Sú stigahæsta elskar það að spila vörn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2016 06:00 Hin átján ára gamla Emelía Ósk Gunnarsdóttir er farin að banka á dyrnar í A-landsliðinu með frammistöðu sinni með Keflavikurliðinu í vetur. Fréttablaðið/Stefán Það var við hæfi að langstigahæsti íslenski leikmaður Domino’s-deildar kvenna væri á aukaæfingu þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Aukaæfingarnar segir hún að séu reyndar „bara“ tvær núna þegar tímabilið er í fullum gangi en það fer ekkert á milli mála að hér fer stelpa með metnað til að vera öflugur körfuboltaleikmaður. Emelía Ósk Gunnarsdóttir varð 18 ára í vor og er að hefja sitt þriðja tímabil í meistaraflokknum. Ekki er hægt að kvarta mikið yfir fyrstu skrefunum hjá henni og liðsfélögunum. Keflavíkurliðið tapaði reyndar fyrsta leiknum þar sem bandaríski leikmaður liðsins skoraði ekki eitt stig en hefur síðan unnið fimm leiki í röð.Emelía Ósk hefur farið fyrir öflugu Keflavíkurliði.vísir/stefánSigursælar í yngri flokkum „Við höfum unnið flest upp alla yngri flokkana og við erum bara vanar því að vinna. Við höfum líka spilað saman mjög lengi og þekkjum því hver aðra vel,“ segir Emelía Ósk Gunnarsdóttir sem er stigahæsti leikmaður toppliðs Keflavíkur í Domino’s-deild kvenna. „Meðalaldurinn er mjög lágur hjá okkur en það eru allar að skora hjá okkur og það er það sem er svo skemmtilegt við þetta,“ segir Emelía Ósk en stelpur sem eru átján ára og yngri hafa skorað 68 prósent stiga Keflavíkurliðsins í fyrstu sex umferðunum. Emelía Ósk er staðráðin í að halda sér og liðsfélögunum á jörðinni þrátt fyrir draumabyrjun. Emelía Ósk segir aukna umfjöllun fjölmiðla og annarra um liðið ekki hafa farið framhjá sér. „Við erum að reyna að pæla ekki of mikið í því. við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfar og halda áfram að gera góða hluti. Það er mjög gaman að heyra svona um okkur en við megum ekki búast við því að við séum orðnar bestar og að enginn geti unnið okkur,“ segir Emelía Ósk en hver er þá stefna Keflavíkurliðsins í vetur? „Okkur langar að vera meðal fjögurra hæstu og komast í úrslitakeppnina. Við stefnum bara á að gera okkar besta og komast eins langt og við getum,“ segir hún.Hækkað sig um 12 stig í leik Emelía Ósk skoraði 6,5 stig í leik í fyrra en er nú með 18,3 stig í leik og er langstigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni. Engin önnur íslensk stelpa náði að skora hundrað stig í fyrstu sex umferðunum. „Það skiptir mig ekki miklu máli að ég sé stigahæst en ég er samt alveg ánægð með það,“ segir Emelía. Ástríða hennar er nefnilega á hinum enda vallarins. „Ég elska að spila vörn og finnst það bara gaman. Ég hef verið mjög góður varnarmaður en skora síðan stöku sinnum og aðallega úr hraðaupphlaupum af því að ég er snögg fram. Ég er ekkert vön því að skora tuttugu stig í leik,“ segir hún. Emelía Ósk er ekki búin að ákveða hvert leiðin liggur á körfuboltaferlinum. „Ég útskrifast í vor og þarf að fara að ákveða það hvort ég fari í háskóla hér eða hvort mig langi að fara út að spila. Mér líst samt bara vel á það að fara út að spila,“ segir Emelía.Ekkert hræddar Hvar finnst Emelíu styrkur Keflavíkurliðsins liggja? „Í vörninni og liðsheildinni. Við spilum þetta saman og það er ekki ein manneskja sem ætlar að gera þetta allt sjálf. Það er gaman að sjá hvað við spilum boltanum og finnum opna manninn. Við erum ekkert hræddar enda vitum við það að þetta er bara körfubolti,“ segir Emelía. Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Sjá meira
Það var við hæfi að langstigahæsti íslenski leikmaður Domino’s-deildar kvenna væri á aukaæfingu þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Aukaæfingarnar segir hún að séu reyndar „bara“ tvær núna þegar tímabilið er í fullum gangi en það fer ekkert á milli mála að hér fer stelpa með metnað til að vera öflugur körfuboltaleikmaður. Emelía Ósk Gunnarsdóttir varð 18 ára í vor og er að hefja sitt þriðja tímabil í meistaraflokknum. Ekki er hægt að kvarta mikið yfir fyrstu skrefunum hjá henni og liðsfélögunum. Keflavíkurliðið tapaði reyndar fyrsta leiknum þar sem bandaríski leikmaður liðsins skoraði ekki eitt stig en hefur síðan unnið fimm leiki í röð.Emelía Ósk hefur farið fyrir öflugu Keflavíkurliði.vísir/stefánSigursælar í yngri flokkum „Við höfum unnið flest upp alla yngri flokkana og við erum bara vanar því að vinna. Við höfum líka spilað saman mjög lengi og þekkjum því hver aðra vel,“ segir Emelía Ósk Gunnarsdóttir sem er stigahæsti leikmaður toppliðs Keflavíkur í Domino’s-deild kvenna. „Meðalaldurinn er mjög lágur hjá okkur en það eru allar að skora hjá okkur og það er það sem er svo skemmtilegt við þetta,“ segir Emelía Ósk en stelpur sem eru átján ára og yngri hafa skorað 68 prósent stiga Keflavíkurliðsins í fyrstu sex umferðunum. Emelía Ósk er staðráðin í að halda sér og liðsfélögunum á jörðinni þrátt fyrir draumabyrjun. Emelía Ósk segir aukna umfjöllun fjölmiðla og annarra um liðið ekki hafa farið framhjá sér. „Við erum að reyna að pæla ekki of mikið í því. við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfar og halda áfram að gera góða hluti. Það er mjög gaman að heyra svona um okkur en við megum ekki búast við því að við séum orðnar bestar og að enginn geti unnið okkur,“ segir Emelía Ósk en hver er þá stefna Keflavíkurliðsins í vetur? „Okkur langar að vera meðal fjögurra hæstu og komast í úrslitakeppnina. Við stefnum bara á að gera okkar besta og komast eins langt og við getum,“ segir hún.Hækkað sig um 12 stig í leik Emelía Ósk skoraði 6,5 stig í leik í fyrra en er nú með 18,3 stig í leik og er langstigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni. Engin önnur íslensk stelpa náði að skora hundrað stig í fyrstu sex umferðunum. „Það skiptir mig ekki miklu máli að ég sé stigahæst en ég er samt alveg ánægð með það,“ segir Emelía. Ástríða hennar er nefnilega á hinum enda vallarins. „Ég elska að spila vörn og finnst það bara gaman. Ég hef verið mjög góður varnarmaður en skora síðan stöku sinnum og aðallega úr hraðaupphlaupum af því að ég er snögg fram. Ég er ekkert vön því að skora tuttugu stig í leik,“ segir hún. Emelía Ósk er ekki búin að ákveða hvert leiðin liggur á körfuboltaferlinum. „Ég útskrifast í vor og þarf að fara að ákveða það hvort ég fari í háskóla hér eða hvort mig langi að fara út að spila. Mér líst samt bara vel á það að fara út að spila,“ segir Emelía.Ekkert hræddar Hvar finnst Emelíu styrkur Keflavíkurliðsins liggja? „Í vörninni og liðsheildinni. Við spilum þetta saman og það er ekki ein manneskja sem ætlar að gera þetta allt sjálf. Það er gaman að sjá hvað við spilum boltanum og finnum opna manninn. Við erum ekkert hræddar enda vitum við það að þetta er bara körfubolti,“ segir Emelía.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Sjá meira