Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2016 11:37 Björn Bergmann Sigurðarson Mynd/Youtube/Molde Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. Heimir Hallgrímsson valdi Björg Bergmann nú á ný í landsliðið en hann hefur skorað 4 mörk í 6 leikjum með Molde í norsku úrvalsdeildinni í sumar. Björn Bergmann lék sinn eina landsleik þegar hann kom inná sem varamaður á móti Kýpur í september 2011.Sjá einnig:Sex mínútna landsliðsferill Björns Bergmanns: Vildi ekki spila fyrir Ísland og svaraði ekki í símann „Það er frábært að vera loksins kominn aftur inn í þetta," sagði Björn Bergmann Sigurðarson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Ég veit hvað mörg ár eru síðan ég spilaði síðast og þá fékk ég bara fimm mínútur. Það er því frábært að vera kominn til baka," sagði Björn Bergmann. Sér hann eftir því að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið á þessum tíma „Nei, alls ekki. Ég get ekki séð eftir þannig hlutum núna. Mér fannst ég ekki vera nógu þroskaður og var ekki tilbúinn. Ég vildi nota tímann í eitthvað annað en að vera í landsliðinu. Ég hafði þannig séð heldur ekki mikinn áhuga fyrir fótbolta," sagði Björn Bergmann. „Ég talaði við Heimi í síðustu viku. Hann sagði mér að það væri flott fyrir mig að koma inn í þetta núna því ég væri búinn að standa mig vel með Molde og ætti skilið að fá að vera með," sagði Björn Bergmann. „Ég fór þá í það að endurskoða þessa hluti og mér fannst ég vera búinn að þroskast það mikið að ég væri tilbúinn í það að taka þátt í þessari undankeppni. Það var líka gaman að heyra það frá Heimi að ég ætti skilið að vera í þessum hóp. Ég var því ekki lengi að hugsa málið þegar hann hringdi í mig," sagði Björn Bergmann. „Ég fylgist ekkert með fótbolta en eins og í fyrra þegar strákarnir í landsliðinu voru að spila þá fylgdist ég með öllum leikjunum. Ég var rosalega stoltur að sjá það hvað öllum gekk vel og að landið mitt var að standa sig á þessu sviði," sagði Björn Bergmann. „Ég tek bara einn dag í einu og hvert verkefni fyrir sig. Ef ég fær að spila eitthvað í þessum tveimur leikjum sem eru framundan og tekst að sýna það að éf eigi skilið að vera í þessum hóp þá vil ég að sjálfsögðu halda áfram að spila fyrir land og þjóð," sagði Björn Bergmann. „Það er draumurinn fyrir fótboltamenn að spila fyrir sitt land og ég er farinn að sjá það að það sé eitthvað sem ég á að gera," sagði Björn Bergmann. „Hugfarið mitt er allt annað og ég er farinn að sjá betur hvað maður á að setja í fyrsta sætið. Það eru ekki mörg ár í þessum fótbolta og það er því frábært að fá tækifæri til að spila fyrir landsliðið. Nú er rétti tíminn til að gera það," sagði Björn Bergmann. „Strákarnir hafa tekið rosalega vel á móti mér og þetta er frábær hópur. Það er rosalega gaman að vera hérna," sagði Björn en er hann bjartsýnn á það að fá einhverjar mínútur í leikjunum? „Ég vona það að ég fái mínútur. Það hafa verið meiðsli hjá framherjunum sem getur kannski hjálpað mér aðeins. Ég vona bara það besta. Ég er hundrað prósent klár í slaginn fyrir Ísland," sagði Björn Bergmann. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. Heimir Hallgrímsson valdi Björg Bergmann nú á ný í landsliðið en hann hefur skorað 4 mörk í 6 leikjum með Molde í norsku úrvalsdeildinni í sumar. Björn Bergmann lék sinn eina landsleik þegar hann kom inná sem varamaður á móti Kýpur í september 2011.Sjá einnig:Sex mínútna landsliðsferill Björns Bergmanns: Vildi ekki spila fyrir Ísland og svaraði ekki í símann „Það er frábært að vera loksins kominn aftur inn í þetta," sagði Björn Bergmann Sigurðarson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Ég veit hvað mörg ár eru síðan ég spilaði síðast og þá fékk ég bara fimm mínútur. Það er því frábært að vera kominn til baka," sagði Björn Bergmann. Sér hann eftir því að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið á þessum tíma „Nei, alls ekki. Ég get ekki séð eftir þannig hlutum núna. Mér fannst ég ekki vera nógu þroskaður og var ekki tilbúinn. Ég vildi nota tímann í eitthvað annað en að vera í landsliðinu. Ég hafði þannig séð heldur ekki mikinn áhuga fyrir fótbolta," sagði Björn Bergmann. „Ég talaði við Heimi í síðustu viku. Hann sagði mér að það væri flott fyrir mig að koma inn í þetta núna því ég væri búinn að standa mig vel með Molde og ætti skilið að fá að vera með," sagði Björn Bergmann. „Ég fór þá í það að endurskoða þessa hluti og mér fannst ég vera búinn að þroskast það mikið að ég væri tilbúinn í það að taka þátt í þessari undankeppni. Það var líka gaman að heyra það frá Heimi að ég ætti skilið að vera í þessum hóp. Ég var því ekki lengi að hugsa málið þegar hann hringdi í mig," sagði Björn Bergmann. „Ég fylgist ekkert með fótbolta en eins og í fyrra þegar strákarnir í landsliðinu voru að spila þá fylgdist ég með öllum leikjunum. Ég var rosalega stoltur að sjá það hvað öllum gekk vel og að landið mitt var að standa sig á þessu sviði," sagði Björn Bergmann. „Ég tek bara einn dag í einu og hvert verkefni fyrir sig. Ef ég fær að spila eitthvað í þessum tveimur leikjum sem eru framundan og tekst að sýna það að éf eigi skilið að vera í þessum hóp þá vil ég að sjálfsögðu halda áfram að spila fyrir land og þjóð," sagði Björn Bergmann. „Það er draumurinn fyrir fótboltamenn að spila fyrir sitt land og ég er farinn að sjá það að það sé eitthvað sem ég á að gera," sagði Björn Bergmann. „Hugfarið mitt er allt annað og ég er farinn að sjá betur hvað maður á að setja í fyrsta sætið. Það eru ekki mörg ár í þessum fótbolta og það er því frábært að fá tækifæri til að spila fyrir landsliðið. Nú er rétti tíminn til að gera það," sagði Björn Bergmann. „Strákarnir hafa tekið rosalega vel á móti mér og þetta er frábær hópur. Það er rosalega gaman að vera hérna," sagði Björn en er hann bjartsýnn á það að fá einhverjar mínútur í leikjunum? „Ég vona það að ég fái mínútur. Það hafa verið meiðsli hjá framherjunum sem getur kannski hjálpað mér aðeins. Ég vona bara það besta. Ég er hundrað prósent klár í slaginn fyrir Ísland," sagði Björn Bergmann.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira