Íslenska þjóðin getur hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA | Hér getur þú kosið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 22:45 Íslenskt stuðningsfólk á EM í Frakklandi. Vísir/Samsettar myndir frá Getty Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Ísland sló í gegn á EM í Frakklandi í sumar, bæði strákarnir inn á vellinum með því að komast alla leið í átta liða úrslitin en líka stuðningsfólkið sem streymdi til Frakklands og málaði stúkurnar bláar. Víkingsklappið hjálpaði íslenska stuðningsfólkinu að fanga athygli heimsins þar sem leikmenn og stuðningsfólk sameinaðasti í að búa til magnað stemningu eftir leiki íslenska liðsins. Fótboltagoðsagnirnar Zvonimir Boban, Marta, Gabriel Batistuta og Vladimir Petkovic fengu það verkefni að velja þrjá stuðningshópa sem voru tilnefndir í ár. Þeir klikkuðu að sjálfsögðu ekki á því að velja íslenska stuðningsfólkið en eins og eru tilnefndir stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund sameiginlega fyrir frammistöðu sína í Evrópuleik liðanna sem og stuðningsmenn ADO Den Haag fyrir að koma færandi hendi á leik á móti Feyenoord í hollensku deildinni. Stuðningsmenn ADO Den Haag í Hollandi eru tilnefndir fyrir að koma með mikinn fjölda af leikfangadýrin og henda til stuðningsmanna Feyenoord sem sátu fyrir neðan þá í stúkunni en það voru börn frá Sophia barnaspítalanum í Rotterdam. Þá eru stuðningsmenn Liverpool og Dortmund tilnefndir fyrir að syngja saman „You´ll never walk alone” fyrir leik liðsins í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram daginn fyrir 27 ára minningarafmæli vegna Hillsborough harmleiksins. Stuðningsmenn Dortmund sungu lagið á þýsku með stuðningsmönnum Liverpool sem virðingarvott við þá sem létust í slysinu hræðilega. Ísland kom sér í sviðsljósið með flottri framkomu sinni í Frakklandi í sumar og nú getur íslenska þjóðin hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA. Það er hægt að fara inn á heimasíðu FIFA og kjósa bestu stuðningsmennina.Kosningin fer fram hér en 9. janúar kemur í ljós hver fær verðlaunin. Nú er bara að passa upp á að allir kjósi og að allir kjósi rétt. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Ísland sló í gegn á EM í Frakklandi í sumar, bæði strákarnir inn á vellinum með því að komast alla leið í átta liða úrslitin en líka stuðningsfólkið sem streymdi til Frakklands og málaði stúkurnar bláar. Víkingsklappið hjálpaði íslenska stuðningsfólkinu að fanga athygli heimsins þar sem leikmenn og stuðningsfólk sameinaðasti í að búa til magnað stemningu eftir leiki íslenska liðsins. Fótboltagoðsagnirnar Zvonimir Boban, Marta, Gabriel Batistuta og Vladimir Petkovic fengu það verkefni að velja þrjá stuðningshópa sem voru tilnefndir í ár. Þeir klikkuðu að sjálfsögðu ekki á því að velja íslenska stuðningsfólkið en eins og eru tilnefndir stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund sameiginlega fyrir frammistöðu sína í Evrópuleik liðanna sem og stuðningsmenn ADO Den Haag fyrir að koma færandi hendi á leik á móti Feyenoord í hollensku deildinni. Stuðningsmenn ADO Den Haag í Hollandi eru tilnefndir fyrir að koma með mikinn fjölda af leikfangadýrin og henda til stuðningsmanna Feyenoord sem sátu fyrir neðan þá í stúkunni en það voru börn frá Sophia barnaspítalanum í Rotterdam. Þá eru stuðningsmenn Liverpool og Dortmund tilnefndir fyrir að syngja saman „You´ll never walk alone” fyrir leik liðsins í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram daginn fyrir 27 ára minningarafmæli vegna Hillsborough harmleiksins. Stuðningsmenn Dortmund sungu lagið á þýsku með stuðningsmönnum Liverpool sem virðingarvott við þá sem létust í slysinu hræðilega. Ísland kom sér í sviðsljósið með flottri framkomu sinni í Frakklandi í sumar og nú getur íslenska þjóðin hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA. Það er hægt að fara inn á heimasíðu FIFA og kjósa bestu stuðningsmennina.Kosningin fer fram hér en 9. janúar kemur í ljós hver fær verðlaunin. Nú er bara að passa upp á að allir kjósi og að allir kjósi rétt.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira