Sport

Ayana og Bolt valin frjálsíþróttafólk ársins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sigurvegarar gærkvöldsins með verðlaunagripinn.
Sigurvegarar gærkvöldsins með verðlaunagripinn. Vísir/EPA
Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíku og langhlauparinn Almaz Ayana frá Eþíópíu voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins við hátíðlega athöfn í Mónakó.

Er þetta í sjötta skiptið sem Bolt hlýtur þessi verðlaun en alþjóða frjálsíþróttsambandið sér um valið. Hefur enginn unnið þessi verðlaun jafn oft og Bolt.

Bolt sem segist ætla að hætta á næsta ári vann á árinu þrefalt gull á Ólympíuleikunum í Ríó í 100 metra og 200 metra spretthlaupi ásamt því að vera í sigursveitinni í 4x100 metra boðhlaup.

Ayana bætti heimsmetið í 10 kílómetra hlaupi er hún kom í mark á Ólympíuleikunum en hún bætti fyrra met Wang Junxia sem hafði staðið í 23 ár um heilar 14 sekúndur.

Nældi hún í brons í 5000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum en hún tók gullið í 5000 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í Beijing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×