Kvíði - Ekkert smámál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 17. október 2016 11:34 Íslendingar eiga heimsmet í notkun þunglyndislyfja og um daginn mættu 600 manns á fræðslufund foreldrafélaga í Kópavogi um kvíða og þunglyndi barna. Þessar staðreyndir segja meira en mörg orð um geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Við eigum fjöldann allan af frábærum sérfræðingum á sviði geðheilbrigðismála en takmarkað aðgengi er að þjónustunni nema fólk eigi þeim mun meira af peningum. Loksins geðheilbrigðisstefna Í vor samþykkti Alþingi geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlun á grundvelli þingsályktunar sem ég flutti. Þar er m.a. annars lagt til að framboð sálfræðiþjónustu í heilsugæslu verði aukið, komið verði á fót geðheilsuteymum, barna- og unglingageðdeild Landspítala verði styrkt og einnig að stuðningur við börn sem eiga foreldra með geðvanda verði aukinn. Næstu skref Geðheilbrigðisstefnan er mikilvægt skref en við í Samfylkingunni viljum gera miklu betur. Við ætlum að stórauka fjármagn til heilsugæslunnar svo að m.a. verði hægt að sinna geðheilbrigðisþjónustu betur með fjölbreyttum meðferðarúrræðum. Um þriðjungur þeirra sem leita til heilsugæslunnar glíma við tilfinningavanda. Oft er lausnin sú að skrifa upp á geðlyf því skortur er á ódýrum meðferðarúrræðum. Andleg vanlíðan er ekki lúxusvandamál heldur veruleiki fjölmargra. Þá munum við setja fjármuni í að ráða sálfræðinga í alla framhaldsskóla sem veiti ókeypis þjónustu í samræmi við þingsályktun sem ég lagði fram en komst ekki á dagskrá þingsins. Við munum einnig vinna markvisst að því að stytta biðlista barna og fullorðinna eftir greiningu og tryggja viðeigandi þjónustu í kjölfarið. Tíminn sem beðið er eftir greiningu er erfiður og það er algjörlega óþolandi að fjöldinn allur af fólki búi við skert lífsgæði um mánaða og árabil vegna langra biðlista. Með því að veita fólki ódýra og góða þjónustu snemma má koma í veg fyrir ýmsa líkamlega kvilla, brotthvarf úr skóla, fíknisjúkdóma og draga úr örorku. Áætlanir Samfylkingarinnar kosta peninga en í raun eru þetta smáaurar þegar litið er til þess samfélagslega ábata sem aukin vellíðan og hamingja fela í sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun Skoðun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga heimsmet í notkun þunglyndislyfja og um daginn mættu 600 manns á fræðslufund foreldrafélaga í Kópavogi um kvíða og þunglyndi barna. Þessar staðreyndir segja meira en mörg orð um geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Við eigum fjöldann allan af frábærum sérfræðingum á sviði geðheilbrigðismála en takmarkað aðgengi er að þjónustunni nema fólk eigi þeim mun meira af peningum. Loksins geðheilbrigðisstefna Í vor samþykkti Alþingi geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlun á grundvelli þingsályktunar sem ég flutti. Þar er m.a. annars lagt til að framboð sálfræðiþjónustu í heilsugæslu verði aukið, komið verði á fót geðheilsuteymum, barna- og unglingageðdeild Landspítala verði styrkt og einnig að stuðningur við börn sem eiga foreldra með geðvanda verði aukinn. Næstu skref Geðheilbrigðisstefnan er mikilvægt skref en við í Samfylkingunni viljum gera miklu betur. Við ætlum að stórauka fjármagn til heilsugæslunnar svo að m.a. verði hægt að sinna geðheilbrigðisþjónustu betur með fjölbreyttum meðferðarúrræðum. Um þriðjungur þeirra sem leita til heilsugæslunnar glíma við tilfinningavanda. Oft er lausnin sú að skrifa upp á geðlyf því skortur er á ódýrum meðferðarúrræðum. Andleg vanlíðan er ekki lúxusvandamál heldur veruleiki fjölmargra. Þá munum við setja fjármuni í að ráða sálfræðinga í alla framhaldsskóla sem veiti ókeypis þjónustu í samræmi við þingsályktun sem ég lagði fram en komst ekki á dagskrá þingsins. Við munum einnig vinna markvisst að því að stytta biðlista barna og fullorðinna eftir greiningu og tryggja viðeigandi þjónustu í kjölfarið. Tíminn sem beðið er eftir greiningu er erfiður og það er algjörlega óþolandi að fjöldinn allur af fólki búi við skert lífsgæði um mánaða og árabil vegna langra biðlista. Með því að veita fólki ódýra og góða þjónustu snemma má koma í veg fyrir ýmsa líkamlega kvilla, brotthvarf úr skóla, fíknisjúkdóma og draga úr örorku. Áætlanir Samfylkingarinnar kosta peninga en í raun eru þetta smáaurar þegar litið er til þess samfélagslega ábata sem aukin vellíðan og hamingja fela í sér.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar