Clinton kallaði Trump hrekkjusvín en hann segir hana spillta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 08:12 Clinton og Trump í kappræðum í Washington-háskóla á dögunum. vísir/getty Hillary Clinton forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum hefur hert baráttuna fyrir Hvíta húsinu og er nú orðin mun beinskeyttari í garð keppinautarins Donald Trump en áður. Tæp vika er í kosningarnar en kosið verður um það hvor þeirra mun gegna embætti forseta Bandaríkjanna næstkomandi þriðjudag, þann 8. nóvember. Clinton var stödd á kosningafundi í Flórída í gær þar sem hún kallaði Trump hrekkjusvín og sagði að í þrjá áratugi hafi hann ítrekað gert lítið úr, móðgað og ráðist að konum. Clinton kom á sviðið á fundinum ásamt Aliciu Machado sem er fyrrverandi Ungfrú Heimur. Machado hefur sagt frá því að Trump hafi kallað hana Svínku eftir að hún bætti aðeins á sig og sagði hann grimman mann. Hún hefði meðal annars glímt við átröskun vegna athugasemda Trump. Á kosningafundinum sagði Clinton að hún hefði lært það í barnaskóla að það væri ekki í lagi að móðga og særa fólk en á kosningafundi í Ohio var Barack Obama Bandaríkjaforseti á svipuðum nótum þegar hann sagði að Trump hefði eytt ævinni í að kalla konur „svín, hunda og subbur.“Trump var á kosningafundi í Wisconsin í gær. Hann sagði að Clinton væri spillt og að hún myndi leggja bandarískt heilbrigðiskerfi í rúst að eilífu. Þá hvatti hann þá kjósendur sem gert höfðu þau mistök að kjósa Clinton í utankjörfundaratkvæðagreiðslu að breyta atkvæði sínu áður en atkvæðagreiðslunni lýkur á fimmtudag og kjósa hann. Wisconsin er eitt fárra ríkja í Bandaríkjunum þar sem kjósendum leyfist að breyta utankjörfundaratkvæði eftir á, það er að kjósa aftur. Það er augljóst að spennan er nú tekin að magnast enda aðeins tæp vika í kosningarnar eins og áður segir. Nýjustu vendingar í tölvupóstamálinu svokallaða, hefur komið Demókrötum illa og gert lítið úr þeim áætlunum Clinton að eyða síðustu vikunni í það að koma jákvæðum boðskap á framfæri. Einnig hefur dregið á milli þeirra í könnunum og meðaltalskönnun breska ríkisútvarpsins metur stöðuna þannig að Clinton leiði baráttuna, en aðeins með fjörutíu og átta prósentum á móti fjörutíu og sex hjá Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump færist nær Clinton Óljós yfirlýsing um nýja lögreglurannsókn á tölvupóstum Clinton hefur gagnast Trump á lokametrum kosningabaráttunnar. Yfirmaður FBI sakaður um lögbrot. Talið að Clinton muni beita sér af meiri hörku. 1. nóvember 2016 07:30 Könnun ABC og Washington Post: Trump mælist með meira fylgi en Clinton 46 prósent líklegra kjósenda segjast ætla að kjósa Donald Trump en 45 prósent Hillary Clinton. 1. nóvember 2016 12:31 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Hillary Clinton forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum hefur hert baráttuna fyrir Hvíta húsinu og er nú orðin mun beinskeyttari í garð keppinautarins Donald Trump en áður. Tæp vika er í kosningarnar en kosið verður um það hvor þeirra mun gegna embætti forseta Bandaríkjanna næstkomandi þriðjudag, þann 8. nóvember. Clinton var stödd á kosningafundi í Flórída í gær þar sem hún kallaði Trump hrekkjusvín og sagði að í þrjá áratugi hafi hann ítrekað gert lítið úr, móðgað og ráðist að konum. Clinton kom á sviðið á fundinum ásamt Aliciu Machado sem er fyrrverandi Ungfrú Heimur. Machado hefur sagt frá því að Trump hafi kallað hana Svínku eftir að hún bætti aðeins á sig og sagði hann grimman mann. Hún hefði meðal annars glímt við átröskun vegna athugasemda Trump. Á kosningafundinum sagði Clinton að hún hefði lært það í barnaskóla að það væri ekki í lagi að móðga og særa fólk en á kosningafundi í Ohio var Barack Obama Bandaríkjaforseti á svipuðum nótum þegar hann sagði að Trump hefði eytt ævinni í að kalla konur „svín, hunda og subbur.“Trump var á kosningafundi í Wisconsin í gær. Hann sagði að Clinton væri spillt og að hún myndi leggja bandarískt heilbrigðiskerfi í rúst að eilífu. Þá hvatti hann þá kjósendur sem gert höfðu þau mistök að kjósa Clinton í utankjörfundaratkvæðagreiðslu að breyta atkvæði sínu áður en atkvæðagreiðslunni lýkur á fimmtudag og kjósa hann. Wisconsin er eitt fárra ríkja í Bandaríkjunum þar sem kjósendum leyfist að breyta utankjörfundaratkvæði eftir á, það er að kjósa aftur. Það er augljóst að spennan er nú tekin að magnast enda aðeins tæp vika í kosningarnar eins og áður segir. Nýjustu vendingar í tölvupóstamálinu svokallaða, hefur komið Demókrötum illa og gert lítið úr þeim áætlunum Clinton að eyða síðustu vikunni í það að koma jákvæðum boðskap á framfæri. Einnig hefur dregið á milli þeirra í könnunum og meðaltalskönnun breska ríkisútvarpsins metur stöðuna þannig að Clinton leiði baráttuna, en aðeins með fjörutíu og átta prósentum á móti fjörutíu og sex hjá Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump færist nær Clinton Óljós yfirlýsing um nýja lögreglurannsókn á tölvupóstum Clinton hefur gagnast Trump á lokametrum kosningabaráttunnar. Yfirmaður FBI sakaður um lögbrot. Talið að Clinton muni beita sér af meiri hörku. 1. nóvember 2016 07:30 Könnun ABC og Washington Post: Trump mælist með meira fylgi en Clinton 46 prósent líklegra kjósenda segjast ætla að kjósa Donald Trump en 45 prósent Hillary Clinton. 1. nóvember 2016 12:31 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Trump færist nær Clinton Óljós yfirlýsing um nýja lögreglurannsókn á tölvupóstum Clinton hefur gagnast Trump á lokametrum kosningabaráttunnar. Yfirmaður FBI sakaður um lögbrot. Talið að Clinton muni beita sér af meiri hörku. 1. nóvember 2016 07:30
Könnun ABC og Washington Post: Trump mælist með meira fylgi en Clinton 46 prósent líklegra kjósenda segjast ætla að kjósa Donald Trump en 45 prósent Hillary Clinton. 1. nóvember 2016 12:31