Nú er að duga eða drepast Ellert B. Schram skrifar 12. október 2016 07:00 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ásamt Gráa hernum efndu til opins fundar í Háskólabíói fyrir skömmu. Málefni eldri borgara voru á dagskrá. Þar var fullt út úr dyrum, af fólki á þessu æviskeiði. Fulltrúar allra framboðsflokkanna voru mættir til svara. Er skemmst frá því að segja að nánast allir frambjóðendurnir studdu þá breytingu að framfærslubætur gagnvart þeim sem ekki hafa neinar aðrar tekjur, hækkuðu að minnsta kosti í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði frá almannatryggingum. Og skattur verði ekki lagður á þá lús. Þar til viðbótar voru jákvæðar undirtektir um þá stefnu að afnema meinlokuna í almannatryggingarkerfinu, fátæktargildruna, skerðinguna um krónu á móti krónu. Þetta var meginniðurstaðan á þessum fjöldafundi. Það var augljóst að frambjóðendur flokkanna áttuðu sig á andrúmsloftinu og kröfunni sem fólkið í salnum gerði til stjórnvalda og stjórnmálaflokkanna. Meira að segja ríkisstjórnin tók við sér nú um helgina og kynnti breytingar í þessum málaflokki. Það var í sjálfu sér virðingarvert. Svo langt sem það nær. Lágmarksupphæð frá almannatryggingunum á að hækka í þrjú hundruð þúsund krónur, en þó ekki fyrr en 2018. Auk þess er lagt til að frítekjumarkið verði hækkað í 25 þús. kr. í stað krónu á móti krónu. Þetta þýðir að þegar eldri borgari vinnur sér inn 100 þús. kr. í launatekjur, fær hann útborgaðar 29 þús. Sem er ekkert annað en brandari og löðrungur framan í það fólk, sem býr við þetta regluverk. Eftirlaunin lækka um 33.750 kr. og skattur miðað við lægstu þrep verður kr. 37.130. Útspil ríkisstjórnarinnar er því miður sýnd veiði en ekki gefin. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá velferðarráðherra um ýmsar breytingar og lagfæringar er varða reglur og lög sem snúa að öldruðum, sem hefur bæði kosti og galla. Þar er hugsað til lengri framtíðar, um einföldun kerfisins, sveigjanlegan vinnutíma og eftir atvikum hærri greiðslur ef viðkomandi dregur að taka út sinn lífeyri. Samkvæmt nýjustu samþykkt ríkisstjórnarinnar á að flýta fyrir þessum breytingum, til að minnka útgjöld tryggingakerfisins sem þýðir sömuleiðis að færri krónur falla í vasa gamla fólksins.Meingallað hænufet Ef frá er skilið það skref sem ríkisstjórnin boðar eftir rúmlega heilt ár varðandi hækkun lágmarksbóta, þá er þetta útspil stjórnarflokkanna meingallað hænufet. Það er ekki tekið á því stóra máli, megin máli, að rétta hlut þeirra sem minnst eiga og minnst fá. Fjögur þúsund karla og kvenna, sem um þessar mundir eiga vart til hnífs eða skeiðar. Leiðrétting gagnvart því fólki er forsenda og lykilatriði í þeirri baráttu sem allt góðviljað fólk getur stutt og tekið undir. Það er einfaldlega forgangsmálið. Og það strax. Hitt er svo óútkljáð og vanrækt að hækka frítekjumarkið og hækka persónuafsláttinn svo fólk haldi óskertum þeim tekjum sem eldri borgarar vinna sér inn, án þess að tryggingabæturnar séu skertar. Skilaboðin til flokka og frambjóðenda eru skýr. Langþreyttur meirihluti eldri borgara hefur gert það upp við sig að atkvæði og stuðningur þeirra fer til þeirra flokka, sem skilja og styðja þá réttlátu kröfu, að hagur verst settu öldunga þessa lands, verði betrumbættur af myndugleik. Að fátæktargildran sé afnumin í kerfinu. Að komandi kynslóðir geti búið við mannsæmandi kjör. Þetta eru skilaboðin frá þúsund manna fundinum í Háskólabíó. Nú er að duga eða drepast.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ásamt Gráa hernum efndu til opins fundar í Háskólabíói fyrir skömmu. Málefni eldri borgara voru á dagskrá. Þar var fullt út úr dyrum, af fólki á þessu æviskeiði. Fulltrúar allra framboðsflokkanna voru mættir til svara. Er skemmst frá því að segja að nánast allir frambjóðendurnir studdu þá breytingu að framfærslubætur gagnvart þeim sem ekki hafa neinar aðrar tekjur, hækkuðu að minnsta kosti í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði frá almannatryggingum. Og skattur verði ekki lagður á þá lús. Þar til viðbótar voru jákvæðar undirtektir um þá stefnu að afnema meinlokuna í almannatryggingarkerfinu, fátæktargildruna, skerðinguna um krónu á móti krónu. Þetta var meginniðurstaðan á þessum fjöldafundi. Það var augljóst að frambjóðendur flokkanna áttuðu sig á andrúmsloftinu og kröfunni sem fólkið í salnum gerði til stjórnvalda og stjórnmálaflokkanna. Meira að segja ríkisstjórnin tók við sér nú um helgina og kynnti breytingar í þessum málaflokki. Það var í sjálfu sér virðingarvert. Svo langt sem það nær. Lágmarksupphæð frá almannatryggingunum á að hækka í þrjú hundruð þúsund krónur, en þó ekki fyrr en 2018. Auk þess er lagt til að frítekjumarkið verði hækkað í 25 þús. kr. í stað krónu á móti krónu. Þetta þýðir að þegar eldri borgari vinnur sér inn 100 þús. kr. í launatekjur, fær hann útborgaðar 29 þús. Sem er ekkert annað en brandari og löðrungur framan í það fólk, sem býr við þetta regluverk. Eftirlaunin lækka um 33.750 kr. og skattur miðað við lægstu þrep verður kr. 37.130. Útspil ríkisstjórnarinnar er því miður sýnd veiði en ekki gefin. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá velferðarráðherra um ýmsar breytingar og lagfæringar er varða reglur og lög sem snúa að öldruðum, sem hefur bæði kosti og galla. Þar er hugsað til lengri framtíðar, um einföldun kerfisins, sveigjanlegan vinnutíma og eftir atvikum hærri greiðslur ef viðkomandi dregur að taka út sinn lífeyri. Samkvæmt nýjustu samþykkt ríkisstjórnarinnar á að flýta fyrir þessum breytingum, til að minnka útgjöld tryggingakerfisins sem þýðir sömuleiðis að færri krónur falla í vasa gamla fólksins.Meingallað hænufet Ef frá er skilið það skref sem ríkisstjórnin boðar eftir rúmlega heilt ár varðandi hækkun lágmarksbóta, þá er þetta útspil stjórnarflokkanna meingallað hænufet. Það er ekki tekið á því stóra máli, megin máli, að rétta hlut þeirra sem minnst eiga og minnst fá. Fjögur þúsund karla og kvenna, sem um þessar mundir eiga vart til hnífs eða skeiðar. Leiðrétting gagnvart því fólki er forsenda og lykilatriði í þeirri baráttu sem allt góðviljað fólk getur stutt og tekið undir. Það er einfaldlega forgangsmálið. Og það strax. Hitt er svo óútkljáð og vanrækt að hækka frítekjumarkið og hækka persónuafsláttinn svo fólk haldi óskertum þeim tekjum sem eldri borgarar vinna sér inn, án þess að tryggingabæturnar séu skertar. Skilaboðin til flokka og frambjóðenda eru skýr. Langþreyttur meirihluti eldri borgara hefur gert það upp við sig að atkvæði og stuðningur þeirra fer til þeirra flokka, sem skilja og styðja þá réttlátu kröfu, að hagur verst settu öldunga þessa lands, verði betrumbættur af myndugleik. Að fátæktargildran sé afnumin í kerfinu. Að komandi kynslóðir geti búið við mannsæmandi kjör. Þetta eru skilaboðin frá þúsund manna fundinum í Háskólabíó. Nú er að duga eða drepast.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun