Íslenski boltinn

Guðni íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson. vísir
Guðni Bergsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ á næsta ársþingi Knattspyrnusambandsins í í febrúar á næsta ári.

Guðni lék 80 A-landsleiki á sínum tíma og átti farsælan feril með Val, Tottenham og Bolton. Hann starfar nú sem lögmaður.

„Margir hafa komið að máli við mig og hvatt mig til þess að bjóða mig fram til formanns KSÍ. Þetta hefur vissulega komið til tals áður, en að þessu sinni hef ég lofað að íhuga þetta vel og mun gera það á næstunni,“ sagði Guðni við RÚV í dag.

Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007. Hann var áður framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×