Clinton og Trump skjóta föstum skotum Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2016 23:43 Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/AFP Einungis nokkrir dagar eru í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og keppast þau Donald Trump og Hillary Clinton nú við að ná til eins margra kjósenda og mögulegt er. Bæði hafa þau skotið föstum skotum á síðustu dögum. Trump hefur vaxið ásmegin eftir að yfirmaður Alríkislögreglunnar tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton væri komin aftur af stað. Trump hélt ræðu í Flórída í dag þar sem hann sagðist sannfærður um að hann myndi verða kosinn í Hvíta húsið í kosningunum í næstu viku. Hann gaf í skyn að það eina sem hann þyrfti að gera væri að halda einbeittningunni og halda sig við málefnin. Því næst sagði hann að Clinton komin í geðfarslegt ójafnvægi. Hann sagði einnig að ef Clinton myndi vinna myndu áralangar rannsóknir og kærur myndu þvælast fyrir henni. „Það er ekki það sem Bandaríkin þurfa á að halda. Við þurfum einhvern sem er tilbúinn að ganga beint til starfa,“ sagði Trump.Ráði ekki við starfið Clinton og bandamenn hennar hafa hins vegar einbeitt sér að ummælum Trump og hæfi hans til embættis forseta. Clinton sagði hann hafa daðrað við rasista og þjóðernissinna nánast alla kosningabaráttuna. Hann hefði jafnvel endurtíst skilaboðum frá meðlimum Ku Klux Klan. „Ef Trump yrði forseti, myndum við sitja uppi með forseta sem væri ekki starfi sínu vaxinn og hefði ótrúlega hættulegar hugmyndir,“ sagði Clinton. Kosningarnar eru þegar hafnar víða og samkvæmt upplýsingum AP fréttaveitunnar hefur ungt fólk og þeldökkt fólk ekki kosið í jafn miklu mæli og áður og gæti það skapað vandræði fyrir Clinton. Barack Obama virðist hafa fengið það verkefni að kveikja í áhuga ungs fólks, en hann hélt ræðu fyrir háskólanemendur í Flórída í dag. Hann sagði áhorfendum sínum að nú væri tími til kominn að taka kosningunum alvarlega. Hann sagði að öll sú vinna sem hefði verið unnin á undanförnum átta árum myndi gufa upp ef Clinton myndi ekki vinna kosningarnar. „Þetta er ekkert grín. Þetta er ekki Survivor. Þetta er ekki Bachelorette. Þetta skiptir máli. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira
Einungis nokkrir dagar eru í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og keppast þau Donald Trump og Hillary Clinton nú við að ná til eins margra kjósenda og mögulegt er. Bæði hafa þau skotið föstum skotum á síðustu dögum. Trump hefur vaxið ásmegin eftir að yfirmaður Alríkislögreglunnar tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton væri komin aftur af stað. Trump hélt ræðu í Flórída í dag þar sem hann sagðist sannfærður um að hann myndi verða kosinn í Hvíta húsið í kosningunum í næstu viku. Hann gaf í skyn að það eina sem hann þyrfti að gera væri að halda einbeittningunni og halda sig við málefnin. Því næst sagði hann að Clinton komin í geðfarslegt ójafnvægi. Hann sagði einnig að ef Clinton myndi vinna myndu áralangar rannsóknir og kærur myndu þvælast fyrir henni. „Það er ekki það sem Bandaríkin þurfa á að halda. Við þurfum einhvern sem er tilbúinn að ganga beint til starfa,“ sagði Trump.Ráði ekki við starfið Clinton og bandamenn hennar hafa hins vegar einbeitt sér að ummælum Trump og hæfi hans til embættis forseta. Clinton sagði hann hafa daðrað við rasista og þjóðernissinna nánast alla kosningabaráttuna. Hann hefði jafnvel endurtíst skilaboðum frá meðlimum Ku Klux Klan. „Ef Trump yrði forseti, myndum við sitja uppi með forseta sem væri ekki starfi sínu vaxinn og hefði ótrúlega hættulegar hugmyndir,“ sagði Clinton. Kosningarnar eru þegar hafnar víða og samkvæmt upplýsingum AP fréttaveitunnar hefur ungt fólk og þeldökkt fólk ekki kosið í jafn miklu mæli og áður og gæti það skapað vandræði fyrir Clinton. Barack Obama virðist hafa fengið það verkefni að kveikja í áhuga ungs fólks, en hann hélt ræðu fyrir háskólanemendur í Flórída í dag. Hann sagði áhorfendum sínum að nú væri tími til kominn að taka kosningunum alvarlega. Hann sagði að öll sú vinna sem hefði verið unnin á undanförnum átta árum myndi gufa upp ef Clinton myndi ekki vinna kosningarnar. „Þetta er ekkert grín. Þetta er ekki Survivor. Þetta er ekki Bachelorette. Þetta skiptir máli.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira