Skýrsla Kidda: Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í vandræðum Kristinn Geir Friðriksson skrifar 13. október 2016 23:28 Hlynur Bæringsson skorar hér fyrir Stjörnuna í kvöld. Vísir/Ernir Stjarnan er með það lið í Domino‘s-deild karla sem vel flestir vilja meina að sé það lið í ár sem getur ornað KR eitthvað undir uggum. Í kvöld fékk liðið ÍR í heimsókn, sem söknuðu tilfinnanlega Kristins Marínóssonar og Stefán Karels Torfasonar, og þó margir spekingar (þar á meðal undirritaður) hefðu spáð vel mönnuðu liði Stjörnunnar nokkuð þægilegum sigri voru það gestirnir sem stálu senunni með frábærum varnarleik og oft á tíðum áræðnum sóknarleik.Díselvélin í Stjörnunni Stjörnumenn voru mjög lengi í gang og spurning hvernig vél Hrafn Kristjánsson þjálfari hefur undir húddinu; fyrsti fjórðungur var vægast sagt slakur sóknarlega og ekki furða að sömu spekingar og um ræðir hér að ofan hafi verið ögn hissa á hversu mikil og sterk áhrif áköf og hreyfanleg vörn andstæðinganna höfðu á liðið. Massamikið lið heimamanna lúffaði trekk í trekk í aðstæðum þar sem fólk átti venjulega von á að Stjörnumaður hefði átt að gera betur. Útkoman af spilamennsku þeirra í fyrri hálfleik var ekkert flókið algebrudæmi; ÍR-ingar yfirspiluðu heimamenn á báðum endum vallarins! ÍR spilaði af nokkru hugrekki og skipulagi í sókn þar sem menn voru bæði tilbúnir að skjóta og skapa; vörnin þétti vel inní teig og þó vissulega Stjörnumenn hafi fengið nokkur opin skot í kjölfarið þá hvorki hittu þeir vel, né náðu að skapa eitthvað. Fyrri hálfleikur var eign ÍR og voru þeir Matthías Orri Sigurðarson og Matt Hunter þeir sem drógu sóknarvagninn á meðan allt liðið átti skínandi varnartilburði. Undir lok fyrri hálfleiks gerðu Stjörnumenn hinsvegar gott áhlaup og staðan í hálfleik 29-36 og margir Garðbæingar önduðu léttar, haldandi að Stjarnan væri þarna búin að finna sína fjöl. Meira af því sama frá ÍR ÍR-ingar komu hinsvegar útí seinni hálfleik með sama offorsi og við upphaf leiks. Þeir skora fyrstu sex stigin og ná að halda þessum dampi vel inní þriðja hlutann. Á síðustu mínútum hlutans hittu gestirnir hrikalega illa og Stjörnumenn náðu að enda hlutann á hárri nótu. Vera má að þarna hafi grunnurinn verið lagður að sigrinum því Stjörnumenn voru á þessum kafla að spýta vel í vörnina sína og uppskáru stöðuna 46-51 fyrir lokafjórðung í stað þess að vera tíu til fimmtán stigum undir, eins og auðveldlega hefði getað orðið raunin. Stjörnumenn tóku fjórða hluta föstum varnartökum strax við upphaf hans, þökk sé góðri rispu sem á undan gekk. Þó svo að sókn heimamanna hafi ekki tekið alvarlegri umbreytingu þá skellti vörnin hlemm á allt sem hreyfðist með bolta liðið náði jafnt og þétt að brjóta ÍR á bak aftur og þreyta í leiðinni. Bekkur ÍR var grunnur og því þurftu lykilmenn að spila mikið og þetta bitnaði verulega á leik liðsins á lokamínútunum.Arnþór Freyr Guðmundsson.Vísir/ErnirÞáttur Arnþórs Þrátt fyrir góðan varnarleik náðu Stjörnumenn ekki að ná tökum á leiknum; heimamenn komust yfir þegar fjórar mínútur voru eftir og þegar rúm mínúta var eftir setti Arnþór þrist og munurinn þá fjögur stig. ÍR-ingar gerðu gríðarlega vel í að jafna leikinn en þegar um 16 sekúndur voru eftir smellir Arnþór öðrum þrist, sem reyndist sigurkarfan í leiknum. Frábær endir hjá Stjörnunni en að sama skapi grátlegur endir fyrir ÍR, sem gerði allt sem þurfti til að komast í sigurfærið. Þarna fer ÍR-lið sem hefur farið í einhverskonar yfirhalningu því áferðin á liðinu er allt önnur frá því fyrra og von á góðu með þessu áframhaldi.Spilamennska sem veit á gott Stjörnumenn lentu aftur í „óvæntum“ svaðilförum. Ófáir tapaðir boltar, sérstaklega í fyrri hálfleik, gáfu til kynna sinnuleysi og vanmat. Leikmenn virtust oft á tíðum hálfvankaðir eftir kveðju af sjómannssið og ljóst að það er margt sem þarf að slípast betur saman. Liðsmenn geta þakkað Arnóri þennan sigur skuldlaust því það var hans hugrekki á lokamínútum leiksins sem færði hann á silfurfati. Styrkur liðsins gægðist hinsvegar út um lúkarinn á fleyinu og sýndi annan þjóhnappinn; þetta er sigur sem reynsla liðsins ætti auðveldlega að nýta sem vistvænan eldvið. ÍR kom mjög á óvart með frábærum liðsvarnarleik. Þetta tókst liðinu stórlöskuðu og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig Borce nær að fullmóta sköpunarverk sitt. Skipulagið á liðinu var mun betra en oft síðustu ár og varnarleikurinn kröftugur, hreyfanlegur og ósérhlífinn. Það virðist vera kominn fítonskraftur í Breiðholti og því ber að fagna. Leikmenn þurfa hinsvegar að ávíta sjálfa sig fyrir að hafa tapað þessum leik í kvöld; þeir áttu geggjað tækifæri og ef ekki er haldið rétt á tilfinningum í kjölfar svona slyss þá eru allar líkur á að það endurtaki sig næst. Liðsmenn yfirspiluðu gríðarsterkt lið heimamanna á löngum köflum. Sóknin var ekki þung en það ætti að lagast ýmislegt þegar fullmannað verður í koti. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Njarðvík 83-104 | Ljónin átu lömbin í Fjárhúsinu Njarðvík vann stórsigur á Snæfelli er það sótti Hólmara heim í Fjárhúsið. 13. október 2016 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Ak. 94-82 | Stólarnir sigu fram úr í lokin Mamadou Samb átti góðan leik þegar Tindastóll vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu. 13. október 2016 20:45 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 92-88 | Grindvíkingar unnu í framlengingu Grindvíkingar unnu fjögurra stiga sigur á Haukum, 92-88, eftir framlengdan leik í Röstinni í Grindavík í kvöld í annarri umferð Domino´s deild karla í körfubolta. 13. október 2016 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - KR 76-90 | Nýliðarnir engin fyrirstaða fyrir meistarana KR náði að sigla öruggum sigri í höfn í heimsókn hjá nýliðum Skallagríms í Borgarnesi. 13. október 2016 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 63-58 | Stjörnumenn sluppu aftur með skrekkinn Stjörnumenn eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar í Domino´s deild karla í körfubolta en þeir hafa þurft að hafa mikið fyrir báðum sigrum sínum. 13. október 2016 21:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur Sjá meira
Stjarnan er með það lið í Domino‘s-deild karla sem vel flestir vilja meina að sé það lið í ár sem getur ornað KR eitthvað undir uggum. Í kvöld fékk liðið ÍR í heimsókn, sem söknuðu tilfinnanlega Kristins Marínóssonar og Stefán Karels Torfasonar, og þó margir spekingar (þar á meðal undirritaður) hefðu spáð vel mönnuðu liði Stjörnunnar nokkuð þægilegum sigri voru það gestirnir sem stálu senunni með frábærum varnarleik og oft á tíðum áræðnum sóknarleik.Díselvélin í Stjörnunni Stjörnumenn voru mjög lengi í gang og spurning hvernig vél Hrafn Kristjánsson þjálfari hefur undir húddinu; fyrsti fjórðungur var vægast sagt slakur sóknarlega og ekki furða að sömu spekingar og um ræðir hér að ofan hafi verið ögn hissa á hversu mikil og sterk áhrif áköf og hreyfanleg vörn andstæðinganna höfðu á liðið. Massamikið lið heimamanna lúffaði trekk í trekk í aðstæðum þar sem fólk átti venjulega von á að Stjörnumaður hefði átt að gera betur. Útkoman af spilamennsku þeirra í fyrri hálfleik var ekkert flókið algebrudæmi; ÍR-ingar yfirspiluðu heimamenn á báðum endum vallarins! ÍR spilaði af nokkru hugrekki og skipulagi í sókn þar sem menn voru bæði tilbúnir að skjóta og skapa; vörnin þétti vel inní teig og þó vissulega Stjörnumenn hafi fengið nokkur opin skot í kjölfarið þá hvorki hittu þeir vel, né náðu að skapa eitthvað. Fyrri hálfleikur var eign ÍR og voru þeir Matthías Orri Sigurðarson og Matt Hunter þeir sem drógu sóknarvagninn á meðan allt liðið átti skínandi varnartilburði. Undir lok fyrri hálfleiks gerðu Stjörnumenn hinsvegar gott áhlaup og staðan í hálfleik 29-36 og margir Garðbæingar önduðu léttar, haldandi að Stjarnan væri þarna búin að finna sína fjöl. Meira af því sama frá ÍR ÍR-ingar komu hinsvegar útí seinni hálfleik með sama offorsi og við upphaf leiks. Þeir skora fyrstu sex stigin og ná að halda þessum dampi vel inní þriðja hlutann. Á síðustu mínútum hlutans hittu gestirnir hrikalega illa og Stjörnumenn náðu að enda hlutann á hárri nótu. Vera má að þarna hafi grunnurinn verið lagður að sigrinum því Stjörnumenn voru á þessum kafla að spýta vel í vörnina sína og uppskáru stöðuna 46-51 fyrir lokafjórðung í stað þess að vera tíu til fimmtán stigum undir, eins og auðveldlega hefði getað orðið raunin. Stjörnumenn tóku fjórða hluta föstum varnartökum strax við upphaf hans, þökk sé góðri rispu sem á undan gekk. Þó svo að sókn heimamanna hafi ekki tekið alvarlegri umbreytingu þá skellti vörnin hlemm á allt sem hreyfðist með bolta liðið náði jafnt og þétt að brjóta ÍR á bak aftur og þreyta í leiðinni. Bekkur ÍR var grunnur og því þurftu lykilmenn að spila mikið og þetta bitnaði verulega á leik liðsins á lokamínútunum.Arnþór Freyr Guðmundsson.Vísir/ErnirÞáttur Arnþórs Þrátt fyrir góðan varnarleik náðu Stjörnumenn ekki að ná tökum á leiknum; heimamenn komust yfir þegar fjórar mínútur voru eftir og þegar rúm mínúta var eftir setti Arnþór þrist og munurinn þá fjögur stig. ÍR-ingar gerðu gríðarlega vel í að jafna leikinn en þegar um 16 sekúndur voru eftir smellir Arnþór öðrum þrist, sem reyndist sigurkarfan í leiknum. Frábær endir hjá Stjörnunni en að sama skapi grátlegur endir fyrir ÍR, sem gerði allt sem þurfti til að komast í sigurfærið. Þarna fer ÍR-lið sem hefur farið í einhverskonar yfirhalningu því áferðin á liðinu er allt önnur frá því fyrra og von á góðu með þessu áframhaldi.Spilamennska sem veit á gott Stjörnumenn lentu aftur í „óvæntum“ svaðilförum. Ófáir tapaðir boltar, sérstaklega í fyrri hálfleik, gáfu til kynna sinnuleysi og vanmat. Leikmenn virtust oft á tíðum hálfvankaðir eftir kveðju af sjómannssið og ljóst að það er margt sem þarf að slípast betur saman. Liðsmenn geta þakkað Arnóri þennan sigur skuldlaust því það var hans hugrekki á lokamínútum leiksins sem færði hann á silfurfati. Styrkur liðsins gægðist hinsvegar út um lúkarinn á fleyinu og sýndi annan þjóhnappinn; þetta er sigur sem reynsla liðsins ætti auðveldlega að nýta sem vistvænan eldvið. ÍR kom mjög á óvart með frábærum liðsvarnarleik. Þetta tókst liðinu stórlöskuðu og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig Borce nær að fullmóta sköpunarverk sitt. Skipulagið á liðinu var mun betra en oft síðustu ár og varnarleikurinn kröftugur, hreyfanlegur og ósérhlífinn. Það virðist vera kominn fítonskraftur í Breiðholti og því ber að fagna. Leikmenn þurfa hinsvegar að ávíta sjálfa sig fyrir að hafa tapað þessum leik í kvöld; þeir áttu geggjað tækifæri og ef ekki er haldið rétt á tilfinningum í kjölfar svona slyss þá eru allar líkur á að það endurtaki sig næst. Liðsmenn yfirspiluðu gríðarsterkt lið heimamanna á löngum köflum. Sóknin var ekki þung en það ætti að lagast ýmislegt þegar fullmannað verður í koti.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Njarðvík 83-104 | Ljónin átu lömbin í Fjárhúsinu Njarðvík vann stórsigur á Snæfelli er það sótti Hólmara heim í Fjárhúsið. 13. október 2016 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Ak. 94-82 | Stólarnir sigu fram úr í lokin Mamadou Samb átti góðan leik þegar Tindastóll vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu. 13. október 2016 20:45 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 92-88 | Grindvíkingar unnu í framlengingu Grindvíkingar unnu fjögurra stiga sigur á Haukum, 92-88, eftir framlengdan leik í Röstinni í Grindavík í kvöld í annarri umferð Domino´s deild karla í körfubolta. 13. október 2016 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - KR 76-90 | Nýliðarnir engin fyrirstaða fyrir meistarana KR náði að sigla öruggum sigri í höfn í heimsókn hjá nýliðum Skallagríms í Borgarnesi. 13. október 2016 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 63-58 | Stjörnumenn sluppu aftur með skrekkinn Stjörnumenn eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar í Domino´s deild karla í körfubolta en þeir hafa þurft að hafa mikið fyrir báðum sigrum sínum. 13. október 2016 21:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Njarðvík 83-104 | Ljónin átu lömbin í Fjárhúsinu Njarðvík vann stórsigur á Snæfelli er það sótti Hólmara heim í Fjárhúsið. 13. október 2016 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Ak. 94-82 | Stólarnir sigu fram úr í lokin Mamadou Samb átti góðan leik þegar Tindastóll vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu. 13. október 2016 20:45
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 92-88 | Grindvíkingar unnu í framlengingu Grindvíkingar unnu fjögurra stiga sigur á Haukum, 92-88, eftir framlengdan leik í Röstinni í Grindavík í kvöld í annarri umferð Domino´s deild karla í körfubolta. 13. október 2016 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - KR 76-90 | Nýliðarnir engin fyrirstaða fyrir meistarana KR náði að sigla öruggum sigri í höfn í heimsókn hjá nýliðum Skallagríms í Borgarnesi. 13. október 2016 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 63-58 | Stjörnumenn sluppu aftur með skrekkinn Stjörnumenn eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar í Domino´s deild karla í körfubolta en þeir hafa þurft að hafa mikið fyrir báðum sigrum sínum. 13. október 2016 21:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum