Erlent

Melania og Barron flytja ekki í Hvíta húsið

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Melania og Barron eru mjög náin og hafa orðið enn nánari eftir kosningabaráttuna, samkvæmt heimildarmönnum.
Melania og Barron eru mjög náin og hafa orðið enn nánari eftir kosningabaráttuna, samkvæmt heimildarmönnum. mynd/getty
Melania Trump, eiginkona Donalds Trump, og Barron sonur þeirra munu ekki flytja í Hvíta húsið þegar Trump tekur við forsetaembættinu í janúar. Þetta kemur fram í frétt New York Post.

Þess í stað ætla mæðginin að búa á núverandi heimili sínu á efstu hæð Trump-turnsins á Manhattan í New York borg.

Heimildarmenn hafa sagt að ástæðan fyrir áframhaldandi búsetu í Trump-turninum sé sú að Trump-hjónunum sé illa við að taka Barron úr skóla. Barron, sem er tíu ára gamall, stundar nú nám í einkaskóla í norðvesturhluta Manhattan.

Öryggisgæslan mun aukast til muna við Trump-turninn.mynd/getty
Vísir hefur áður greint frá því að Donald Trump hefur ekki virst sérstaklega áhugasamur um fasta búsetu í Hvíta húsinu. Hann kýs heldur að búa áfram á heimili sínu í New York og vera þess í stað með annan fótinn í Washington.

Eftir að úrslit forsetakosninganna urðu ljós hefur öryggisgæslan á svæðinu umhverfis Trump-turninn verið hert til muna en stórt svæði í kringum hann er afgirt. Þessar öryggisráðstafanir hafa gert það að verkum að umferðin í New York-borg er martröð líkust

Ljóst er að þörf er á áframhaldandi gæslu ef Trump-fjölskyldan stendur við ákvörðun sína að hafa aðsetur sínar í turninum.

„Leyniþjónustan mun þurfa að girða af svæðið til þess að einhverjir vitleysingar geti ekki komist í návígi turninn og sprengt bílsprengju,“ sögðu lögreglumenn New York-borgar á blaðamannafundi á föstudaginn aðspurðir um hvort turninn yrði áfram girtur af.


Tengdar fréttir

Hver er Melania Trump?

Melania Trump verður næsta forsetafrú eftir sigur eiginmanns hennar í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×