„Barnið mitt er ódýrara en barnið þitt" Þórdís Valsdóttir skrifar 12. október 2016 18:27 „Barnið mitt er ódýrara en barnið þitt," sagði móðir stúlku sem fæddist þann 14. október við móður drengsins sem fæddist rétt eftir miðnætti þann 15. október. Nánar tiltekið allt að 1,2 milljónum króna ódýrara - að mati ríkisstjórnarinnar. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi voru hækkaðar umtalsvert í síðustu viku og miðast gildistaka reglugerðarinnar við börn sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur, 15. október. Ég fagna þessari breytingu en er skilin eftir með þá hugsun að barnið mitt, sem er tæplega tveggja mánaða, sé annars flokks. Fyrir mér er barnið mitt auðvitað fyrsta flokks en með þessum reglum fæ ég þau skilaboð frá stjórnvöldum að hún sé annars flokks vegna þess að vinkona mín, sem eignast barn í næstu viku, fær allt að 130 þúsund krónum hærri greiðslu á mánuði en ég. Ég skil að einhvers staðar þurfi að draga mörkin og þar er mikilvægt að við, foreldrarnir, drögum mörkin. Það er mikilvægt að mitt barn fái aldrei þau skilaboð að það sé annars flokks, jafnvel þó ég fái þau skilaboð. Að mínu mati ætti breyting sem þessi að taka gildi um áramót eins og venja ber til og hefur tíðkast. Ef ákvörðun er tekin um að hækkunin taki gildi frá annarri tiltekinni dagsetningu þá ætti hún að gilda fyrir alla þá sem eiga eftir að þiggja greiðslur frá sjóðnum frá gildistöku reglugerðarinnar. Árni Páll Árnason gerði breytinguna að umtalsefni á Alþingi í dag og ég vil vitna í hann. „Hvaða rugl er þetta?". Í dag braut Unnur Brá Konráðsdóttir í blað í sögu Alþingis þegar hún gaf barni sínu brjóst í ræðustóli og sendi þar með þeim mæðrum, sem heima sitja og reyna að halda öllu gangandi og vilja með engu móti missa af börnum sínum vegna vinnu og skyldna, mikilvæg og góð skilaboð. Ég vænti þess að þeir sem hafa fjárveitingarvald og hinn ágæti ráðherra Eygló Harðardóttir nái því í gegn að jafnrétti ríki um greiðslur úr fæðingarorlofssjóði svo að börn séu ekki dregin í dilka eins og nú er gert við sauðfé landsins. Ég finn til með þeim konum sem eru á steypinum með krosslagðar lappir að vonast til þess að barnið þeirra komi ekki í heiminn fyrr en eftir miðnætti á föstudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Barnið mitt er ódýrara en barnið þitt," sagði móðir stúlku sem fæddist þann 14. október við móður drengsins sem fæddist rétt eftir miðnætti þann 15. október. Nánar tiltekið allt að 1,2 milljónum króna ódýrara - að mati ríkisstjórnarinnar. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi voru hækkaðar umtalsvert í síðustu viku og miðast gildistaka reglugerðarinnar við börn sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur, 15. október. Ég fagna þessari breytingu en er skilin eftir með þá hugsun að barnið mitt, sem er tæplega tveggja mánaða, sé annars flokks. Fyrir mér er barnið mitt auðvitað fyrsta flokks en með þessum reglum fæ ég þau skilaboð frá stjórnvöldum að hún sé annars flokks vegna þess að vinkona mín, sem eignast barn í næstu viku, fær allt að 130 þúsund krónum hærri greiðslu á mánuði en ég. Ég skil að einhvers staðar þurfi að draga mörkin og þar er mikilvægt að við, foreldrarnir, drögum mörkin. Það er mikilvægt að mitt barn fái aldrei þau skilaboð að það sé annars flokks, jafnvel þó ég fái þau skilaboð. Að mínu mati ætti breyting sem þessi að taka gildi um áramót eins og venja ber til og hefur tíðkast. Ef ákvörðun er tekin um að hækkunin taki gildi frá annarri tiltekinni dagsetningu þá ætti hún að gilda fyrir alla þá sem eiga eftir að þiggja greiðslur frá sjóðnum frá gildistöku reglugerðarinnar. Árni Páll Árnason gerði breytinguna að umtalsefni á Alþingi í dag og ég vil vitna í hann. „Hvaða rugl er þetta?". Í dag braut Unnur Brá Konráðsdóttir í blað í sögu Alþingis þegar hún gaf barni sínu brjóst í ræðustóli og sendi þar með þeim mæðrum, sem heima sitja og reyna að halda öllu gangandi og vilja með engu móti missa af börnum sínum vegna vinnu og skyldna, mikilvæg og góð skilaboð. Ég vænti þess að þeir sem hafa fjárveitingarvald og hinn ágæti ráðherra Eygló Harðardóttir nái því í gegn að jafnrétti ríki um greiðslur úr fæðingarorlofssjóði svo að börn séu ekki dregin í dilka eins og nú er gert við sauðfé landsins. Ég finn til með þeim konum sem eru á steypinum með krosslagðar lappir að vonast til þess að barnið þeirra komi ekki í heiminn fyrr en eftir miðnætti á föstudag.
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar