Vilhjálmur ósáttur við „allsráðandi“ hræsni Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2016 20:26 Vísir/GVA „Jæja þá hefur kjararáð kveðið upp sinn úrskurð og þar gildir ekkert Salek samkomulag sem byggist á hógværum launahækkunum.“ Svona hefst Facebookfærsla Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, þar sem hann tjáir sig um ákvörðun kjararáðs. Ráðið hefur ákveðið að hækka laun forseta, ráðherra og þingmanna. Þingfararkaup alþingismanna hækkar um tæp 45 prósent. Laun forseta um 20 prósent og ráðherra um 35,5 prósent.Sjá einnig: Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Vilhjálmur spyr hvað þeir þingmenn og ráðherrar segi núna, sem talað hafa um mikilvægi þess að taka upp öguð og vönduð vinnubrögð við gerð kjarasamninga. „Hvað með stöðugleikann og að stöðva þurfi höfrungahlaupið? Gildir það bara um þegar almennt launafólk er að semja?“ Hann minnir ráðamenn á að lágmarkslaun á Íslandi séu 260 þúsund krónur á mánuði og það dugi einungis til 15. júlí miðað við framfærsluviðmið Velferðarráðuneytisins. „Þessi skefjalausa hræsni sem viðgengst í þessu þjóðfélagi ríður vart við einteyming, menn sem tala um stöðugleika og stöðva þurfi höfrungahlaupið og hækka síðan sjálfir í gegnum kjararáð sem nemur tveimur verkamannalaunum á einu bretti.“ Vilhjálmur tekur þó fram að hann gleðjist því þegar launafólk hækki í launum. Það skuli ekki bara gilda fyrir sumar. „Vil minna á að verkafólk hækkaði um heilar 25 þúsund krónur á mánuði í síðustu kjarasamningum og margir ráðamenn töldu það myndi leiða til óðaverðbólgu en nú fá sumir ráðamenn launahækkun sem nemur 500 þúsund á mánuði og þessar gríðarlegu launahækkanir eiga ekki að hafa nein áhrif á verðbólgu, stöðugleika né höfrungahlaup! Djöfull sem manni finnst hræsnin vera allsráðandi í okkar ágæta landi.“ Kjararáð Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Jæja þá hefur kjararáð kveðið upp sinn úrskurð og þar gildir ekkert Salek samkomulag sem byggist á hógværum launahækkunum.“ Svona hefst Facebookfærsla Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, þar sem hann tjáir sig um ákvörðun kjararáðs. Ráðið hefur ákveðið að hækka laun forseta, ráðherra og þingmanna. Þingfararkaup alþingismanna hækkar um tæp 45 prósent. Laun forseta um 20 prósent og ráðherra um 35,5 prósent.Sjá einnig: Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Vilhjálmur spyr hvað þeir þingmenn og ráðherrar segi núna, sem talað hafa um mikilvægi þess að taka upp öguð og vönduð vinnubrögð við gerð kjarasamninga. „Hvað með stöðugleikann og að stöðva þurfi höfrungahlaupið? Gildir það bara um þegar almennt launafólk er að semja?“ Hann minnir ráðamenn á að lágmarkslaun á Íslandi séu 260 þúsund krónur á mánuði og það dugi einungis til 15. júlí miðað við framfærsluviðmið Velferðarráðuneytisins. „Þessi skefjalausa hræsni sem viðgengst í þessu þjóðfélagi ríður vart við einteyming, menn sem tala um stöðugleika og stöðva þurfi höfrungahlaupið og hækka síðan sjálfir í gegnum kjararáð sem nemur tveimur verkamannalaunum á einu bretti.“ Vilhjálmur tekur þó fram að hann gleðjist því þegar launafólk hækki í launum. Það skuli ekki bara gilda fyrir sumar. „Vil minna á að verkafólk hækkaði um heilar 25 þúsund krónur á mánuði í síðustu kjarasamningum og margir ráðamenn töldu það myndi leiða til óðaverðbólgu en nú fá sumir ráðamenn launahækkun sem nemur 500 þúsund á mánuði og þessar gríðarlegu launahækkanir eiga ekki að hafa nein áhrif á verðbólgu, stöðugleika né höfrungahlaup! Djöfull sem manni finnst hræsnin vera allsráðandi í okkar ágæta landi.“
Kjararáð Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira