Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. október 2016 07:00 Dolan kardináli ásamt Hillary Clinton, Donald Trump og Melaniu, eiginkonu Trumps, á góðgerðarkvöldi kaþólsku kirkjunnar í New York, þar sem brandararnir fuku. Vísir/AFP Líkurnar á sigri Hillary Clinton í forsetakosningum mælast nú um eða yfir 90 prósent, samkvæmt þeim fjölmiðlum, fyrirtækjum og stofnunum sem grannt fylgjast með skoðanakönnunum. Bilið á milli hennar og Donalds Trump hefur breikkað jafnt og þétt síðustu vikurnar. Trump hefur ekki tekist að bæta stöðu sína í þrennum sjónvarpskappræðum sem nú er lokið. Þvert á móti hefur staða hans versnað. Samkvæmt samantekt kosningavefsins fivethirtyeight.com mældist Clinton með 1,5 prósenta forskot þegar fyrstu kappræðurnar voru haldnar þann 26. september síðastliðinn. Forskot hennar var komið upp í 5,6 prósent þegar kappræðum númer tvö var sjónvarpað þann 9. október. Og þegar þriðju og síðustu kappræðurnar voru haldnar nú á miðvikudagskvöldið var, þá var forskot hennar orðið 6,6 prósent. Kappræðurnar hafa allar verið hatrammar, þar sem forsetaefnin hafa skotið fast hvort á annað. Trump hefur þó jafnan verið orðljótari og nokkrum sinnum misst stjórn á sér, sem greinilega hefur ekki hjálpað honum. Á fimmtudagskvöldið, daginn eftir síðustu kappræðurnar, komu þau síðan saman á góðgerðarkvöldi kaþólsku kirkjunnar í New York og gerðu óspart grín að hvort öðru og sjálfu sér. Löng hefð er fyrir uppákomu af þessu tagi en brandararnir þóttu misvel heppnaðir að þessu sinni. Aðeins tvær og hálf vika er nú til kosninga, sem verða haldnar þriðjudaginn 8. nóvember. Afar sjaldgæft er að fylgi breytist mikið til kosninga þegar svona langt er komið. Til þess að svo yrði þá þyrfti eitthvað óvænt að koma til. Allt bendir því til þess að Trump nái ekki einu sinni 200 kjörmönnum af 538 á kjörmannasamkomunum í desember þegar forseti verður formlega valinn. Fyrirkomulag forsetakosninga í Bandaríkjunum er þannig að kjósendur í hverju hinna 50 ríkja Bandaríkjanna kjósa svonefnda kjörmenn, sem koma síðan saman og velja formlega forseta fyrir hönd kjósenda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49 Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Líkurnar á sigri Hillary Clinton í forsetakosningum mælast nú um eða yfir 90 prósent, samkvæmt þeim fjölmiðlum, fyrirtækjum og stofnunum sem grannt fylgjast með skoðanakönnunum. Bilið á milli hennar og Donalds Trump hefur breikkað jafnt og þétt síðustu vikurnar. Trump hefur ekki tekist að bæta stöðu sína í þrennum sjónvarpskappræðum sem nú er lokið. Þvert á móti hefur staða hans versnað. Samkvæmt samantekt kosningavefsins fivethirtyeight.com mældist Clinton með 1,5 prósenta forskot þegar fyrstu kappræðurnar voru haldnar þann 26. september síðastliðinn. Forskot hennar var komið upp í 5,6 prósent þegar kappræðum númer tvö var sjónvarpað þann 9. október. Og þegar þriðju og síðustu kappræðurnar voru haldnar nú á miðvikudagskvöldið var, þá var forskot hennar orðið 6,6 prósent. Kappræðurnar hafa allar verið hatrammar, þar sem forsetaefnin hafa skotið fast hvort á annað. Trump hefur þó jafnan verið orðljótari og nokkrum sinnum misst stjórn á sér, sem greinilega hefur ekki hjálpað honum. Á fimmtudagskvöldið, daginn eftir síðustu kappræðurnar, komu þau síðan saman á góðgerðarkvöldi kaþólsku kirkjunnar í New York og gerðu óspart grín að hvort öðru og sjálfu sér. Löng hefð er fyrir uppákomu af þessu tagi en brandararnir þóttu misvel heppnaðir að þessu sinni. Aðeins tvær og hálf vika er nú til kosninga, sem verða haldnar þriðjudaginn 8. nóvember. Afar sjaldgæft er að fylgi breytist mikið til kosninga þegar svona langt er komið. Til þess að svo yrði þá þyrfti eitthvað óvænt að koma til. Allt bendir því til þess að Trump nái ekki einu sinni 200 kjörmönnum af 538 á kjörmannasamkomunum í desember þegar forseti verður formlega valinn. Fyrirkomulag forsetakosninga í Bandaríkjunum er þannig að kjósendur í hverju hinna 50 ríkja Bandaríkjanna kjósa svonefnda kjörmenn, sem koma síðan saman og velja formlega forseta fyrir hönd kjósenda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49 Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24
Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49
Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28