Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2016 07:30 Donald Trump verður 45. forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. Hann vann óvænta sigra í fjölda ríkja en samkvæmt könnunum síðustu daga þótti ólíklegt að Trump myndi takast að vinna. Svo virðist sem að hann hafi verið með mun hærra hlutfall þeldökkra og spænskættaðra Bandaríkjamanna með sér í liði en talið var. Trump hefur nú tryggt sér þá kjörmenn sem hann þurfti. Meðal þess sem að Trump hefur heitið því að gera á fyrstu dögum sínum í starfi er að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka Hillary Clinton, að afnema heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama, afnema kjarnorkusamninginn við Íran, semja á nýtt um viðskiptasamninga við önnur ríki og reka milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi. Í sigurræðu sinni þakkaði Trump Hillary Clinton fyrir ötult starf í þágu Bandaríkjamanna um árabil og sagði hana hafa barist hart í kosningabaráttunni. Hann kallaði eftir einingu innan Bandaríkjanna og sagðist ætla að vera forseti allra íbúa Bandaríkjanna. Hann sagði að Bandaríkin myndu héðan frá ekki sætta sig við neitt annað en það besta. Bandaríkin myndu eiga í góðu sambandi við aðrar þjóðir og þrátt fyrir að Trump myndi hafa hag Bandaríkjanna fyrst og fremst í huga, myndi hann koma fram við önnur ríki af sanngirni. Velgengni Trump í kosningunum hefur valdið miklum usla á mörkuðum um allan heim. Þegar Trump tekur við völdum á næsta ári munu repúblikanar vera við stjórnvölin í Hvíta húsinu og í báðum deildum þingsins. Þrátt fyrir sigur Trump er mjög líklegt að þegar öll atkvæði hafa verið talin mun Hillary Clinton hafa hlotið meirihluta atkvæða í Bandaríkjunum, en færri kjörmenn. Undir lok talningarinnar voru nokkur mikilvæg ríki þar sem talningin stóð sem lengst yfir var munurinn á milli frambjóðenda mjög lítill. Framboð Hillary Clinton hefur lýst því yfir að hún muni ekki tjá sig um kosningarnar að svo stöddu. Hins vegar er hún sögð hafa hringt í Donald Trump og óskað honum til hamingju.
Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. Hann vann óvænta sigra í fjölda ríkja en samkvæmt könnunum síðustu daga þótti ólíklegt að Trump myndi takast að vinna. Svo virðist sem að hann hafi verið með mun hærra hlutfall þeldökkra og spænskættaðra Bandaríkjamanna með sér í liði en talið var. Trump hefur nú tryggt sér þá kjörmenn sem hann þurfti. Meðal þess sem að Trump hefur heitið því að gera á fyrstu dögum sínum í starfi er að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka Hillary Clinton, að afnema heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama, afnema kjarnorkusamninginn við Íran, semja á nýtt um viðskiptasamninga við önnur ríki og reka milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi. Í sigurræðu sinni þakkaði Trump Hillary Clinton fyrir ötult starf í þágu Bandaríkjamanna um árabil og sagði hana hafa barist hart í kosningabaráttunni. Hann kallaði eftir einingu innan Bandaríkjanna og sagðist ætla að vera forseti allra íbúa Bandaríkjanna. Hann sagði að Bandaríkin myndu héðan frá ekki sætta sig við neitt annað en það besta. Bandaríkin myndu eiga í góðu sambandi við aðrar þjóðir og þrátt fyrir að Trump myndi hafa hag Bandaríkjanna fyrst og fremst í huga, myndi hann koma fram við önnur ríki af sanngirni. Velgengni Trump í kosningunum hefur valdið miklum usla á mörkuðum um allan heim. Þegar Trump tekur við völdum á næsta ári munu repúblikanar vera við stjórnvölin í Hvíta húsinu og í báðum deildum þingsins. Þrátt fyrir sigur Trump er mjög líklegt að þegar öll atkvæði hafa verið talin mun Hillary Clinton hafa hlotið meirihluta atkvæða í Bandaríkjunum, en færri kjörmenn. Undir lok talningarinnar voru nokkur mikilvæg ríki þar sem talningin stóð sem lengst yfir var munurinn á milli frambjóðenda mjög lítill. Framboð Hillary Clinton hefur lýst því yfir að hún muni ekki tjá sig um kosningarnar að svo stöddu. Hins vegar er hún sögð hafa hringt í Donald Trump og óskað honum til hamingju.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent