Spurt um Finnafjörð Ögmundur Jónasson skrifar 22. september 2016 07:00 Hún var ekki fyrirferðarmikil Fréttablaðsfréttin fimmtudaginn fimmtánda september sl. um áform Þjóðverja um höfn í Finnafirði. Alla vega var hún minni um sig en umfang áformanna gefur tilefni til.Svona var fréttin „Við upplifum þetta þannig að það sé að færast aukin alvara í þessi áform,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, um heimsókn fulltrúa Bremenports sem hafa verið að skoða uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði. Haldnir hafa verið fundir með íbúum, landeigendum og sveitarstjórnarfulltrúum Langanesbyggðar og Vopnafjarðar undanfarna daga. „Fundirnir hafa verið mjög upplýsandi,“ segir Elías sem kveður góðan róm hafa verið gerðan að málinu. „En ég legg á það ríka áherslu að það er enginn viðskiptavinur kominn en trú þeirra á verkefninu virðist vera að aukast.“ Svo mörg voru þau orð. Ég þakka Fréttablaðinu fyrir að hafa þó einhver orð um málið og hafði blaðið reyndar áður gert það í örfrétt níunda september sl. Í öðrum fjölmiðlum hefur ríkt grafarþögn alla vega síðustu vikurnar eftir því sem ég kemst næst. Í tilvitnaðri frétt er talað um upplýsandi fundi. Ég hvet fjölmiðla til að upplýsa betur um þá fundi og grafa auk þess undir yfirborðið. Áform um stórskipahöfn á norðausturhorninu er ekki málefni fámennra byggða einna. Heldur þjóðarinnar allrar.Nú þarf að spyrja Gott væri til dæmis að fá svör við eftirfarandi: Í eigu hverra er fyrirtækið sem rekur stórhöfnina í Bremerhaven? Telja menn skipta máli hverjir fjárfestarnir eru og hvað vakir fyrir eigendum? Hver er talinn vera ávinningurinn af því fyrir íslenskt samfélag að reisa þarna stórskipahöfn? Hve marga erlenda verkamenn þyrfti að flytja til landsins til að sinna verkefninu? Kæmi samfélagið á svæðinu til með að ráða við að sinna innri uppbyggingu? Er talið til hagsbóta að erlend fyrirtæki hafi á sinni hendi íslenskar hafnir, rekstur þeirra og jafnvel eignarhald? Hver er talinn vera fjárhagslegur ávinningur fyrir þjóðarbúið, skiptir eignarhaldið máli í því samhengi? Hver er talin vera mengunaráhætta sem fylgir stórskipahöfn á heimsvísu? Reikna fjárfestarnir hana út eða íslensk umhverfisyfirvöld? Hvernig samræmast áform um að þjónusta skipaumferð um pólsvæðin alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga og markmiðum um verndun hafsins? Hvert er eðli þeirra samninga sem sveitarfélagið hefur gert við Bremenports og hvort/hvernig kemur ríkissjóður að þessu verkefni? Hefur ríkissjóður skuldbundið sig fjárhagslega til þess að liðka fyrir framkvæmdum í Finnafirði? Hvernig samræmast þessi áform landsskipulagi? Hvernig væri að ræða um Finnafjörð? Í mínum huga eru fréttirnar frá Finnafirði hrollvekjandi í sjálfu sér. Alvarlegri er þó þögnin sem umlykur málið og síðan náttúrlega sinnuleysið. Hvernig væri að breyta því og taka svolitla umræðusyrpu um Finnafjörð?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Hún var ekki fyrirferðarmikil Fréttablaðsfréttin fimmtudaginn fimmtánda september sl. um áform Þjóðverja um höfn í Finnafirði. Alla vega var hún minni um sig en umfang áformanna gefur tilefni til.Svona var fréttin „Við upplifum þetta þannig að það sé að færast aukin alvara í þessi áform,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, um heimsókn fulltrúa Bremenports sem hafa verið að skoða uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði. Haldnir hafa verið fundir með íbúum, landeigendum og sveitarstjórnarfulltrúum Langanesbyggðar og Vopnafjarðar undanfarna daga. „Fundirnir hafa verið mjög upplýsandi,“ segir Elías sem kveður góðan róm hafa verið gerðan að málinu. „En ég legg á það ríka áherslu að það er enginn viðskiptavinur kominn en trú þeirra á verkefninu virðist vera að aukast.“ Svo mörg voru þau orð. Ég þakka Fréttablaðinu fyrir að hafa þó einhver orð um málið og hafði blaðið reyndar áður gert það í örfrétt níunda september sl. Í öðrum fjölmiðlum hefur ríkt grafarþögn alla vega síðustu vikurnar eftir því sem ég kemst næst. Í tilvitnaðri frétt er talað um upplýsandi fundi. Ég hvet fjölmiðla til að upplýsa betur um þá fundi og grafa auk þess undir yfirborðið. Áform um stórskipahöfn á norðausturhorninu er ekki málefni fámennra byggða einna. Heldur þjóðarinnar allrar.Nú þarf að spyrja Gott væri til dæmis að fá svör við eftirfarandi: Í eigu hverra er fyrirtækið sem rekur stórhöfnina í Bremerhaven? Telja menn skipta máli hverjir fjárfestarnir eru og hvað vakir fyrir eigendum? Hver er talinn vera ávinningurinn af því fyrir íslenskt samfélag að reisa þarna stórskipahöfn? Hve marga erlenda verkamenn þyrfti að flytja til landsins til að sinna verkefninu? Kæmi samfélagið á svæðinu til með að ráða við að sinna innri uppbyggingu? Er talið til hagsbóta að erlend fyrirtæki hafi á sinni hendi íslenskar hafnir, rekstur þeirra og jafnvel eignarhald? Hver er talinn vera fjárhagslegur ávinningur fyrir þjóðarbúið, skiptir eignarhaldið máli í því samhengi? Hver er talin vera mengunaráhætta sem fylgir stórskipahöfn á heimsvísu? Reikna fjárfestarnir hana út eða íslensk umhverfisyfirvöld? Hvernig samræmast áform um að þjónusta skipaumferð um pólsvæðin alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga og markmiðum um verndun hafsins? Hvert er eðli þeirra samninga sem sveitarfélagið hefur gert við Bremenports og hvort/hvernig kemur ríkissjóður að þessu verkefni? Hefur ríkissjóður skuldbundið sig fjárhagslega til þess að liðka fyrir framkvæmdum í Finnafirði? Hvernig samræmast þessi áform landsskipulagi? Hvernig væri að ræða um Finnafjörð? Í mínum huga eru fréttirnar frá Finnafirði hrollvekjandi í sjálfu sér. Alvarlegri er þó þögnin sem umlykur málið og síðan náttúrlega sinnuleysið. Hvernig væri að breyta því og taka svolitla umræðusyrpu um Finnafjörð?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun