Helgi Hrafn og Birgitta ósammála um launahækkanir þingmanna Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2016 12:40 Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir. Helgi Hrafn Gunnarsson, fráfarandi þingmaður Pírata, biður fólk um að anda með nefinu vegna launahækkana þingmanna. „Já, þær eru mjög, mjög háar og virðast í fljótu bragði í miklu ósamræmi við það sem verið hefur. En hugmyndir um að þingmenn taki málin í eigin hendur eru vondar. Nærri lagi væri að auka gegnsæið á bakvið ákvaðanirnar, setja reglur um ákveðin viðmið og fjarlægja kjararáð meira frá Alþingi,“ segir Helgi Hrafn á Facebook.Sjá einnig: Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Hann segir hættu á tvennum mistökum, sem séu vel meintar en engu að síður mistök. Önnur er sú að Alþingi komi saman og taki eigin launamál í eigin hendur. „Það er versta mögulega leiðin til að kljást við þetta,“ segir Helgi Hrafn. Hin sé sú að einstaka þingmenn taki upp á sitt einsdæmi að hafna þessum hækkunum opinberlega. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði á Facebook fyrr í dag að ef allir þingmenn hafni þessum hækkunum til að sýna í verki að þeim sé umhugað um stöðugleika á vinnumarkaði séu það skýr skilaboð til almennings í landinu að þeir ætli ekki að taka þátt í að búa til gjá þings og þjóðar. Hún sagðist jafnframt ætla að taka þetta mál upp á þingflokksfundi Pírata seinna í dag. „Ég byrja að sjálfsögðu á sjálfri mér til að sýna gott fordæmi, sagði Birgitta í athugasemd við Facebook-færslu sína.Líkt og Helgi Hrafn segir er það að hans mati ekki gott að einstaka þingmenn taki upp á sitt einsdæmi að hafna þessum hækkunum opinberlega. „Vilji þeir gera það í kyrrþey er það annað mál, en það er vond þróun ef það myndast ójafnræði í launamálum þingmanna út frá tilteknum flokkum eða hópum. Við það myndast beinlínis fjárhagslegur hvati til að bjóða sig frekar fram fyrir flokk þar sem hvorki reglur né skömm ríkir yfir laununum. Þá myndast einnig fælni við að bjóða sig fram fyrir þann flokk sem ýmist bannar þingmönnum sínum eða skammar þá fyrir að taka við launum sem einhver annar hefur ákveðið fyrir þá,“ segir Helgi Hrafn. Hann segist skilja reiði Íslendinga vegna málsins en að þeir verði að hætta að komast að niðurstöðu um mikilvæga hluti í brjálæðiskasti. „En við skulum ekki í einhverju geðvonskukasti koma því fyrirkomulagi á að þingmenn séu sjálfir að ákveða sín eigin laun eða að búa til einhverjar reglur um sjálfa sig hvað þykir við hæfi og hvað ekki. Það að kjararáð þyki óhæft akkúrat núna til að ákveða laun þingmanna þýðir ekki að þingmenn séu sjálfir hæfari til þess en áður. Afsakið óvinsælu skoðunina.“ Kjararáð Tengdar fréttir Brynjar um launahækkanir þingmanna: „Finnst þetta hið besta mál“ Gerir ráð fyrir að ákvörðun kjararáðs sé í samræmi við lög og reglur almenna launahækkun í landinu. 1. nóvember 2016 10:59 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, fráfarandi þingmaður Pírata, biður fólk um að anda með nefinu vegna launahækkana þingmanna. „Já, þær eru mjög, mjög háar og virðast í fljótu bragði í miklu ósamræmi við það sem verið hefur. En hugmyndir um að þingmenn taki málin í eigin hendur eru vondar. Nærri lagi væri að auka gegnsæið á bakvið ákvaðanirnar, setja reglur um ákveðin viðmið og fjarlægja kjararáð meira frá Alþingi,“ segir Helgi Hrafn á Facebook.Sjá einnig: Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Hann segir hættu á tvennum mistökum, sem séu vel meintar en engu að síður mistök. Önnur er sú að Alþingi komi saman og taki eigin launamál í eigin hendur. „Það er versta mögulega leiðin til að kljást við þetta,“ segir Helgi Hrafn. Hin sé sú að einstaka þingmenn taki upp á sitt einsdæmi að hafna þessum hækkunum opinberlega. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði á Facebook fyrr í dag að ef allir þingmenn hafni þessum hækkunum til að sýna í verki að þeim sé umhugað um stöðugleika á vinnumarkaði séu það skýr skilaboð til almennings í landinu að þeir ætli ekki að taka þátt í að búa til gjá þings og þjóðar. Hún sagðist jafnframt ætla að taka þetta mál upp á þingflokksfundi Pírata seinna í dag. „Ég byrja að sjálfsögðu á sjálfri mér til að sýna gott fordæmi, sagði Birgitta í athugasemd við Facebook-færslu sína.Líkt og Helgi Hrafn segir er það að hans mati ekki gott að einstaka þingmenn taki upp á sitt einsdæmi að hafna þessum hækkunum opinberlega. „Vilji þeir gera það í kyrrþey er það annað mál, en það er vond þróun ef það myndast ójafnræði í launamálum þingmanna út frá tilteknum flokkum eða hópum. Við það myndast beinlínis fjárhagslegur hvati til að bjóða sig frekar fram fyrir flokk þar sem hvorki reglur né skömm ríkir yfir laununum. Þá myndast einnig fælni við að bjóða sig fram fyrir þann flokk sem ýmist bannar þingmönnum sínum eða skammar þá fyrir að taka við launum sem einhver annar hefur ákveðið fyrir þá,“ segir Helgi Hrafn. Hann segist skilja reiði Íslendinga vegna málsins en að þeir verði að hætta að komast að niðurstöðu um mikilvæga hluti í brjálæðiskasti. „En við skulum ekki í einhverju geðvonskukasti koma því fyrirkomulagi á að þingmenn séu sjálfir að ákveða sín eigin laun eða að búa til einhverjar reglur um sjálfa sig hvað þykir við hæfi og hvað ekki. Það að kjararáð þyki óhæft akkúrat núna til að ákveða laun þingmanna þýðir ekki að þingmenn séu sjálfir hæfari til þess en áður. Afsakið óvinsælu skoðunina.“
Kjararáð Tengdar fréttir Brynjar um launahækkanir þingmanna: „Finnst þetta hið besta mál“ Gerir ráð fyrir að ákvörðun kjararáðs sé í samræmi við lög og reglur almenna launahækkun í landinu. 1. nóvember 2016 10:59 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Brynjar um launahækkanir þingmanna: „Finnst þetta hið besta mál“ Gerir ráð fyrir að ákvörðun kjararáðs sé í samræmi við lög og reglur almenna launahækkun í landinu. 1. nóvember 2016 10:59
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21
Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40
Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26
Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13
Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38