Íslenska Evrópuævintýrið ekki nóg til að fá tilnefningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2016 10:00 Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson í sigrinum á Englendingum. Vísir/Getty Joe Allen, miðjumaður Stoke City, er einn þeirra sem koma til greina í úrvalslið UEFA fyrir árið 2016. Enginn Íslendingur er aftur á móti á 40 manna listanum. Íslenska fótboltalandsliðið var spútnikliðið á EM í Frakklandi síðasta sumar ásamt landsliði Wales. Ísland komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá karlalandsliðum og Wales fór í undanúrslit á fyrsta stórmóti sínu frá HM 1958. Velsku landsliðsmennirnir Joe Allen, Aaron Ramsey og Gareth Bale eru allir tilnefndir en hvergi má sjá nafn Gylfa Þórs Sigurðsson, Ragnars Sigurðssonar eða Kára Árnasonar. Íslensku landsliðsmennirnir fóru þetta mikið á liðsheildinni og það má líta á þessar tilnefningar sem enn frekari sönnun þess. Íslensku strákarnir eru heldur ekki að spila með bestu liðunum í bestu deildunum og það hjálpar heldur ekki til. Málið er bara að ef það var einhvern tímann von um að sjá íslenskan leikmann koma til greina í lið ársins hjá UEFA þá var það núna. Allen og Ramsey eru tveir af tólf leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem komast á þennan 40 manna lista og besta deildin í Evrópu er því ekki að skila alltof mörgum mönnum inn. Hinir eru Riyad Mahrez, N'Golo Kante, Toby Alderweireld, Laurent Koscielny, Paul Pogba, Kevin de Bruyne, Dimitri Payet, Sergio Aguero, Alexis Sanchez og Zlatan Ibrahimovic. Evrópumeistarar Real Madrid eiga flesta menn á listanum eða alls átta leikmenn. Þeir eru Keylor Navas, Sergio Ramos, Dani Carvajal, Pepe, Luka Modric, Toni Kroos, Gareth Bale og Cristiano Ronaldo. Barcelona er með fimm leikmenn eða þá Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar, Andres Iniesta og Gerard Pique. Real Madrid og Barcelona eiga þar með fleiri leikmenn sem koma til greina í lið ársins hjá UEFA heldur en öll ensku úrvalsdeildarliðin til samans.Tilnefningar fyrir lið ársins 2016 hjá UEFA:Markmenn: Gianluigi Buffon (Juventus), Keylor Navas (Real Madrid), Jan Oblak (Atletico Madrid) Rui Patricio (Sporting Lisbon).Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hostspur) Jerome Boateng (Bayern Munich), Leonardo Bonnuci (Juventus), Dani Carvajal (Real Madrid), Diego Godin (Atletico Madrid), Raphael Guerreiro (Borussia Dortmund), Juanfran (Atletico Madrid), Joshua Kimmich (Bayern Munich), Laurent Koscielny (Arsenal), Pepe (Real Madrid), Gerard Pique (Barcelona), Sergio Ramos (Real Madrid).Miðjumenn: Joe Allen (Stoke), Kevin De Bruyne (Man City), Yannick Carrasco (Atletico Madrid), Andres Iniesta (Barcelona), N'Golo Kante (Chelsea), Toni Kroos (Real Madrid), Grzegorz Krychowiak (PSG), Riyad Mahrez (Leicester), Luka Modric (Real Madrid), Dimitri Payet (West Ham), Paul Pogba (Man Utd), Aaron Ramsey (Arsenal).Sóknarmenn: Sergio Aguero (Man City), Pierre-Emerick Aubameyang (Borussia Dortmund), Gareth Bale (Real Madrid), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Gonzalo Higuain (Juventus), Zlatan Ibrahimovic (Man Utd), Robert Lewandowski (Bayern Munich), Lionel Messi (Barcelona), Neymar (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Alexis Sanchez (Arsenal), Luis Suarez (Barcelona). EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira
Joe Allen, miðjumaður Stoke City, er einn þeirra sem koma til greina í úrvalslið UEFA fyrir árið 2016. Enginn Íslendingur er aftur á móti á 40 manna listanum. Íslenska fótboltalandsliðið var spútnikliðið á EM í Frakklandi síðasta sumar ásamt landsliði Wales. Ísland komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá karlalandsliðum og Wales fór í undanúrslit á fyrsta stórmóti sínu frá HM 1958. Velsku landsliðsmennirnir Joe Allen, Aaron Ramsey og Gareth Bale eru allir tilnefndir en hvergi má sjá nafn Gylfa Þórs Sigurðsson, Ragnars Sigurðssonar eða Kára Árnasonar. Íslensku landsliðsmennirnir fóru þetta mikið á liðsheildinni og það má líta á þessar tilnefningar sem enn frekari sönnun þess. Íslensku strákarnir eru heldur ekki að spila með bestu liðunum í bestu deildunum og það hjálpar heldur ekki til. Málið er bara að ef það var einhvern tímann von um að sjá íslenskan leikmann koma til greina í lið ársins hjá UEFA þá var það núna. Allen og Ramsey eru tveir af tólf leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem komast á þennan 40 manna lista og besta deildin í Evrópu er því ekki að skila alltof mörgum mönnum inn. Hinir eru Riyad Mahrez, N'Golo Kante, Toby Alderweireld, Laurent Koscielny, Paul Pogba, Kevin de Bruyne, Dimitri Payet, Sergio Aguero, Alexis Sanchez og Zlatan Ibrahimovic. Evrópumeistarar Real Madrid eiga flesta menn á listanum eða alls átta leikmenn. Þeir eru Keylor Navas, Sergio Ramos, Dani Carvajal, Pepe, Luka Modric, Toni Kroos, Gareth Bale og Cristiano Ronaldo. Barcelona er með fimm leikmenn eða þá Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar, Andres Iniesta og Gerard Pique. Real Madrid og Barcelona eiga þar með fleiri leikmenn sem koma til greina í lið ársins hjá UEFA heldur en öll ensku úrvalsdeildarliðin til samans.Tilnefningar fyrir lið ársins 2016 hjá UEFA:Markmenn: Gianluigi Buffon (Juventus), Keylor Navas (Real Madrid), Jan Oblak (Atletico Madrid) Rui Patricio (Sporting Lisbon).Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hostspur) Jerome Boateng (Bayern Munich), Leonardo Bonnuci (Juventus), Dani Carvajal (Real Madrid), Diego Godin (Atletico Madrid), Raphael Guerreiro (Borussia Dortmund), Juanfran (Atletico Madrid), Joshua Kimmich (Bayern Munich), Laurent Koscielny (Arsenal), Pepe (Real Madrid), Gerard Pique (Barcelona), Sergio Ramos (Real Madrid).Miðjumenn: Joe Allen (Stoke), Kevin De Bruyne (Man City), Yannick Carrasco (Atletico Madrid), Andres Iniesta (Barcelona), N'Golo Kante (Chelsea), Toni Kroos (Real Madrid), Grzegorz Krychowiak (PSG), Riyad Mahrez (Leicester), Luka Modric (Real Madrid), Dimitri Payet (West Ham), Paul Pogba (Man Utd), Aaron Ramsey (Arsenal).Sóknarmenn: Sergio Aguero (Man City), Pierre-Emerick Aubameyang (Borussia Dortmund), Gareth Bale (Real Madrid), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Gonzalo Higuain (Juventus), Zlatan Ibrahimovic (Man Utd), Robert Lewandowski (Bayern Munich), Lionel Messi (Barcelona), Neymar (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Alexis Sanchez (Arsenal), Luis Suarez (Barcelona).
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira