Erlent

Nóbelshafi reif græna kortið í tætlur vegna Trump

Anton Egilsson skrifar
Wole Soyinka er er ekki mikill aðdáandi Donald Trump.
Wole Soyinka er er ekki mikill aðdáandi Donald Trump. Vísir/Getty
Nígerski nóbelsverðlaunahafinn Wole Soyinka tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann hefði staðið við fyriráætlanir sínar og rifið græna kort sitt í tætlur sökum kjörs Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. CNN greinir frá.

„Ég gerði nákvæmlega það sem ég sagðist ætla að gera. Þetta var persónulegt og ég gerði það sem ég þurfti að gera persónulega.” Sagði Soyinka sem gaf það opinberlega út í október að ef Trump myndi sigra forsetakosningarnar þá myndi hann eyðileggja græna kort sitt.

Soyinka sem varð árið 1986 fyrsti afríski rithöfundurinn til að hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels segist hafa áttað sig snemma á að Trump gæti sigrað kosningarnar.

„Það var þá þegar ég byrjaði að öskra og segja að ef þessi maður yrði kosinn þá væri ég farinn”

Hann útilokar það þó ekki að snúa einhvern tímann aftur til Bandaríkjanna.

„Ef það er eitthvað mjög mikilvægt, þá að sjálfsögðu. En ég mun ekki fara þangað á mínum eigin vegum.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×