Góður kennari skiptir öllu máli Valdimar Víðisson skrifar 2. nóvember 2016 15:50 Á þessu ári hafa grunnskólakennarar fellt kjarasamning í tvígang. Fyrst í júní og svo aftur núna í haust. Stjórn FG (félags grunnskólakennara) ákvað því að heimsækja skóla til að heyra beint í kennurum. Gott framtak sem mun ábyggilega skila miklu í þá vinnu sem er framundan. Grunnskólakennarar voru því tiltölulega rólegir þar sem þessi vinna er í gangi. En hvað gerist svo? Jú, kjararáð ákveður að hækka laun æðstu embætismanna um mörg hundruð þúsund, ekki á ári, nei, á mánuði. Launahækkanirnar eru hærri heldur en meðalkennari er að fá útborgað um hver mánaðarmót. Þessi ákvörðun var því ákveðið kjaftshögg fyrir kennarastéttina sem er samningslaus og þarf að berjast fyrir hverju einasta prósenti í launahækkunum. Þar fyrir utan þurfa kennarar að skilgreina vinnutímann sinn og verkefni. Það þurfa þeir ekki að gera sem heyra undir kjararáð. Hver er sanngirnin í því? Eru þeir sem heyra undir kjararáð merkilegra og betra fólk en við hin? Grunnskólakennarar eru svo langt í frá öfundsverðir af sínum launum. Einhleypur kennari með börn á sínu framfæri þarf að vera í aukavinnu til að láta enda ná saman. Hver er sanngirnin í því? Starf grunnskólakennara er mjög gefandi og skemmtilegt starf. En það er mikið álagsstarf og áreitið er gífurlega mikið. Laun þeirra þurfa því að vera góð. Þetta er ekki spurning um að semja um vinnutíma, verkefni eða viðveru, þetta er spurning um að hækka launin og það umtalsvert. Viðsemjendur kennara benda á að það hafa orðið hækkanir undanfarin ár, það er vissulega rétt. En það gleymist að kennarar voru þá að selja eitthvað annað eins og t.d. afsláttartíma í kennslu. Umræðan í samfélaginu er ekki alltaf með kennurum. Starfið er talað niður og því miður eru það í sumum tilfellum kennarar sjálfir sem gera það. Því þarf að breyta. Grunnskólakennarar hafa fáa bandamenn þar sem umræðan er oft á þá leið að kennarar séu svo oft í fríi, fái mikið svigrúm og fleira í þeim dúr. Kennari í fullu starfi skilar af sér tæplega 43 klst. á viku í vinnu. Umframtíminn sem hann vinnur er þá til að vinna af sér jóla- og páskafrí. Veikindafjarvistir kennara hafa aukist undanfarin ár. Ég tel að það sé að einhverju leyti vegna mikils álags. Kennarar eru oft búnir á því. Búnir á því vegna álags, áreitis og einnig einfaldlega langþreyttir á sinni stöðu. Ég skora því á sveitarfélögin að skoða þetta frá grunni. Við þurfum sátta kennara. Kennara sem eru stoltir af sínu starfi og sáttir með sín laun. Það eru mun færri sem hefja kennaranám í dag heldur en fyrir nokkrum árum og því lítur út fyrir að það verði kennaraskortur í framtíðinni. Af hverju sækja svona fáir í námið? Jú, það borgar sig bara ekki að leggja á sig þetta háskólanám fyrir þessi laun. Það er bara þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á þessu ári hafa grunnskólakennarar fellt kjarasamning í tvígang. Fyrst í júní og svo aftur núna í haust. Stjórn FG (félags grunnskólakennara) ákvað því að heimsækja skóla til að heyra beint í kennurum. Gott framtak sem mun ábyggilega skila miklu í þá vinnu sem er framundan. Grunnskólakennarar voru því tiltölulega rólegir þar sem þessi vinna er í gangi. En hvað gerist svo? Jú, kjararáð ákveður að hækka laun æðstu embætismanna um mörg hundruð þúsund, ekki á ári, nei, á mánuði. Launahækkanirnar eru hærri heldur en meðalkennari er að fá útborgað um hver mánaðarmót. Þessi ákvörðun var því ákveðið kjaftshögg fyrir kennarastéttina sem er samningslaus og þarf að berjast fyrir hverju einasta prósenti í launahækkunum. Þar fyrir utan þurfa kennarar að skilgreina vinnutímann sinn og verkefni. Það þurfa þeir ekki að gera sem heyra undir kjararáð. Hver er sanngirnin í því? Eru þeir sem heyra undir kjararáð merkilegra og betra fólk en við hin? Grunnskólakennarar eru svo langt í frá öfundsverðir af sínum launum. Einhleypur kennari með börn á sínu framfæri þarf að vera í aukavinnu til að láta enda ná saman. Hver er sanngirnin í því? Starf grunnskólakennara er mjög gefandi og skemmtilegt starf. En það er mikið álagsstarf og áreitið er gífurlega mikið. Laun þeirra þurfa því að vera góð. Þetta er ekki spurning um að semja um vinnutíma, verkefni eða viðveru, þetta er spurning um að hækka launin og það umtalsvert. Viðsemjendur kennara benda á að það hafa orðið hækkanir undanfarin ár, það er vissulega rétt. En það gleymist að kennarar voru þá að selja eitthvað annað eins og t.d. afsláttartíma í kennslu. Umræðan í samfélaginu er ekki alltaf með kennurum. Starfið er talað niður og því miður eru það í sumum tilfellum kennarar sjálfir sem gera það. Því þarf að breyta. Grunnskólakennarar hafa fáa bandamenn þar sem umræðan er oft á þá leið að kennarar séu svo oft í fríi, fái mikið svigrúm og fleira í þeim dúr. Kennari í fullu starfi skilar af sér tæplega 43 klst. á viku í vinnu. Umframtíminn sem hann vinnur er þá til að vinna af sér jóla- og páskafrí. Veikindafjarvistir kennara hafa aukist undanfarin ár. Ég tel að það sé að einhverju leyti vegna mikils álags. Kennarar eru oft búnir á því. Búnir á því vegna álags, áreitis og einnig einfaldlega langþreyttir á sinni stöðu. Ég skora því á sveitarfélögin að skoða þetta frá grunni. Við þurfum sátta kennara. Kennara sem eru stoltir af sínu starfi og sáttir með sín laun. Það eru mun færri sem hefja kennaranám í dag heldur en fyrir nokkrum árum og því lítur út fyrir að það verði kennaraskortur í framtíðinni. Af hverju sækja svona fáir í námið? Jú, það borgar sig bara ekki að leggja á sig þetta háskólanám fyrir þessi laun. Það er bara þannig.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun