Enginn virðist hafa verið leiddur í lyfjaprófsgildru á CrossFit-mótinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2016 16:45 Frá Íslandsmótinu í CrossFit í fyrra. vísir/daníel Birgir Sverrisson, verkefnastjóri hjá lyfjaeftirliti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir alveg á hreinu að lyfjaprófun sem framkvæmt er af eftirlitinu sé alfarið á forsendum ÍSÍ. Hinrik Ingi Óskarsson var sviptur Íslandsmeistaratign sinni í íþróttinni í gær sökum þess að hann neitaði að gangast undir lyfjapróf. Fjallað var um málið á Vísi í gærkvöldi þar sem fram kom að Hinrik hótaði starfsmönnum lyfjaeftirlitsins í búningsklefa í Digranesi að mótinu loknu. Hinrik þvertekur í viðtali við Vísi að hafa haft í neinum hótunum við viðkomandi starfsmenn. Hann hafi brugðist svo við vegna þess að honum sé ljóst að Crossfitsamband Íslands hafi leitt hann í gildru. Hann hafi verið grátbeðinn um að keppa og svo sigtaður út í lyfjapróf. „Þau voru að finna eitthvað til að geta tæklað mig niður. Þetta kallast afbrýðisemi og óöryggi í garð annarra. Ég hélt að þetta fólk væri vinir mínir,“ sagði Hinrik í samtali við Vísi. Birgir Sverrisson segir öll lyfjapróf sem ÍSÍ framkvæmi fyrir þriðja aðila, eins og Crossfitsamband Íslands, fari alfarið fram á forsendum ÍSÍ. Þrálátur orðrómur sem átti að slá á Crossfitsamband Íslands tilheyrir ekki ÍSÍ. Vegna þráláts orðróms um steranotkun í hreyfingunni var ákveðið fyrir um tveimur árum að leita eftir samstarfi við lyfjaeftirlit ÍSÍ varðandi framkvæmd lyfjaprófa. Hið fyrsta var framkvæmt nú um helgina. Allir keppendur skrifuðu undir yfirlýsingu um að þeir væru meðvitaðir og samþykkir framkvæmd lyfjaprófa. Á sunnudaginn, að keppni lokinni, mættu svo starfsmenn lyfjaeftirlitsins á vettvang og boðuðu keppendur í fyrsta og öðru sæti í karlaflokki í lyfjapróf. „Þegar við gerum samkomulag við þriðja aðila um að prófa þá er það algjörlega á okkar forsendum,“ segir Birgir Sverrisson hjá lyfjaeftirlitinu í samtali við Vísi. Þannig kæmi aldrei til greina að starfsmenn sambandsins mættu á mót þar sem fyrir lægi að lyfjaprófun færi fram. Hinrik Ingi Óskarsson.mynd/hinrik ingi Tveggja ára bann „Það gengur ekki upp,“ segir Birgir. Lykilþáttur við lyfjaeftirlit snúist einmitt um að lyfjaprófun geti farið fram hvar sem er, hvenær sem er og hver sem er geti verið prófaður. Svo bagalega fór hins vegar að fyrstu tveir iðkendurnir í CrossFit sem voru beðnir um að gangast undir lyfjapróf neituðu því. CrossFit-samband Íslands brást við um leið og voru Hinrik og Bergur Sverrisson, sem hafnaði í öðru sæti, settir í tveggja ára bann í gærkvöldi.Sjá einnig:Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á ÍslandiBirgir segir þrjár aðferðir notaðar þegar komi að því að framkvæma lyfjaprófun. Einstaklingar séu valdir af handahófi, einstaklingar eru sigtaðir úr eða ákveðið sé að prófa ákveðin sæti sem eru þá yfirleitt verðlaunasæti. Birgir vill ekki tjá sig um einstök atvik en samkvæmt heimildum Vísis var ákveðið að prófa efstu tvö sætin í karlaflokki á mótinu um helgina. Sú ákvörðun var ekki tekin fyrr en skömmu áður en keppni lauk. Frá keppni í Crossfit í Digranesi í fyrra.Vísir/DaníelHeldur til Dúbaí í næsta CrossFit-mótSamkvæmt heimildum Vísis upplifðu starfsmenn lyfjaeftirlitsins hótanir í sinn garð. Hinrik þvertekur fyrir það en samkvæmt heimildum Vísis minnti hann starfsmennina á að hann væri sterkari en þeir og gæti „buffað“ þá. „Ég hótaði engum og gerði engum neitt. Það voru engir verðir þarna. Einu verðirnir þarna voru menn á mínum vegum sem heyrðu hvað var verið að segja þarna.“Birgir segist ekki geta tjáð sig um samskipti lyfjaeftirlits við keppendur í lyfjaprófum. Hann hafi ekki verið á staðnum og sé bundinn trúnaði.„Við tökum því að sjálfsögðu alvarlega ef starfsfólki okkar er ógnað. Það þarf að bregðast við því.“Hinrik Ingi lætur engan bilbug á sér finna og ætlar að keppa í Crossfit í Dúbaí um mánaðarmótin ásamt nokkrum af fremstu CrossFit-urum landsins. Hann þvertekur fyrir að nota stera og segist tilbúinn að gangast undir lyfjapróf á næstunni. Það er hins vegar ekki í boði.„Íþróttamönnun ber að gangast undir lyfjaeftirlit þegar þeir eru boðaðir í slíkt, en ekki þegar þeim hentar,“ segir Birgir um hvort annað lyfjarpróf sé í boði.„Aldrei séð stera í CrossFit“Nokkur umræða var um steranotkun í CrossFit fyrir einu og hálfu ári eftir að handboltamaður féll á lyfjaprófi. Bar hann því við að hann hefði fengið sopa af einhverju hjá vini sínum í CrossFit en þar væri meirihluti iðkenda að nota árangursbætandi efna. CrossFit-urum blöskraði ummælin og Evert Víglundsson, yfirþjálfari hjá Crossfit Reykjavík, sagði í viðtali í Íslandi í dag að hann hefði ekki einu sinni séð stera. Hinrik Ingi er einmitt iðkandi hjá CrossFit Reykjavík en er nú kominn í tveggja ára bann frá æfingum hjá félaginu.Viðtalið við Evert má sjá hér að neðan. CrossFit Tengdar fréttir Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03 Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. 28. nóvember 2016 10:46 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
Birgir Sverrisson, verkefnastjóri hjá lyfjaeftirliti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir alveg á hreinu að lyfjaprófun sem framkvæmt er af eftirlitinu sé alfarið á forsendum ÍSÍ. Hinrik Ingi Óskarsson var sviptur Íslandsmeistaratign sinni í íþróttinni í gær sökum þess að hann neitaði að gangast undir lyfjapróf. Fjallað var um málið á Vísi í gærkvöldi þar sem fram kom að Hinrik hótaði starfsmönnum lyfjaeftirlitsins í búningsklefa í Digranesi að mótinu loknu. Hinrik þvertekur í viðtali við Vísi að hafa haft í neinum hótunum við viðkomandi starfsmenn. Hann hafi brugðist svo við vegna þess að honum sé ljóst að Crossfitsamband Íslands hafi leitt hann í gildru. Hann hafi verið grátbeðinn um að keppa og svo sigtaður út í lyfjapróf. „Þau voru að finna eitthvað til að geta tæklað mig niður. Þetta kallast afbrýðisemi og óöryggi í garð annarra. Ég hélt að þetta fólk væri vinir mínir,“ sagði Hinrik í samtali við Vísi. Birgir Sverrisson segir öll lyfjapróf sem ÍSÍ framkvæmi fyrir þriðja aðila, eins og Crossfitsamband Íslands, fari alfarið fram á forsendum ÍSÍ. Þrálátur orðrómur sem átti að slá á Crossfitsamband Íslands tilheyrir ekki ÍSÍ. Vegna þráláts orðróms um steranotkun í hreyfingunni var ákveðið fyrir um tveimur árum að leita eftir samstarfi við lyfjaeftirlit ÍSÍ varðandi framkvæmd lyfjaprófa. Hið fyrsta var framkvæmt nú um helgina. Allir keppendur skrifuðu undir yfirlýsingu um að þeir væru meðvitaðir og samþykkir framkvæmd lyfjaprófa. Á sunnudaginn, að keppni lokinni, mættu svo starfsmenn lyfjaeftirlitsins á vettvang og boðuðu keppendur í fyrsta og öðru sæti í karlaflokki í lyfjapróf. „Þegar við gerum samkomulag við þriðja aðila um að prófa þá er það algjörlega á okkar forsendum,“ segir Birgir Sverrisson hjá lyfjaeftirlitinu í samtali við Vísi. Þannig kæmi aldrei til greina að starfsmenn sambandsins mættu á mót þar sem fyrir lægi að lyfjaprófun færi fram. Hinrik Ingi Óskarsson.mynd/hinrik ingi Tveggja ára bann „Það gengur ekki upp,“ segir Birgir. Lykilþáttur við lyfjaeftirlit snúist einmitt um að lyfjaprófun geti farið fram hvar sem er, hvenær sem er og hver sem er geti verið prófaður. Svo bagalega fór hins vegar að fyrstu tveir iðkendurnir í CrossFit sem voru beðnir um að gangast undir lyfjapróf neituðu því. CrossFit-samband Íslands brást við um leið og voru Hinrik og Bergur Sverrisson, sem hafnaði í öðru sæti, settir í tveggja ára bann í gærkvöldi.Sjá einnig:Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á ÍslandiBirgir segir þrjár aðferðir notaðar þegar komi að því að framkvæma lyfjaprófun. Einstaklingar séu valdir af handahófi, einstaklingar eru sigtaðir úr eða ákveðið sé að prófa ákveðin sæti sem eru þá yfirleitt verðlaunasæti. Birgir vill ekki tjá sig um einstök atvik en samkvæmt heimildum Vísis var ákveðið að prófa efstu tvö sætin í karlaflokki á mótinu um helgina. Sú ákvörðun var ekki tekin fyrr en skömmu áður en keppni lauk. Frá keppni í Crossfit í Digranesi í fyrra.Vísir/DaníelHeldur til Dúbaí í næsta CrossFit-mótSamkvæmt heimildum Vísis upplifðu starfsmenn lyfjaeftirlitsins hótanir í sinn garð. Hinrik þvertekur fyrir það en samkvæmt heimildum Vísis minnti hann starfsmennina á að hann væri sterkari en þeir og gæti „buffað“ þá. „Ég hótaði engum og gerði engum neitt. Það voru engir verðir þarna. Einu verðirnir þarna voru menn á mínum vegum sem heyrðu hvað var verið að segja þarna.“Birgir segist ekki geta tjáð sig um samskipti lyfjaeftirlits við keppendur í lyfjaprófum. Hann hafi ekki verið á staðnum og sé bundinn trúnaði.„Við tökum því að sjálfsögðu alvarlega ef starfsfólki okkar er ógnað. Það þarf að bregðast við því.“Hinrik Ingi lætur engan bilbug á sér finna og ætlar að keppa í Crossfit í Dúbaí um mánaðarmótin ásamt nokkrum af fremstu CrossFit-urum landsins. Hann þvertekur fyrir að nota stera og segist tilbúinn að gangast undir lyfjapróf á næstunni. Það er hins vegar ekki í boði.„Íþróttamönnun ber að gangast undir lyfjaeftirlit þegar þeir eru boðaðir í slíkt, en ekki þegar þeim hentar,“ segir Birgir um hvort annað lyfjarpróf sé í boði.„Aldrei séð stera í CrossFit“Nokkur umræða var um steranotkun í CrossFit fyrir einu og hálfu ári eftir að handboltamaður féll á lyfjaprófi. Bar hann því við að hann hefði fengið sopa af einhverju hjá vini sínum í CrossFit en þar væri meirihluti iðkenda að nota árangursbætandi efna. CrossFit-urum blöskraði ummælin og Evert Víglundsson, yfirþjálfari hjá Crossfit Reykjavík, sagði í viðtali í Íslandi í dag að hann hefði ekki einu sinni séð stera. Hinrik Ingi er einmitt iðkandi hjá CrossFit Reykjavík en er nú kominn í tveggja ára bann frá æfingum hjá félaginu.Viðtalið við Evert má sjá hér að neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03 Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. 28. nóvember 2016 10:46 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03
Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01
Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. 28. nóvember 2016 10:46