Tími þöggunar er liðinn Steinunn Ýr Einarsdóttir skrifar 25. október 2016 09:00 Kynferðisofbeldi er raunveruleg ógn við jafnrétti kynjanna. Vandinn er víðtækur og snertir allt samfélagið. Til þess að ná raunverulegum árangri þarf samhellt forvarnar- og fræðsluátak ásamt því að auka þjónustu við brotaþola og gera nauðsynlegar kerfisbreytingar. Vitundarvakning hefur orðið um kynferðisofbeldi með Beauty tips byltingunni, frelsun geirvörtunnar og Druslugöngunni en slíkt ofbeldi er allt of algengt í okkar samfélagi. Vandinn mun ekki hverfa með því að líta undan og tími þöggunar er liðinn.Fækkum þolendum til að fækka gerendum Koma þarf á langtíma forvörnum og fræðsluátaki gegn kynferðisofbeldi sem miða að því að fækka gerendum til þess að fækka þolendum. Afleiðingar kynferðisofbeldis hefur áhrif á allt samfélagið. Samkvæmt tölum hefur fjórðungur kvenna á Íslandi verið beittur kynferðisofbeldi af hálfu karlmanns.Sama þjónustan fyrir alla Allir brotaþolar eiga að geta sótt gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu, óháð aðstæðum, búsetu eða efnahag, ásamt því að styrkja félagasamtök sem beita sér gegn kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Samræma þarf verklag milli lögregluumdæma til þess að tryggja að allir þolendur mæti sama verklagi hvar sem þeir tilkynna um brot og sérmenntun lögreglumanna og efling kynferðisbrotadeildar á landsvísu er nauðsynleg. Það á ekki að skipta máli hver er á vakt, allir lögregluþjónar eiga að vera vel að sér í meðferð kynferðisbrota og verklagið vera skýrt svo jafnvel óreyndur lögregluþjónn geti gengið inn í fyrirframgefið verklag.Víðtækar aðgerðir Til þess að geta farið í víðtækar aðgerðir gegn kynferðisofbeldi þarf fyrst og fremst að greina vandann ítarlega og efla rannsóknir. Styrkja þarf Jafnréttisstofu til að hún geti sinnt sínu lögbundna hlutverki sem er að hafa eftirlit með að jafnréttislögum og sinna rannsóknar og fræðslustarfi. Aðgerðaráætlun gegn kynferðisofbeldi á að gera á fjögurra ári fresti en því hefur ekki verið sinnt hjá núverandi stjórnvöldum. Slík aðgerðaráætlun ætti að byggja á ígrunduðum rannsóknum og hafa skýr markmið svo hægt sé að mæla árangur.Uppræta ofbeldi Að uppræta ofbeldi í samfélaginu er baráttumál sem þjóðin ætti að sameinast um og mun gagnast öllum, þolendum, aðstandendum, kerfinu og óháðum ef þeir eru einhverjir. Samfylkingin vill að það verði forgangsverkefni næstu ríkisstjórnar að gera allsherjar aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Sú aðgerðaráætlun sem við höfum lagt til leggur áherslu á forvarnir og fræðslu, að bæta þjónustu fyrir brotaþola um allt land, að gerðar verði kerfisbreytingar fyrir þolendur og betri greiningar á umfangi vandans.Höfundur er Steinunn Ýr Einarsdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í fjórða sæti Reykjavíkurkjördæmis norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi er raunveruleg ógn við jafnrétti kynjanna. Vandinn er víðtækur og snertir allt samfélagið. Til þess að ná raunverulegum árangri þarf samhellt forvarnar- og fræðsluátak ásamt því að auka þjónustu við brotaþola og gera nauðsynlegar kerfisbreytingar. Vitundarvakning hefur orðið um kynferðisofbeldi með Beauty tips byltingunni, frelsun geirvörtunnar og Druslugöngunni en slíkt ofbeldi er allt of algengt í okkar samfélagi. Vandinn mun ekki hverfa með því að líta undan og tími þöggunar er liðinn.Fækkum þolendum til að fækka gerendum Koma þarf á langtíma forvörnum og fræðsluátaki gegn kynferðisofbeldi sem miða að því að fækka gerendum til þess að fækka þolendum. Afleiðingar kynferðisofbeldis hefur áhrif á allt samfélagið. Samkvæmt tölum hefur fjórðungur kvenna á Íslandi verið beittur kynferðisofbeldi af hálfu karlmanns.Sama þjónustan fyrir alla Allir brotaþolar eiga að geta sótt gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu, óháð aðstæðum, búsetu eða efnahag, ásamt því að styrkja félagasamtök sem beita sér gegn kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Samræma þarf verklag milli lögregluumdæma til þess að tryggja að allir þolendur mæti sama verklagi hvar sem þeir tilkynna um brot og sérmenntun lögreglumanna og efling kynferðisbrotadeildar á landsvísu er nauðsynleg. Það á ekki að skipta máli hver er á vakt, allir lögregluþjónar eiga að vera vel að sér í meðferð kynferðisbrota og verklagið vera skýrt svo jafnvel óreyndur lögregluþjónn geti gengið inn í fyrirframgefið verklag.Víðtækar aðgerðir Til þess að geta farið í víðtækar aðgerðir gegn kynferðisofbeldi þarf fyrst og fremst að greina vandann ítarlega og efla rannsóknir. Styrkja þarf Jafnréttisstofu til að hún geti sinnt sínu lögbundna hlutverki sem er að hafa eftirlit með að jafnréttislögum og sinna rannsóknar og fræðslustarfi. Aðgerðaráætlun gegn kynferðisofbeldi á að gera á fjögurra ári fresti en því hefur ekki verið sinnt hjá núverandi stjórnvöldum. Slík aðgerðaráætlun ætti að byggja á ígrunduðum rannsóknum og hafa skýr markmið svo hægt sé að mæla árangur.Uppræta ofbeldi Að uppræta ofbeldi í samfélaginu er baráttumál sem þjóðin ætti að sameinast um og mun gagnast öllum, þolendum, aðstandendum, kerfinu og óháðum ef þeir eru einhverjir. Samfylkingin vill að það verði forgangsverkefni næstu ríkisstjórnar að gera allsherjar aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Sú aðgerðaráætlun sem við höfum lagt til leggur áherslu á forvarnir og fræðslu, að bæta þjónustu fyrir brotaþola um allt land, að gerðar verði kerfisbreytingar fyrir þolendur og betri greiningar á umfangi vandans.Höfundur er Steinunn Ýr Einarsdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í fjórða sæti Reykjavíkurkjördæmis norður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar