Bandaríkjaher leyfir ekki olíuleiðslu nærri verndarsvæði frumbyggja í Norður-Dakóta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2016 23:30 Frá mótmælum vegna olíuleiðslunnar. vísir/getty Bandaríkjaher hefur ákveðið að leyfa ekki olíuleiðslu að fara í gegnum land sem herinn hefur yfirráð yfir í Norður-Dakóta en frumbyggjar hafa mótmælt lagningu leiðslunnar í um hálft ár þar sem hún færi nærri verndarsvæði þeirra.Greint er frá málinu á vef BBC en frumbyggjarnir tilheyra Standing Rock Sioux-ættbálknum. Þeir fagna ákvörðun Bandaríkjahers sem mun nú leita annarra leiða fyrir olíuleiðsluna en með henni á að flytja hráolíu frá Norður-Dakóta til Illinois. Hún á að vera um 1900 kílómetra löng og átti, eins og áður segir, að leggja hana nærri verndarsvæði Standing Rock Sioux-ættbálksins. Þeir, ásamt öðrum frumbyggjum Bandaríkjanna, hafa mótmælt leiðslunni af krafti síðan í apríl síðastliðnum enda óttuðust þeir að hún myndi menga drykkjarvatn og fara í gegnum heilaga grafreiti ættbálksins. Í liðinni viku komu síðan hundruð fyrrverandi hermanna á svæðið til að taka þátt í mótmælum frumbyggjanna en þúsundir voru þá samankomnar til að mótmæla lagningu leiðslunnar. Olíufyrirtækið Energy Transfer Partners hyggst leggja leiðsluna en þarf nú að finna aðra leið. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur átt hlutabréf í olíufyrirtækinu og hefur sagt að hann vilji að leiðslan verði lögð þar sem til stóð. Hann hefur hins vegar þvertekið fyrir að sú skoðun hans hafi eitthvað með fjárhagslega hagsmuni að gera. Jack Dalrymple, ríkisstjóri Norður-Dakóta, hefur sagt að ákvörðun Bandaríkjahers séu „alvarleg mistök.“ Þá hefur einn af þingmönnum Norður-Dakóta, Repúblikaninn Kevin Cramer, sagt að ákvörðunin sé mjög slæm fyrir uppbyggingu innviða bandarísks samfélags.Hér má lesa ítarlega fréttaskýringu BBC um olíuleiðsluna. Donald Trump Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Bandaríkjaher hefur ákveðið að leyfa ekki olíuleiðslu að fara í gegnum land sem herinn hefur yfirráð yfir í Norður-Dakóta en frumbyggjar hafa mótmælt lagningu leiðslunnar í um hálft ár þar sem hún færi nærri verndarsvæði þeirra.Greint er frá málinu á vef BBC en frumbyggjarnir tilheyra Standing Rock Sioux-ættbálknum. Þeir fagna ákvörðun Bandaríkjahers sem mun nú leita annarra leiða fyrir olíuleiðsluna en með henni á að flytja hráolíu frá Norður-Dakóta til Illinois. Hún á að vera um 1900 kílómetra löng og átti, eins og áður segir, að leggja hana nærri verndarsvæði Standing Rock Sioux-ættbálksins. Þeir, ásamt öðrum frumbyggjum Bandaríkjanna, hafa mótmælt leiðslunni af krafti síðan í apríl síðastliðnum enda óttuðust þeir að hún myndi menga drykkjarvatn og fara í gegnum heilaga grafreiti ættbálksins. Í liðinni viku komu síðan hundruð fyrrverandi hermanna á svæðið til að taka þátt í mótmælum frumbyggjanna en þúsundir voru þá samankomnar til að mótmæla lagningu leiðslunnar. Olíufyrirtækið Energy Transfer Partners hyggst leggja leiðsluna en þarf nú að finna aðra leið. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur átt hlutabréf í olíufyrirtækinu og hefur sagt að hann vilji að leiðslan verði lögð þar sem til stóð. Hann hefur hins vegar þvertekið fyrir að sú skoðun hans hafi eitthvað með fjárhagslega hagsmuni að gera. Jack Dalrymple, ríkisstjóri Norður-Dakóta, hefur sagt að ákvörðun Bandaríkjahers séu „alvarleg mistök.“ Þá hefur einn af þingmönnum Norður-Dakóta, Repúblikaninn Kevin Cramer, sagt að ákvörðunin sé mjög slæm fyrir uppbyggingu innviða bandarísks samfélags.Hér má lesa ítarlega fréttaskýringu BBC um olíuleiðsluna.
Donald Trump Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira