Piratar vilja aðgerðir í loftslagsmálum Albert Svan Sigurðsson skrifar 24. október 2016 14:36 Loftslagsmálin eru eitt stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og Píratar telja að Ísland geti rutt veginn fyrir önnur ríki og miðlað af reynslu sinni og þekkingu. Flokkurinn samþykkti í síðustu viku framsækna aðgerðastefnu í loftslagsmálum sem miðar við að hraða fyrri áætlunum ríkisvaldsins og bæta við úrræðum til að uppfylla skilyrði Parísarsamningsins árið 2025. Samkvæmt stefnu Pírata verður að leggja metnað í aðgerðir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% af því sem hún var árið 1990, eins og Parísarsamningurinn gerir ráð fyrir. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur losun frá Íslandi hinsvegar aukist allverulega síðustu 25 ár, aðallega vegna mengunar frá stóriðju. Það er því full þörf á að koma á hvötum og ívilnunum fyrir fólk og fyrirtæki til að breyta ýmsu sem tengist orkunotkun og brennslu jarðefnaeldsneytis. Píratar vilja því beita lagaákvæðum um mengunarbótareglu og varúðarreglu á allar athafnir og starfsemi sem menga andrúmsloftið. Iðnfyrirtæki ættu að greiða mengunarbótagreiðslur sem eru hærri en sú upphæð sem besta fáanlega tækni í mengunarvarnabúnaði kostar í hverju tilfelli. Þannig myndast hvati fyrir iðnfyrirtæki að minnka vistspor sitt svo um munar. Píratar vilja stefna að því að bílafloti og fiskiskipafloti landsins noti eingöngu vistvæna orku úr innlendum endurnýjanlegum orkulindum og að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2040. Til að flýta fyrir þeirri þróun vilja Píratar koma upp aðgengilegum rafhleðslukerfum um allt land, fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt af nýjum rafbílum og öðrum visthæfum samgöngutækjum. Á sama tíma mætti gera úrbætur í aðgangi að þriggja fasa rafmagni og háhraðainterneti þar sem slíku er ábótavant.Til að uppfylla Parísarsamninginn er því miðað við að árið 2025 verði eingöngu flutt til landsins ökutæki ökutæki sem nýa visthæfa orku. Til að ná slíkum árangri á næstu 8 árum þarf meðal annars stórefla ívilnanir við kaup á rafbílum og öðrum visthæfum ökutækjum og miða við að þau verði ætíð fjárhagslega betri kostur en kaup á ökutækjum sem menga andrúmsloftið. Píratar vilja að gert verði átak í fjölgun rafhleðslustöðva í höfnum landsins til að greiða fyrir rafvæðingu skipastólsins, auk þess að innleiða 6. viðauka MARPOL samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að skip sem sigla í Íslenskri landhelgi noti einungis olíu með brennisteinsmagn innan við 0,1%. Í þessu sambandi má nefna að Píratar telja að olíuleit og olíuvinnsla í efnahagslögsögu landsins sé á skjön við Parísarsamninginn og vilja að hætt verði við öll slík áform. Gert er ráð fyrir að unnin verði metnaðarfull ný landabúnaðarstefna sem tekur tillit til þess að minnka þurfi útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá dýrahaldi, jarðrækt og annarri landnotkun. Fara þarf í markvissar aðgerðir um að ljúka vistheimt á framræstu landi fyrir árið 2025, en uppþurrkuð mýrlendi losa mikið magn af gróðurhúsalofttegundum. Þetta má ýmist gera með því að fylla í framræsluskurði til að hækka grunnvatnsyfirborð eða styðja við markvissa skógrækt og landgræðslu. Íslendingar losa núna því sem nemur 14 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á mann á ári, en þegar við uppfyllum skilyrði Parísarsamingsins minnkar losunin í 6 tonn á mann. Með framsækinni aðgerðaáætlun viljum við að loftslagsmál verði tekin föstum tökum þannig að Ísland verði með þeim fyrstu að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins árið 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru eitt stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og Píratar telja að Ísland geti rutt veginn fyrir önnur ríki og miðlað af reynslu sinni og þekkingu. Flokkurinn samþykkti í síðustu viku framsækna aðgerðastefnu í loftslagsmálum sem miðar við að hraða fyrri áætlunum ríkisvaldsins og bæta við úrræðum til að uppfylla skilyrði Parísarsamningsins árið 2025. Samkvæmt stefnu Pírata verður að leggja metnað í aðgerðir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% af því sem hún var árið 1990, eins og Parísarsamningurinn gerir ráð fyrir. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur losun frá Íslandi hinsvegar aukist allverulega síðustu 25 ár, aðallega vegna mengunar frá stóriðju. Það er því full þörf á að koma á hvötum og ívilnunum fyrir fólk og fyrirtæki til að breyta ýmsu sem tengist orkunotkun og brennslu jarðefnaeldsneytis. Píratar vilja því beita lagaákvæðum um mengunarbótareglu og varúðarreglu á allar athafnir og starfsemi sem menga andrúmsloftið. Iðnfyrirtæki ættu að greiða mengunarbótagreiðslur sem eru hærri en sú upphæð sem besta fáanlega tækni í mengunarvarnabúnaði kostar í hverju tilfelli. Þannig myndast hvati fyrir iðnfyrirtæki að minnka vistspor sitt svo um munar. Píratar vilja stefna að því að bílafloti og fiskiskipafloti landsins noti eingöngu vistvæna orku úr innlendum endurnýjanlegum orkulindum og að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2040. Til að flýta fyrir þeirri þróun vilja Píratar koma upp aðgengilegum rafhleðslukerfum um allt land, fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt af nýjum rafbílum og öðrum visthæfum samgöngutækjum. Á sama tíma mætti gera úrbætur í aðgangi að þriggja fasa rafmagni og háhraðainterneti þar sem slíku er ábótavant.Til að uppfylla Parísarsamninginn er því miðað við að árið 2025 verði eingöngu flutt til landsins ökutæki ökutæki sem nýa visthæfa orku. Til að ná slíkum árangri á næstu 8 árum þarf meðal annars stórefla ívilnanir við kaup á rafbílum og öðrum visthæfum ökutækjum og miða við að þau verði ætíð fjárhagslega betri kostur en kaup á ökutækjum sem menga andrúmsloftið. Píratar vilja að gert verði átak í fjölgun rafhleðslustöðva í höfnum landsins til að greiða fyrir rafvæðingu skipastólsins, auk þess að innleiða 6. viðauka MARPOL samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að skip sem sigla í Íslenskri landhelgi noti einungis olíu með brennisteinsmagn innan við 0,1%. Í þessu sambandi má nefna að Píratar telja að olíuleit og olíuvinnsla í efnahagslögsögu landsins sé á skjön við Parísarsamninginn og vilja að hætt verði við öll slík áform. Gert er ráð fyrir að unnin verði metnaðarfull ný landabúnaðarstefna sem tekur tillit til þess að minnka þurfi útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá dýrahaldi, jarðrækt og annarri landnotkun. Fara þarf í markvissar aðgerðir um að ljúka vistheimt á framræstu landi fyrir árið 2025, en uppþurrkuð mýrlendi losa mikið magn af gróðurhúsalofttegundum. Þetta má ýmist gera með því að fylla í framræsluskurði til að hækka grunnvatnsyfirborð eða styðja við markvissa skógrækt og landgræðslu. Íslendingar losa núna því sem nemur 14 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á mann á ári, en þegar við uppfyllum skilyrði Parísarsamingsins minnkar losunin í 6 tonn á mann. Með framsækinni aðgerðaáætlun viljum við að loftslagsmál verði tekin föstum tökum þannig að Ísland verði með þeim fyrstu að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins árið 2025.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar