Körfubolti

Haukur heitur og sigrar hjá liðum Ægis og Ragnars

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haukur Helgi í landsleik.
Haukur Helgi í landsleik. vísir/ernir
Haukur Helgi Pálsson átti stórleik fyrir lið sitt, Rouen, er það tapaði naumlega, 76-72, fyrir Lille á útivelli í kvöld.

Haukur Helgi skoraði 18 stig og var stigahæstur í sínu liði. Hann spilaði í 31 mínútu og tók 3 fráköst og gaf 5 stoðsendingar líka.

Rouen er í níunda sæti í frönsku B-deildinni.

Í spænsku B-deildinni voru þeir Ægir Þór Steinarsson og Ragnar Nathanaelsson á ferðinni.

Ægir Þór spilaði í 16 mínútur og skoraði 4 stig er lið hans, San Pablo Inmobiliaria Burgos, vann stórsigur, 105-81, á Tau Castello. Ægir Þór gaf einnig 4 stoðsendingar í leiknum.

Ragnar spilaði aðeins í tvær mínútur fyrir lið sitt, Caceres Patrimonio de la Human, sem lagði CB Prat, 68-65. Ragnar komst ekki á blað í leiknum.

Lið Ægis er í fjórða sæti deildarinnar en Caceres er í fjórtánda sæti. 18 lið eru í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×