Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 95-83 | Þægilegur sigur Grindvíkinga Guðmundur Steinarsson í Mustad-höllinni í Grindavík skrifar 10. nóvember 2016 20:45 Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur. Vísir/Eyþór Hann fer seint í sögubækurnar leikurinn sem fór fram í Röstinni heimvelli Grindvíkinga í kvöld. Heimamenn tóku á móti grönnum sínum úr Njarðvík og hefði fyrirfram mátt búast við spennandi og skemmtilegum leik. Leikurinn byrjaði að vísu fjörlega, bæði lið settu niður fyrstu skotin sín og leikurinn hraður. Grindavík komst svo fljótlega yfir og hélt forystunni ef frá er talinn smá kafli í lok þriðja leikhluta og í upphafi þess fjórða. Grindvíkingar voru alltaf skrefi á undan i kvöld, munurinn var ekki mikill þetta fimm til sjö stig og um leið og Njarðvík gerðu sig líklega til að minnka muninn þá keyrðu heimamenn í sókn og skoruðu. Heimamenn leiddu í hálfleik 47-40 og litu út fyrir að hafa engar áhyggjur af leiknum, hann væri þeirra. Njarðvíkingar voru eins og stíflaðar pípulagnir sem þurfti bara að hreinsa örlítið að þá kæmi þetta hjá þeim. Stíflan brast aðeins í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar mættu ákveðnir til leiks, Jóhann Árni og Bonneau fóru fyrir sínum mönnum. Þarna kom í raun fyrsta og eina áhlaupið í leiknum. Gestirnir úr Njarðvík unnu þá upp forskot heimamanna, komust yfir og leiddu í lok þriðja leikhluta 68-70. Það hefur greinilega farið of mikil orka í þetta hjá Njarðvík, því Grindvíkingar skiptu um gír, jöfnuðu og komust yfir. Eftir það varð leikurinn aldrei spennandi og heimamenn öruggir sigurvegarar í kvöld. Af hverju vann Grindavík? Heimamenn voru skrefi á undan í kvöld. Grindavík náði forystunni snemma leiks og eftir það varð þetta eltingarleikur hjá Njarðvík. Áhlaupið sem Njarðvík tók í þriðja leikhluta tók einfaldlega of mikla orku af þeim á meðan Grindavík átti meira eftir á tanknum. Grindvíkingar voru líka duglegir að nýta sér hæðarmuninn, en það er of auðvelt fyrir lið að sækja inn í teiginn hjá Njarðvík meðan þeir hafa ekki stóran leikmann.Bestu menn vallarins Clinch og Ólafur hjá Grindavík voru mennirnir á bakvið sigurinn í kvöld. Báðir með tvöfalda tvennu eins og reyndar Ómar Örn liðsfélagi þeirra. Clinch er leikmaður sem að Grindavík getur leitað til ef þeim vantar að koma sér í færi. Hann bæði býr til færi fyrir samherja sína og getur skorað allstaðar af vellinum. Clinch vantaði ekki nema tvær stoðsendingar til að ná þrennunni eftirsóknarverðu en hún bíður betri tíma.Tölfræði sem vakti athygli Heilt yfir var tölfræði liðanna svipuð og engin þáttur sem sker sig úr. Leikurinn var jafn mest allan leikinn og ekki fyrr en í lok leiksins sem að Grindavík fer yfir tíu stiga forskot. Þrátt fyrir að vera ekki með stóran leikmann þá tapar Njarðvík frákastabaráttunni bara með 8 fráköstum sem ekki ýkja mikið. Það er kannski helst vítanýtingin sem svíður hvað mest. Grindavík er með 80% nýtingu á móti 65% hjá Njarðvík.Hvað gekk illa ? Liðunum gekk illa að slíta sig frá hvort öðru. Það var tækifæri í kvöld til að taka þennan leik og ná í þau tvö stig sem í boði voru. Vissulega vann Grindavík og fengu stigin sem í boði voru. Bæði lið eiga að spila mun betur en þau sýndu í þessum leik og hefðu líklegast flest liðin í deildinni viljað mæta liðunum í þeim gír sem þau voru í kvöld.Jóhann Þór Ólafsson: Vorum skrefi á undan í kvöld Jóhann ÞórÓlafsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, var ánægður í leikslok eftir sigur sinni manna í kvöld en fannst liðið sitt ekki ná takti í kvöld. „Það var kannski ekki fyrr en síðustu 5 mínúturnar sem við komumst í takt við leikinn en samt vorum við alltaf skrefi á undan í kvöld“ sagði Jóhann Þór í samtali við Vísi eftir leikinn. Grindavík lenti aldrei í neinum teljandi vandræðum í kvöld og var sigurinn nokkuð þægilegur þegar horft er heilt yfir leikinn. „Já kannski, en þetta voru nú samt aldrei nema 4 – 6 stig sem við vorum með í forskot og það er ekki mikið í körfubolta“ sagði Jóhann Þór sem var ánægður með kraftinn sem var í liðinu í lok leiksins. Jóhann Þór var sammála að leikurinn hafi nú ekki verið sá skemmtilegasti og aðspurður hvort bikarleikir sem liðin voru að spila í upphafi vikunnar hafi setið í liðunum taldi hann svo ekki vera. „ Bikarleikurinn sat ekki í okkur allavega, veit ekki með þá, við náðum þessu áhlaupi hérna í lokin og það dugði í kvöld, hefði viljað sjá okkur aðeins skarpari en er ánægður með sigurinn“ sagði Jóhann að lokum.Logi Gunnarsson: Þýðir ekkert að vorkenna sér Logi Gunnarsson, fyrirliðið Njarðvíkurliðsins, var eðlilega svekktur eftir tap liðins í kvöld gegn grönnum sínum úr Grindavík. Njarðvík var að elta Grindavík í fyrri hálfleik en nær í þriðja leikhluta að snúa leiknum sér í vil. „Já það fór kannski aðeins of mikil orka í það að vinna upp forskot Grindvíkinga, en við hefðum átt að nýta fyrri hálfleikinn betur þá voru Grindvíkingar værukærir að mér fannst en við vorum það einhvern vegin líka“ sagði Logi í samtali eftir leikinn. Loga fannst fyrri hálfleikurinn fljóta bara í gegn og allt í einu Njarðvík 7 stigum undir í hálfleik. Hefði vilja sjá liðið nýta sér það betur að Grindavík var ekki að spila eins og þeir geta best. Logi var sammála að hvorugt liðið hefði gert almennilegt áhlaup á hvort annað í leiknum og vill meina að þeir hafi misst sénsinn í fyrri hálfleik að snúa leiknum sér í hag. „Við erum að elta í seinni hálfleik, en náum að jafna og komast yfir og líklega fór meira orka í það en maður gerði sér grein fyrir“ sagði Logi við Vísi eftir leik. Það hefur ekki gegnið eins vel hjá Njarðvík eins og vonir stóðu til og munar þá kannski mest um að liðinu vantar tilfinnanlega mann undir körfuna. Jeremy Atkinson verðu kominn fyrir næsta leik og verður fróðlegt að sjá hvernig leikur liðsins verður með hann innanborðs. „Við erum með tveimur fleiri töp en sigra eins og er, en það þýðir ekkert að vorkenna sér. Nú reynir á hópinn og úr hverju hann er gerður. Það getur verið erfitt að tapa mörgum leikjum í röð, við erum núna með tvo tapleiki í röð og í næsta leik reynir virkilega á liðið“ sagði Logi í lokin. Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur Sjá meira
Hann fer seint í sögubækurnar leikurinn sem fór fram í Röstinni heimvelli Grindvíkinga í kvöld. Heimamenn tóku á móti grönnum sínum úr Njarðvík og hefði fyrirfram mátt búast við spennandi og skemmtilegum leik. Leikurinn byrjaði að vísu fjörlega, bæði lið settu niður fyrstu skotin sín og leikurinn hraður. Grindavík komst svo fljótlega yfir og hélt forystunni ef frá er talinn smá kafli í lok þriðja leikhluta og í upphafi þess fjórða. Grindvíkingar voru alltaf skrefi á undan i kvöld, munurinn var ekki mikill þetta fimm til sjö stig og um leið og Njarðvík gerðu sig líklega til að minnka muninn þá keyrðu heimamenn í sókn og skoruðu. Heimamenn leiddu í hálfleik 47-40 og litu út fyrir að hafa engar áhyggjur af leiknum, hann væri þeirra. Njarðvíkingar voru eins og stíflaðar pípulagnir sem þurfti bara að hreinsa örlítið að þá kæmi þetta hjá þeim. Stíflan brast aðeins í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar mættu ákveðnir til leiks, Jóhann Árni og Bonneau fóru fyrir sínum mönnum. Þarna kom í raun fyrsta og eina áhlaupið í leiknum. Gestirnir úr Njarðvík unnu þá upp forskot heimamanna, komust yfir og leiddu í lok þriðja leikhluta 68-70. Það hefur greinilega farið of mikil orka í þetta hjá Njarðvík, því Grindvíkingar skiptu um gír, jöfnuðu og komust yfir. Eftir það varð leikurinn aldrei spennandi og heimamenn öruggir sigurvegarar í kvöld. Af hverju vann Grindavík? Heimamenn voru skrefi á undan í kvöld. Grindavík náði forystunni snemma leiks og eftir það varð þetta eltingarleikur hjá Njarðvík. Áhlaupið sem Njarðvík tók í þriðja leikhluta tók einfaldlega of mikla orku af þeim á meðan Grindavík átti meira eftir á tanknum. Grindvíkingar voru líka duglegir að nýta sér hæðarmuninn, en það er of auðvelt fyrir lið að sækja inn í teiginn hjá Njarðvík meðan þeir hafa ekki stóran leikmann.Bestu menn vallarins Clinch og Ólafur hjá Grindavík voru mennirnir á bakvið sigurinn í kvöld. Báðir með tvöfalda tvennu eins og reyndar Ómar Örn liðsfélagi þeirra. Clinch er leikmaður sem að Grindavík getur leitað til ef þeim vantar að koma sér í færi. Hann bæði býr til færi fyrir samherja sína og getur skorað allstaðar af vellinum. Clinch vantaði ekki nema tvær stoðsendingar til að ná þrennunni eftirsóknarverðu en hún bíður betri tíma.Tölfræði sem vakti athygli Heilt yfir var tölfræði liðanna svipuð og engin þáttur sem sker sig úr. Leikurinn var jafn mest allan leikinn og ekki fyrr en í lok leiksins sem að Grindavík fer yfir tíu stiga forskot. Þrátt fyrir að vera ekki með stóran leikmann þá tapar Njarðvík frákastabaráttunni bara með 8 fráköstum sem ekki ýkja mikið. Það er kannski helst vítanýtingin sem svíður hvað mest. Grindavík er með 80% nýtingu á móti 65% hjá Njarðvík.Hvað gekk illa ? Liðunum gekk illa að slíta sig frá hvort öðru. Það var tækifæri í kvöld til að taka þennan leik og ná í þau tvö stig sem í boði voru. Vissulega vann Grindavík og fengu stigin sem í boði voru. Bæði lið eiga að spila mun betur en þau sýndu í þessum leik og hefðu líklegast flest liðin í deildinni viljað mæta liðunum í þeim gír sem þau voru í kvöld.Jóhann Þór Ólafsson: Vorum skrefi á undan í kvöld Jóhann ÞórÓlafsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, var ánægður í leikslok eftir sigur sinni manna í kvöld en fannst liðið sitt ekki ná takti í kvöld. „Það var kannski ekki fyrr en síðustu 5 mínúturnar sem við komumst í takt við leikinn en samt vorum við alltaf skrefi á undan í kvöld“ sagði Jóhann Þór í samtali við Vísi eftir leikinn. Grindavík lenti aldrei í neinum teljandi vandræðum í kvöld og var sigurinn nokkuð þægilegur þegar horft er heilt yfir leikinn. „Já kannski, en þetta voru nú samt aldrei nema 4 – 6 stig sem við vorum með í forskot og það er ekki mikið í körfubolta“ sagði Jóhann Þór sem var ánægður með kraftinn sem var í liðinu í lok leiksins. Jóhann Þór var sammála að leikurinn hafi nú ekki verið sá skemmtilegasti og aðspurður hvort bikarleikir sem liðin voru að spila í upphafi vikunnar hafi setið í liðunum taldi hann svo ekki vera. „ Bikarleikurinn sat ekki í okkur allavega, veit ekki með þá, við náðum þessu áhlaupi hérna í lokin og það dugði í kvöld, hefði viljað sjá okkur aðeins skarpari en er ánægður með sigurinn“ sagði Jóhann að lokum.Logi Gunnarsson: Þýðir ekkert að vorkenna sér Logi Gunnarsson, fyrirliðið Njarðvíkurliðsins, var eðlilega svekktur eftir tap liðins í kvöld gegn grönnum sínum úr Grindavík. Njarðvík var að elta Grindavík í fyrri hálfleik en nær í þriðja leikhluta að snúa leiknum sér í vil. „Já það fór kannski aðeins of mikil orka í það að vinna upp forskot Grindvíkinga, en við hefðum átt að nýta fyrri hálfleikinn betur þá voru Grindvíkingar værukærir að mér fannst en við vorum það einhvern vegin líka“ sagði Logi í samtali eftir leikinn. Loga fannst fyrri hálfleikurinn fljóta bara í gegn og allt í einu Njarðvík 7 stigum undir í hálfleik. Hefði vilja sjá liðið nýta sér það betur að Grindavík var ekki að spila eins og þeir geta best. Logi var sammála að hvorugt liðið hefði gert almennilegt áhlaup á hvort annað í leiknum og vill meina að þeir hafi misst sénsinn í fyrri hálfleik að snúa leiknum sér í hag. „Við erum að elta í seinni hálfleik, en náum að jafna og komast yfir og líklega fór meira orka í það en maður gerði sér grein fyrir“ sagði Logi við Vísi eftir leik. Það hefur ekki gegnið eins vel hjá Njarðvík eins og vonir stóðu til og munar þá kannski mest um að liðinu vantar tilfinnanlega mann undir körfuna. Jeremy Atkinson verðu kominn fyrir næsta leik og verður fróðlegt að sjá hvernig leikur liðsins verður með hann innanborðs. „Við erum með tveimur fleiri töp en sigra eins og er, en það þýðir ekkert að vorkenna sér. Nú reynir á hópinn og úr hverju hann er gerður. Það getur verið erfitt að tapa mörgum leikjum í röð, við erum núna með tvo tapleiki í röð og í næsta leik reynir virkilega á liðið“ sagði Logi í lokin.
Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum