynd fyrirbærisins raforka og hún er neikvæð. Hún er ekki bara svolítið neikvæð, hún er svo illa liðin í samfélaginu að það er vart hægt að finna nokkuð svo mikilvægt sem á sama tíma mætir svo mikilli mótspyrnu. En menn láta sér ekki segjast, áfram er vaðið yfir fólk, fjöll og firnindi með slóð efnislegrar og óefnislegrar eyðileggingar í eftirdragi. Fleiri lögfræðingar og fleiri dómsmál er uppskeran. Skyldi þetta skapa jákvæða ímynd af raforku? Jákvæð ímynd vindorku á heimsvísu er ekki tilviljun heldur afrakstur frumkvöðlastarfs sem hófst í Danmörku. Danir enduruppgötvuðu vindorku og þróuðu betri tækni með nútímaverkfræði. Ætli það hefði skilað sama árangri að bjóða fram stálgráar vindmyllur reistar á hægryðgandi stálgrindaflækjum samkvæmt aðferðafræði frá miðri síðustu öld? Halda svo úti áróðri samtímis um að hér fari besta aðferðin og aðrar lausnir borgi sig ekki? Það var ekki sjálfgefið að hvít vindtúrbína á hvítum stofni yrði ein sterkasta táknmynd umhverfisvænnar orku í heiminum. Í stuttu máli byggir árangurinn á nýsköpun, tækniþróun og þekkingu Dana á mörgum sviðum. Slík uppskera krefst framtíðarsýnar. Framtíðarsýn yfirvalda á þessu sviði er mér ráðgáta, en virðist vera þessi: Hendum 100 milljörðum í hugsjónir og arfleifð sem ekki standast kröfur samtímans – hvorki tæknilega né umhverfislega – en setjum um leið einn lítinn sætan milljarð í nýsköpunarfyrirtækin svo þau geti leikið sér fram yfir kosningar. Byggjum á meðan skjaldborg um örfáa sérhagsmunaliða við eftirlaunaaldur, til að tryggja að úreltri 100 milljarða hugmyndafræði þeirra um raforkuflutningskerfi verði örugglega áfram þröngvað upp á samfélagið. Bein ríkisafskipti – s.s. með heimilun á upptöku lands eða skipan vanhæfra sérfræðinga í nefndir – ættu að koma með það sem upp á vantar, svo það sé alveg öruggt að rannsóknir og tækniþróun á samkeppnisforsendum geti ekki stuðlað að framförum á þessu sviði. Einmitt þannig fáum við stöðuna sem upp er komin í starfsumhverfi Landsnets og er fullkomlega rökrétt. Einokun og sérhagsmunagæsla Barack Obama sagði fyrr á árinu: Að gera ekkert er ákvörðun. Einmitt það hefur verið gert; ekkert. Staðan í dag er afleiðing af þeirri stóru ákvörðun. Landsnet er ítrekað staðið að vafasömum vinnubrögðum án þess að við því sé brugðist. Viðvarandi einokun og sérhagsmunagæsla hefur skilað okkur ónothæfum lausnum. Það fyrst og fremst er að valda tjóni í orkuiðnaði. Í stað þess að frjóvga jarðveginn fyrir nýja framtíðarsýn og lausnamiðaða tækniþróun á þessu umdeilda sviði stillir ráðherra sér upp í fremstu varnarlínu sérhagsmunaafla sem ætla að byggja 100 milljarða flutningskerfi á fortíðinni; án þess að uppfylla lögboðnar kröfur. Að orðstír Íslands sé lagður undir á þessum hæpnu forsendum eru mistök. Það þarf að endurskipuleggja starfsumhverfið um flutningskerfi raforku. Eða er ætlunin að sigla áfram sofandi inn í fortíðina? Með öðrum orðum; myndum við í dag byggja nýtt háskólasjúkrahús samkvæmt hugmyndafræði frá miðri síðustu öld? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun