Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Ef ekki fæst niðurstaða í kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga er hætt við því að starf grunnskólanna raskist á næstunni. vísir/vilhelm Kennarar í grunnskólum víða á höfuðborgarsvæðinu hafa í vikunni rætt um að leggja niður störf. Kennarar eru samningslausir en tvisvar hefur samningi Félags grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga verið felldur í atkvæðagreiðslu. Óánægja kennara með kjör sín hefur magnast verulega í liðinni viku. Þeir grunnskólakennarar sem Fréttablaðið hefur talað við eru sammála um það að úrskurður kjararáðs, um 44 prósenta hækkun launa alþingismanna, hafi ýft upp óánægjuna „Það myndi ég segja. Hann kveikir í þessu báli sem er núna,“ segir Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla. Ágúst tekur samt fram að þrátt fyrir að úrskurðinum yrði breytt þá myndi það ekki breyta afstöðu kennara. „Laun kennara eru of lág og við viljum hækka þau,“ segir hann.Ágúst TómassonÓlafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að félagið hafi hitt samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga þrisvar í vikunni. Hann vonast til þess að geta kynnt niðurstöður þessara samtala fyrir félagsmönnum sínum fljótlega „Viðræðurnar hafa þokast áfram. Við erum með tvö mál sem hafa verið erfið,“ segir Ólafur. Það sé einkum launaliðurinn og svo hlutir sem snúa að vinnutíma og vinnuumhverfi. „Það hefur þokast í þessum málum og verið gott samtal í gangi,“ segir Ólafur en tekur jafnframt fram að það sé sterk krafa á meðal kennara um að þessu samtali verði að fara að ljúka.Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennaraKennarar úr nokkrum grunnskólum hafa að undanförnu sent frá sér yfirlýsingar þar sem lýst er mikilli óánægju með stöðu mála. „Kennarar í Vogaskóla lýsa fullri ábyrgð á hendur skólayfirvöldum í Reykjavík ef ekki tekst að halda úti eðlilegu skólahaldi í borginni á næstu dögum,“ segir í yfirlýsingu frá kennurum í Vogaskóla. „Ég er í sjálfu sér að vísa í það að umræður eru í kennarahópnum hér og annars staðar um að þörf sé viðbragða kennara við samningsleysinu. Án þess að tiltaka eitthvað sérstakt eru kennarar að velta fyrir sér hvað við getum gert,“ segir Ágúst Tómasson. Að sögn Ágústs er ekki hægt að bjóða kennurum upp á lagfæringar á kjarasamningi sem búið sé að fella tvisvar. „Þá er ég ansi hræddur um að lokið fjúki af pottinum og það sjóði upp úr. Bæði gagnvart sveitarfélögunum og okkar eigin stjórn og samninganefnd,“ segir Ágúst. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Kennarar í grunnskólum víða á höfuðborgarsvæðinu hafa í vikunni rætt um að leggja niður störf. Kennarar eru samningslausir en tvisvar hefur samningi Félags grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga verið felldur í atkvæðagreiðslu. Óánægja kennara með kjör sín hefur magnast verulega í liðinni viku. Þeir grunnskólakennarar sem Fréttablaðið hefur talað við eru sammála um það að úrskurður kjararáðs, um 44 prósenta hækkun launa alþingismanna, hafi ýft upp óánægjuna „Það myndi ég segja. Hann kveikir í þessu báli sem er núna,“ segir Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla. Ágúst tekur samt fram að þrátt fyrir að úrskurðinum yrði breytt þá myndi það ekki breyta afstöðu kennara. „Laun kennara eru of lág og við viljum hækka þau,“ segir hann.Ágúst TómassonÓlafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að félagið hafi hitt samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga þrisvar í vikunni. Hann vonast til þess að geta kynnt niðurstöður þessara samtala fyrir félagsmönnum sínum fljótlega „Viðræðurnar hafa þokast áfram. Við erum með tvö mál sem hafa verið erfið,“ segir Ólafur. Það sé einkum launaliðurinn og svo hlutir sem snúa að vinnutíma og vinnuumhverfi. „Það hefur þokast í þessum málum og verið gott samtal í gangi,“ segir Ólafur en tekur jafnframt fram að það sé sterk krafa á meðal kennara um að þessu samtali verði að fara að ljúka.Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennaraKennarar úr nokkrum grunnskólum hafa að undanförnu sent frá sér yfirlýsingar þar sem lýst er mikilli óánægju með stöðu mála. „Kennarar í Vogaskóla lýsa fullri ábyrgð á hendur skólayfirvöldum í Reykjavík ef ekki tekst að halda úti eðlilegu skólahaldi í borginni á næstu dögum,“ segir í yfirlýsingu frá kennurum í Vogaskóla. „Ég er í sjálfu sér að vísa í það að umræður eru í kennarahópnum hér og annars staðar um að þörf sé viðbragða kennara við samningsleysinu. Án þess að tiltaka eitthvað sérstakt eru kennarar að velta fyrir sér hvað við getum gert,“ segir Ágúst Tómasson. Að sögn Ágústs er ekki hægt að bjóða kennurum upp á lagfæringar á kjarasamningi sem búið sé að fella tvisvar. „Þá er ég ansi hræddur um að lokið fjúki af pottinum og það sjóði upp úr. Bæði gagnvart sveitarfélögunum og okkar eigin stjórn og samninganefnd,“ segir Ágúst. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira