Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 11:23 Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Mynd/Youtube-síða KSÍ Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. „Það var mjög mikilvægt að enda þetta á sigri sérstaklega í ljós þessi hvernig leikurinn var. Það hefði verið ótrúlega pirrandi að fara heim með jafntefli eða tap. Það var því gott að ná sigri,“ sagði Freyr í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson Norðfjörð, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, sem fylgdi íslensku stelpunum út til Kína. „Þær voru bara fínar í leiknum. Stelpurnar spiluðu boltanum vel á milli sín og komust í fullt af góðum færum. Við þurfum síðan að fara að hugsa um það núna að við erum ekki að taka nógu góðar ákvarðanir á síðasta þriðjungnum. Við höfum áður lent í þeim fasa eða fyrir tveimur árum síðan. Við leiðréttum það og það er eitthvað sem er í gangi núna,“ sagði Freyr. „Við erum án Hörpu (Þorsteinsdóttur) og Margrét (Lára Viðarsdóttir) er ekki á fullum krafti með okkur. Við erum því búin að missa þessa tvo fremstu leikmenn í burtu þótt að Margrét sé að reyna. Við reyndum að fá eins mikið út úr henni og við gátum á þessu móti. Við þurfum að aðlaga okkur og þetta mót fór aðeins í það,“ sagði Freyr. „Það er ótrúlega mikilvægt að vera búnar að hlaupa aðeins og lenda á nokkrum veggjum núna áður en við förum inn í nýtt ár. Ég er virkilega ánægður með þetta mót hjá okkur,“ sagði Freyr. „Það komu alveg frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti. Þetta var góð æfing og góðu ári er lokið. Ég er hrikalega sáttur,“ sagði Freyr. „Þetta mót var mikil upplifun og skemmtun. Ætli ég verði ekki að koma líka inn með orðin hiti og raki. Það er frábært að upplifa það að spila við þannig aðstæður,“ sagði Freyr. Það er sjá að finna allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. „Það var mjög mikilvægt að enda þetta á sigri sérstaklega í ljós þessi hvernig leikurinn var. Það hefði verið ótrúlega pirrandi að fara heim með jafntefli eða tap. Það var því gott að ná sigri,“ sagði Freyr í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson Norðfjörð, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, sem fylgdi íslensku stelpunum út til Kína. „Þær voru bara fínar í leiknum. Stelpurnar spiluðu boltanum vel á milli sín og komust í fullt af góðum færum. Við þurfum síðan að fara að hugsa um það núna að við erum ekki að taka nógu góðar ákvarðanir á síðasta þriðjungnum. Við höfum áður lent í þeim fasa eða fyrir tveimur árum síðan. Við leiðréttum það og það er eitthvað sem er í gangi núna,“ sagði Freyr. „Við erum án Hörpu (Þorsteinsdóttur) og Margrét (Lára Viðarsdóttir) er ekki á fullum krafti með okkur. Við erum því búin að missa þessa tvo fremstu leikmenn í burtu þótt að Margrét sé að reyna. Við reyndum að fá eins mikið út úr henni og við gátum á þessu móti. Við þurfum að aðlaga okkur og þetta mót fór aðeins í það,“ sagði Freyr. „Það er ótrúlega mikilvægt að vera búnar að hlaupa aðeins og lenda á nokkrum veggjum núna áður en við förum inn í nýtt ár. Ég er virkilega ánægður með þetta mót hjá okkur,“ sagði Freyr. „Það komu alveg frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti. Þetta var góð æfing og góðu ári er lokið. Ég er hrikalega sáttur,“ sagði Freyr. „Þetta mót var mikil upplifun og skemmtun. Ætli ég verði ekki að koma líka inn með orðin hiti og raki. Það er frábært að upplifa það að spila við þannig aðstæður,“ sagði Freyr. Það er sjá að finna allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira
Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30
Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04