Trump færist nær Clinton Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. nóvember 2016 07:30 Hillary Clinton og varaforsetaefni hennar, Tim Kaine, sem gæti þurft að taka við keflinu leiði ný rannsókn lögreglunnar á tölvupóstum hennar eitthvað bitastætt í ljós. Stutt er til stefnu því kosið verður eftir viku. Fréttablaðið/EPA Yfirlýsing James Comey, yfirmanns bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur komið kosningabaráttu Hillary Clinton í nokkurt uppnám. Hann skýrði frá því í síðustu viku að FBI ætlaði að hefja rannsókn á tölvupóstum úr tölvu þingmannsins Anthonys Weiner, en hann sætir rannsókn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Í tölvunni sé meðal annars að finna tölvupósta frá Hillary Clinton, sem áður hefur sætt rannsókn vegna tölvupóstsamskipta sinna. Comey sagðist telja hugsanlegt að tölvupóstsamskipti Clinton við Weiner gætu reynst mikilvæg fyrir hina rannsóknina á tölvupóstum Clinton. Comey hefur verið gagnrýndur fyrir að nefna þetta opinberlega svona skömmu fyrir forsetakosningar, en þær verða haldnar í Bandaríkjunum á þriðjudaginn í næstu viku, þann 8. nóvember. Demókrataþingmaðurinn Harry Reid, leiðtogi minnihlutans í öldungadeild, segir Comey jafnvel hafa gerst brotlegan við lög með þessu: „Starfsfólk mitt hefur komist að þeirri niðurstöðu að þetta framferði geti verið brot á taumhaldslöggjöfinni, sem bannar embættismönnum FBI að nota opinbera stöðu sína til þess að hafa áhrif á kosningar,“ sagði Reid í yfirlýsingu á sunnudag. Hann gaf engar upplýsingar um hugsanlegt innihald tölvupóstanna eða hvers vegna ástæða gæti þótt til þess að efna til rannsóknar. Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á úrslit forsetakosninganna, en heldur hefur verið að draga saman með Clinton og Donald Trump undanfarið. Um miðjan október var hún með um sjö prósenta forskot að meðaltali en í gær var það komið niður fyrir þrjú prósent. Trump og stuðningsmenn hafa óspart notfært sér þetta baráttu sinni til framdráttar, enda beinir þetta athyglinni frá vandræðum Trumps sjálfs sem hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir óviðeigandi ummæli um konur og fyrir að birta ekki upplýsingar um skattgreiðslur sínar. Talið er að Clinton og stuðningsmenn hennar muni nú, þessa viku sem eftir er til kosninga, beita sér af meiri hörku gegn Trump en kannski hefði orðið ef þessi yfirlýsing frá FBI hefði ekki komið fram á síðustu stundu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Yfirlýsing James Comey, yfirmanns bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur komið kosningabaráttu Hillary Clinton í nokkurt uppnám. Hann skýrði frá því í síðustu viku að FBI ætlaði að hefja rannsókn á tölvupóstum úr tölvu þingmannsins Anthonys Weiner, en hann sætir rannsókn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Í tölvunni sé meðal annars að finna tölvupósta frá Hillary Clinton, sem áður hefur sætt rannsókn vegna tölvupóstsamskipta sinna. Comey sagðist telja hugsanlegt að tölvupóstsamskipti Clinton við Weiner gætu reynst mikilvæg fyrir hina rannsóknina á tölvupóstum Clinton. Comey hefur verið gagnrýndur fyrir að nefna þetta opinberlega svona skömmu fyrir forsetakosningar, en þær verða haldnar í Bandaríkjunum á þriðjudaginn í næstu viku, þann 8. nóvember. Demókrataþingmaðurinn Harry Reid, leiðtogi minnihlutans í öldungadeild, segir Comey jafnvel hafa gerst brotlegan við lög með þessu: „Starfsfólk mitt hefur komist að þeirri niðurstöðu að þetta framferði geti verið brot á taumhaldslöggjöfinni, sem bannar embættismönnum FBI að nota opinbera stöðu sína til þess að hafa áhrif á kosningar,“ sagði Reid í yfirlýsingu á sunnudag. Hann gaf engar upplýsingar um hugsanlegt innihald tölvupóstanna eða hvers vegna ástæða gæti þótt til þess að efna til rannsóknar. Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á úrslit forsetakosninganna, en heldur hefur verið að draga saman með Clinton og Donald Trump undanfarið. Um miðjan október var hún með um sjö prósenta forskot að meðaltali en í gær var það komið niður fyrir þrjú prósent. Trump og stuðningsmenn hafa óspart notfært sér þetta baráttu sinni til framdráttar, enda beinir þetta athyglinni frá vandræðum Trumps sjálfs sem hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir óviðeigandi ummæli um konur og fyrir að birta ekki upplýsingar um skattgreiðslur sínar. Talið er að Clinton og stuðningsmenn hennar muni nú, þessa viku sem eftir er til kosninga, beita sér af meiri hörku gegn Trump en kannski hefði orðið ef þessi yfirlýsing frá FBI hefði ekki komið fram á síðustu stundu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira