Um skyldur stjórnmálaflokka Kári Stefánsson skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Ég var að lesa nýjustu ljóðabók Sigurðar Pálssonar sem heitir Ljóð muna rödd og er enn í dálitlum rús, með tárin í augunum. Ég man eftir honum Sigga Páls sem unglingi sem var svo flínkur að yrkja ljóð að við hinir þorðum ekki að sýna okkar, vissum að þau væru út í hött. Hann var líka svo yndislega öðruvísi en við hin í því hvernig hann bar sig að því að vera til. Einu sinni á þessum árum þegar ég var staddur heima hjá honum vestur í bæ sagði hann mér að hann hefði drepið kvígu með því einu að horfa í augun á henni, án þess að segja orð. Ekki man ég hvort hann sagði þessa sögu sem dæmi um kraftinn í ósögðum orðum en hitt er víst að í bókinni nýju breytir hann draumum í orð af slíkum mætti að á hann bítur ekki ljár. Allar götur síðan hann sagði mér þessa sögu hef ég forðast að horfa í augun á kúm af því mér þykir svo vænt um þær. Það má sjálfsagt leiða að því rök að þessi varúð sé óþörf af því að augu mín séu bitlaus miðað við hans, skorti allt sem þurfi til þess að meiða nautgripi. Þessi augu, sem eru nú orðin að einu sjáandi, hafa oft brugðist mér á annan máta en þann þegar mér hefur mistekist að deyða spendýr með tillitinu einu saman. Ég man til dæmis þegar ég var í sveit austur í Flóa þegar ég var níu ára að aldri og sleit upp gras af túninu síðla sumars og sagði við Brynjólf bónda: „Þetta gras er ekki grænt heldur blágrænt.“ „Bull,“ svaraði Brynjólfur, „það er grænt en þegar það lítur svona út er það ljúffengt, safaríkt og fullt af næringu.“ Ég man að ég gaf lítið út á svar bónda af því ég var viss um að hann hefði aldrei lagt sér gras til munns og gæti því ekki vitað hvort það væri ljúffengt eða ekki; ef hann hefði rangt fyrir sér um bragð væri fullt eins líklegt að sama ætti við um lit. Besti vinur minn á bænum lagði það hins vegar í vana sinn að bíta gras. Það var hún Lukka, besta mjólkurkýrin í öllum hreppnum. Við urðum vinir daginn sem færður var frá henni kálfur og hún hágrét, tárin streymdu niður kinnar hennar og hún saug upp í nefið af ekka. Þegar ég sá þetta fór ég líka að gráta ekki bara vegna þess að ég fann til með henni heldur líka vegna þess að ég var einmana og með heimþrá. Upp frá því vorum við Lukka óaðskiljanleg. Hún hlaut að vita hvort gras sem leit svona út væri ljúffengt. Ég reitti fullt fangið af grasinu og færði Lukku þar sem hún stóð á bás við kvöldmjaltirnar. Hún át það með sömu ró og allt annað grænmeti sem henni var fært. Þegar hún var búin með það spurði ég hana hvort henni hefði ekki fundist heyið vont. Að vanda var hún fámál þetta kvöldið, horfði bara á mig sínum stóru, fallegu og rómantísku augum og sleikti mig síðan í framan. Þótt tungan á henni Lukku væri býsna hrjúf var hún samt það mýksta sem ég fann fyrir það sumarið. Þögn er sama og samþykki, heyið var ekki ljúffengt og grasið því blágrænt. Það var bókin hans Sigga sem rótaði þessari sögu upp í hausnum á mér og það var blágræni liturinn sem minnti mig á að búið væri að kjósa til Alþingis en eftir að setja saman ríkisstjórn. Landslagið í íslenskri pólitík er allt annað en það var þegar flokkarnir voru fáir en stórir og sterkir og lítill vandi að sjóða saman tveggja flokka stjórn. Nú eru þeir margir og litlir og má leiða að því rök að þeir gegni allt annars konar hlutverki í samfélaginu. Kannski er fjöldi og fjölbreytni flokkanna fyrsta skrefið í áttina að beinu lýðræði. Eitt er víst að ef við viljum hlúa að lýðræði í landinu kallar þetta ástand á annars konar ríkisstjórn en þær sem við höfum búið við fram til þessa. Það kallar á að við reynum að mynda ríkisstjórn sem hýsir alls konar skoðanir á ýmsum málum og endurspeglar á þann hátt þjóðarsálina. Eftir því sem skoðanir í ríkisstjórn endurspegla stærri hluta af skoðanarófi samfélagsins þeim mun meiri líkur eru á friði og sátt sem við þurfum á að halda til þess að geta hlúð hvort að öðru. Þess vegna viljum við hvorki hægri né vinstri ríkisstjórn heldur þá sem er jafnhent. Sú ríkisstjórn verður að hafa innbyrðis tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins sem eru á sitthvorum endanum á þeirri línu sem við röðum pólitískri fílósófíu á. Ég er handviss um að það þarf ekki annað en kraftinn sem felst í væntumþykju fyrir íslensku samfélagi til þess að beygja þessa línu í hring þannig að endarnir komi saman. Það væri með öllu óásættanlegt ef þessir flokkar létu fílósófískan ágreining koma í veg fyrir stjórnarsamstarf vegna þess að á tímum smáflokkanna getur hver einstakur flokkur ekki haft áhrif á stjórn landsins án þess að vinna með þeim sem eru á öndverðum meiði um margt. Það er hætt við því að sá stjórnmálaflokkur sem þróar ekki með sér viljann og getuna til þessa velkist í erindisleysi uns hans bíða þau örlög Samfylkingarinnar að það er ekki lengur hægt að spila bridge á þingflokksfundum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég var að lesa nýjustu ljóðabók Sigurðar Pálssonar sem heitir Ljóð muna rödd og er enn í dálitlum rús, með tárin í augunum. Ég man eftir honum Sigga Páls sem unglingi sem var svo flínkur að yrkja ljóð að við hinir þorðum ekki að sýna okkar, vissum að þau væru út í hött. Hann var líka svo yndislega öðruvísi en við hin í því hvernig hann bar sig að því að vera til. Einu sinni á þessum árum þegar ég var staddur heima hjá honum vestur í bæ sagði hann mér að hann hefði drepið kvígu með því einu að horfa í augun á henni, án þess að segja orð. Ekki man ég hvort hann sagði þessa sögu sem dæmi um kraftinn í ósögðum orðum en hitt er víst að í bókinni nýju breytir hann draumum í orð af slíkum mætti að á hann bítur ekki ljár. Allar götur síðan hann sagði mér þessa sögu hef ég forðast að horfa í augun á kúm af því mér þykir svo vænt um þær. Það má sjálfsagt leiða að því rök að þessi varúð sé óþörf af því að augu mín séu bitlaus miðað við hans, skorti allt sem þurfi til þess að meiða nautgripi. Þessi augu, sem eru nú orðin að einu sjáandi, hafa oft brugðist mér á annan máta en þann þegar mér hefur mistekist að deyða spendýr með tillitinu einu saman. Ég man til dæmis þegar ég var í sveit austur í Flóa þegar ég var níu ára að aldri og sleit upp gras af túninu síðla sumars og sagði við Brynjólf bónda: „Þetta gras er ekki grænt heldur blágrænt.“ „Bull,“ svaraði Brynjólfur, „það er grænt en þegar það lítur svona út er það ljúffengt, safaríkt og fullt af næringu.“ Ég man að ég gaf lítið út á svar bónda af því ég var viss um að hann hefði aldrei lagt sér gras til munns og gæti því ekki vitað hvort það væri ljúffengt eða ekki; ef hann hefði rangt fyrir sér um bragð væri fullt eins líklegt að sama ætti við um lit. Besti vinur minn á bænum lagði það hins vegar í vana sinn að bíta gras. Það var hún Lukka, besta mjólkurkýrin í öllum hreppnum. Við urðum vinir daginn sem færður var frá henni kálfur og hún hágrét, tárin streymdu niður kinnar hennar og hún saug upp í nefið af ekka. Þegar ég sá þetta fór ég líka að gráta ekki bara vegna þess að ég fann til með henni heldur líka vegna þess að ég var einmana og með heimþrá. Upp frá því vorum við Lukka óaðskiljanleg. Hún hlaut að vita hvort gras sem leit svona út væri ljúffengt. Ég reitti fullt fangið af grasinu og færði Lukku þar sem hún stóð á bás við kvöldmjaltirnar. Hún át það með sömu ró og allt annað grænmeti sem henni var fært. Þegar hún var búin með það spurði ég hana hvort henni hefði ekki fundist heyið vont. Að vanda var hún fámál þetta kvöldið, horfði bara á mig sínum stóru, fallegu og rómantísku augum og sleikti mig síðan í framan. Þótt tungan á henni Lukku væri býsna hrjúf var hún samt það mýksta sem ég fann fyrir það sumarið. Þögn er sama og samþykki, heyið var ekki ljúffengt og grasið því blágrænt. Það var bókin hans Sigga sem rótaði þessari sögu upp í hausnum á mér og það var blágræni liturinn sem minnti mig á að búið væri að kjósa til Alþingis en eftir að setja saman ríkisstjórn. Landslagið í íslenskri pólitík er allt annað en það var þegar flokkarnir voru fáir en stórir og sterkir og lítill vandi að sjóða saman tveggja flokka stjórn. Nú eru þeir margir og litlir og má leiða að því rök að þeir gegni allt annars konar hlutverki í samfélaginu. Kannski er fjöldi og fjölbreytni flokkanna fyrsta skrefið í áttina að beinu lýðræði. Eitt er víst að ef við viljum hlúa að lýðræði í landinu kallar þetta ástand á annars konar ríkisstjórn en þær sem við höfum búið við fram til þessa. Það kallar á að við reynum að mynda ríkisstjórn sem hýsir alls konar skoðanir á ýmsum málum og endurspeglar á þann hátt þjóðarsálina. Eftir því sem skoðanir í ríkisstjórn endurspegla stærri hluta af skoðanarófi samfélagsins þeim mun meiri líkur eru á friði og sátt sem við þurfum á að halda til þess að geta hlúð hvort að öðru. Þess vegna viljum við hvorki hægri né vinstri ríkisstjórn heldur þá sem er jafnhent. Sú ríkisstjórn verður að hafa innbyrðis tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins sem eru á sitthvorum endanum á þeirri línu sem við röðum pólitískri fílósófíu á. Ég er handviss um að það þarf ekki annað en kraftinn sem felst í væntumþykju fyrir íslensku samfélagi til þess að beygja þessa línu í hring þannig að endarnir komi saman. Það væri með öllu óásættanlegt ef þessir flokkar létu fílósófískan ágreining koma í veg fyrir stjórnarsamstarf vegna þess að á tímum smáflokkanna getur hver einstakur flokkur ekki haft áhrif á stjórn landsins án þess að vinna með þeim sem eru á öndverðum meiði um margt. Það er hætt við því að sá stjórnmálaflokkur sem þróar ekki með sér viljann og getuna til þessa velkist í erindisleysi uns hans bíða þau örlög Samfylkingarinnar að það er ekki lengur hægt að spila bridge á þingflokksfundum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun