Eyjólfur: Ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið á móti Tyrkjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 19:30 Eyjólfur Sverrisson nú á möguleika á því að skila 21 árs landsliðinu í fótbolta aftur inn í úrslitakeppni Evrópumótsins en til þess þurfa strákarnir hans að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á morgun. Efsta sætið í riðlinum gefur sæti í úrslitakeppninni í Póllandi næsta sumar og það er öruggt að Makedónía og Frakkland verða bæði neðar en Ísland takist strákunum að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum í kvöld. Eyjólfur þjálfaði einnig 21 árs landsliðið sem komst í úrslitakeppni EM í Danmörku sumarið 2011 en lykilmenn þess liðs hafa síðar gert garðinn frægan með A-landsliðinu. „Við ætlum okkur á EM og þá þurfum við að vinna þennan leik. Það er einmitt það sem við ætlum að gera. Við sögðum það fyrir keppnina að við þyrftum að enda í efsta sæti til þess að komast á EM. Með sigri þá náum við því og við stefnum á það,“ sagði Eyjólfur Sverrisson í viðtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann 365, á æfingu íslenska liðsins í Laugardalnum í dag. Er þetta úkraínska lið sterkara en það skoska sem íslenska liðið vann í síðustu viku. „Þetta eru svipuð lið og ég reikna með jöfnum leik. Þetta verður baráttuleikur og við ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið gerði í gær eða með miklum sigurvilja og ákveðni. Takist það þá eigum við alla möguleika á því að vinna þennan leik, “ sagði Eyjólfur „Við sáum vinnsluna í A-landsliðinu í gær og þar sýndu allir sem einn gríðarlega baráttu. Það er líka það sem hefur verið okkar aðalsmerki í þessari keppni. Við ætlum okkur að halda því áfram,“ sagði Eyjólfur „Það verða einhverjar breytingar og það eru einhver smá meiðsli. Við þurfum því að sjá til,“ sagði Eyjólfur um það hvort hann ætli að breyta liðinu sem vann Skota á miðvikudaginn var. Eyjólfur fór með 21 árs landsliðið á EM 2011 en getur hann borið þessi tvö lið saman. „Ég er búinn að vera með 21 árs liðið í þremur keppnum og þetta eru allt mjög mismundandi lið. Eitt var mjög teknískt sóknarlið, annað var stórt, sterkt og massíft lið. Þetta lið er svona blanda af hinum tveimur, “ sagði Eyjólfur „Við reynum að gera það besta með þá leikmenn sem við höfum. Við reynum að stilla þá saman þannig að þeir séu að spila sama fótboltann og að allir séu að róa í sömu átt,“ sagði Eyjólfur. Hann er mjög ánægður með liðið sitt hingað til í keppninni. „Við höfum sýnt frábæra leiki og þetta hefur verið frábært mót hjá liðinu. Við ætlum að halda því áfram og ljúka því annað kvöld,,“ sagði Eyjólfur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Eyjólf Sverrisson hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson nú á möguleika á því að skila 21 árs landsliðinu í fótbolta aftur inn í úrslitakeppni Evrópumótsins en til þess þurfa strákarnir hans að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á morgun. Efsta sætið í riðlinum gefur sæti í úrslitakeppninni í Póllandi næsta sumar og það er öruggt að Makedónía og Frakkland verða bæði neðar en Ísland takist strákunum að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum í kvöld. Eyjólfur þjálfaði einnig 21 árs landsliðið sem komst í úrslitakeppni EM í Danmörku sumarið 2011 en lykilmenn þess liðs hafa síðar gert garðinn frægan með A-landsliðinu. „Við ætlum okkur á EM og þá þurfum við að vinna þennan leik. Það er einmitt það sem við ætlum að gera. Við sögðum það fyrir keppnina að við þyrftum að enda í efsta sæti til þess að komast á EM. Með sigri þá náum við því og við stefnum á það,“ sagði Eyjólfur Sverrisson í viðtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann 365, á æfingu íslenska liðsins í Laugardalnum í dag. Er þetta úkraínska lið sterkara en það skoska sem íslenska liðið vann í síðustu viku. „Þetta eru svipuð lið og ég reikna með jöfnum leik. Þetta verður baráttuleikur og við ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið gerði í gær eða með miklum sigurvilja og ákveðni. Takist það þá eigum við alla möguleika á því að vinna þennan leik, “ sagði Eyjólfur „Við sáum vinnsluna í A-landsliðinu í gær og þar sýndu allir sem einn gríðarlega baráttu. Það er líka það sem hefur verið okkar aðalsmerki í þessari keppni. Við ætlum okkur að halda því áfram,“ sagði Eyjólfur „Það verða einhverjar breytingar og það eru einhver smá meiðsli. Við þurfum því að sjá til,“ sagði Eyjólfur um það hvort hann ætli að breyta liðinu sem vann Skota á miðvikudaginn var. Eyjólfur fór með 21 árs landsliðið á EM 2011 en getur hann borið þessi tvö lið saman. „Ég er búinn að vera með 21 árs liðið í þremur keppnum og þetta eru allt mjög mismundandi lið. Eitt var mjög teknískt sóknarlið, annað var stórt, sterkt og massíft lið. Þetta lið er svona blanda af hinum tveimur, “ sagði Eyjólfur „Við reynum að gera það besta með þá leikmenn sem við höfum. Við reynum að stilla þá saman þannig að þeir séu að spila sama fótboltann og að allir séu að róa í sömu átt,“ sagði Eyjólfur. Hann er mjög ánægður með liðið sitt hingað til í keppninni. „Við höfum sýnt frábæra leiki og þetta hefur verið frábært mót hjá liðinu. Við ætlum að halda því áfram og ljúka því annað kvöld,,“ sagði Eyjólfur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Eyjólf Sverrisson hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira