Liðin sem komust í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar | Bara tvö ensk lið í pottinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2016 22:15 Kalifa Coulibaly og félagar í Gent komust áfram eftir sigurmark á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Vísir/EPA Lokaumferðin í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fór fram í kvöld og þá kom endanlega í ljós hvaða 32 lið verða í pottinum þegar dregið verið í 32 liða úrslitin á mánudaginn. Manchester United vann sinn leik á útivelli og komst áfram í kvöld en jafntefli á heimavelli dugði ekki Southampton sem er úr leik. Fenerbahce kláraði sinn leik á móti Feyenoord í Hollandi og vann riðilinn. Úrslitin þýddu líka að Manchester United hefði mátt tapa á útivelli á móti botnliði Zorya Luhansk. Mörk frá Henrikh Mkhitaryan og Zlatan Ibrahimović sáu hinsvegar til þess að United vann 2-0 sigur. Southampton nægði marklaust jafntefli á heimavelli á móti Hapoel Be'er Sheva frá Ísrael en Ísraelsmennirnir skoruðu þrettán mínútum fyrir leikslok. Southampton þurfti þar með tvö mörk og þeir náðu bara einu sem kom ekki fyrr en í uppbótartíma. Það varð að fresta leik Sassuolo og Genk vegna þoku en það hefur engin áhrif á útkomuna því úrslitin voru ráðin í F-riðli og Genk var komið áfram. Landar þeirra í Gent unnu hinsvegar dramatískasta sigur kvöldsins því Kalifa Coulibaly skoraði sigurmark liðsins á fjórðu mínútu í uppbótartíma á útivelli á móti tyrkneska liðinu Konyaspor. Markið hans Coulibaly kom Gent upp fyrir portúgalska liðið Braga sem tapaði á sama tíma á móti úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið eru komin áfram og enn neðar má síðan sjá öll úrslitin í leikjum kvöldsins.Sigurvegarar riðlanna tólf: Fenerbahce frá Tyrklandi (A-riðill) APOEL frá Kýpur (B) Saint-Étienne frá Frakklandi (C) Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi (D) Roma frá Ítalíu (E) Athletic Bilbao frá Spáni (F) Ajax frá Hollandi (G) Shakhtar Donetsk frá Úkraínu (H) Schalke 04 frá Þýskalandi (I) Fiorentina frá Ítalíu (J) Sparta Prag frá Tékklandi (K) Osmanlıspor frá Tyrklandi (L)Liðin sem lentu í öðru sæti í riðlinum: Manchester United frá Englandi (A-riðill) Olympiacos frá Grikklandi (B) Anderlecht frá Belgíu (C) AZ Alkmaar frá Hollandi (D) Astra Giurgiu frá Rúmeníu (E) Genk frá Belgíu (F) Celta Vigo frá Spáni (G) Gent frá Belgíu (H) Krasnodar frá Rússlandi (I) PAOK frá Grikklandi (J) Hapoel Be'er Sheva frá Ísrael (K) Villarreal frá Spáni (L)Liðin sem koma úr MeistaradeildinniÍ fyrsta styrkleikaflokki: FC Kaupmannahöfn frá Danmörku Lyon frá Frakklandi Tottenham frá Englandi Besiktas frá TyrklandiÍ öðrum styrkleikaflokki Rostov frá Rússlandi Borussia Mönchengladbach frá Þýskalandi Legia Varsjá frá Póllandi Ludogorets frá Búlgaríu Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira
Lokaumferðin í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fór fram í kvöld og þá kom endanlega í ljós hvaða 32 lið verða í pottinum þegar dregið verið í 32 liða úrslitin á mánudaginn. Manchester United vann sinn leik á útivelli og komst áfram í kvöld en jafntefli á heimavelli dugði ekki Southampton sem er úr leik. Fenerbahce kláraði sinn leik á móti Feyenoord í Hollandi og vann riðilinn. Úrslitin þýddu líka að Manchester United hefði mátt tapa á útivelli á móti botnliði Zorya Luhansk. Mörk frá Henrikh Mkhitaryan og Zlatan Ibrahimović sáu hinsvegar til þess að United vann 2-0 sigur. Southampton nægði marklaust jafntefli á heimavelli á móti Hapoel Be'er Sheva frá Ísrael en Ísraelsmennirnir skoruðu þrettán mínútum fyrir leikslok. Southampton þurfti þar með tvö mörk og þeir náðu bara einu sem kom ekki fyrr en í uppbótartíma. Það varð að fresta leik Sassuolo og Genk vegna þoku en það hefur engin áhrif á útkomuna því úrslitin voru ráðin í F-riðli og Genk var komið áfram. Landar þeirra í Gent unnu hinsvegar dramatískasta sigur kvöldsins því Kalifa Coulibaly skoraði sigurmark liðsins á fjórðu mínútu í uppbótartíma á útivelli á móti tyrkneska liðinu Konyaspor. Markið hans Coulibaly kom Gent upp fyrir portúgalska liðið Braga sem tapaði á sama tíma á móti úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið eru komin áfram og enn neðar má síðan sjá öll úrslitin í leikjum kvöldsins.Sigurvegarar riðlanna tólf: Fenerbahce frá Tyrklandi (A-riðill) APOEL frá Kýpur (B) Saint-Étienne frá Frakklandi (C) Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi (D) Roma frá Ítalíu (E) Athletic Bilbao frá Spáni (F) Ajax frá Hollandi (G) Shakhtar Donetsk frá Úkraínu (H) Schalke 04 frá Þýskalandi (I) Fiorentina frá Ítalíu (J) Sparta Prag frá Tékklandi (K) Osmanlıspor frá Tyrklandi (L)Liðin sem lentu í öðru sæti í riðlinum: Manchester United frá Englandi (A-riðill) Olympiacos frá Grikklandi (B) Anderlecht frá Belgíu (C) AZ Alkmaar frá Hollandi (D) Astra Giurgiu frá Rúmeníu (E) Genk frá Belgíu (F) Celta Vigo frá Spáni (G) Gent frá Belgíu (H) Krasnodar frá Rússlandi (I) PAOK frá Grikklandi (J) Hapoel Be'er Sheva frá Ísrael (K) Villarreal frá Spáni (L)Liðin sem koma úr MeistaradeildinniÍ fyrsta styrkleikaflokki: FC Kaupmannahöfn frá Danmörku Lyon frá Frakklandi Tottenham frá Englandi Besiktas frá TyrklandiÍ öðrum styrkleikaflokki Rostov frá Rússlandi Borussia Mönchengladbach frá Þýskalandi Legia Varsjá frá Póllandi Ludogorets frá Búlgaríu
Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira