Stórleikur ársins: Allt sem þú þarft að vita um El Clasico Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2016 16:19 Samsett mynd/Vísir/Getty Þó svo að desember sé rétt svo nýhafinn er ljóst að viðureign Barcelona og Real Madrid á morgun gæti haft heilmikið að segja um titilbaráttuna á Spáni. Um sögufræga viðureign er að ræða á milli tveggja langstærstu liða Spánar sem hafa nánast einokað spænska meistaratitilinn frá upphafi. Til þess að undirstrika má nefna að annað þessara liða hafa orðið meistarar á Spáni í 56 skipti en öll önnur lið í samtals 29 skipti. Þessi skipting er enn skýrari en undanfarin 32 ár hafa önnur lið náð að skáka þeim í aðeins fimm skipti. Barcelona hefur haft yfirhöndina síðustu ár en síðan 2008 hefur liðið orðið sex sinnum meistari - Real Madrid aðeins einu sinni. En nú virðist sem svo að Madrídingar hafi yfirhöndina, ekki síst eftir ráðningu Zinedine Zidane í stöðu knattspyrnustjóra.Vísir/GettyZidane-áhrifin greinileg Real Madrid var í tómu basli um þetta leyti á síðasta ári. Rafa Benitez var á sínu fyrsta ári sem stjóri liðsins og hann entist ekki lengi í starfi. Benitez var rekinn í upphafi janúar en þá voru Madrídingar í þriðja sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Barcelona. Eftir að Zidane tók við hefur liðið verið besta knattspyrnulið Spánar. Það er svo einfalt. Liðið hefur aðeins tapað einum deildarleik (gegn Atletico Madrid á heimavelli þann 27. febrúar) af alls 33. Sjá einnig: Zidane: Með samanklipna rassa í El Clasico Í þessum 33 deildarleikjum hefur Zidane fengið samtals 86 stig. Barcelona hefur á sama tímabili fengið 76 stig. Það er ekki slæmur árangur en munurinn á milli liðanna er talsverður. Það má heldur ekki gleyma því að Real Madrid varð Evrópumeistari í vor, undir stjórn Zinedine Zidane, eftir sigur á grannliðinu Atletico Madrid í úrslitaleik.Andres Iniesta.Vísir/GettyEndurkoma Iniesta Hvorugt lið hefur tapað síðustu sex leikjum sínum í spænsku deildinni en Börsungar hafa gefið eftir með því að gera jafntefli í báðum leikjum sínum eftir landsleikjahléið - gegn Malaga og Real Sociedad. Náði Barcelona að skora aðeins eitt mark í þeim leikjum. Mögulega hefur það haft áhrif að miðjumaðurinn Andrés Iniesta hefur verið frá vegna meiðsla síðustu sex vikurnar en hann ætti að verða klár í slaginn fyrir leikinn á morgun. Barcelona var með eins stigs forystu á Real þegar Iniesta meiddist þann 22. október síðastliðinn. Sjá einnig: Gleðifréttir fyrir Barcelona-liðið Sóknarþríeykið - Lionel Messi, Luis Suarez og Neymar hafa allir verið með í síðustu leikjum og eru klárir í slaginn. Svar Real Madrid við MSN er BBC - Benzema, Bale og Ronaldo. En Gareth Bale er alvarlega meiddur og nýjustu fréttir herma að hann verði mögulega ekki aftur með fyrr en í apríl á næsta ári. Bale er að glíma við alvarleg meiðsli á ökkla. Sjá einnig: Gareth Bale leggst á skurðarborðið á þriðjudaginn Real verður einnig mögulega án Toni Kroos, Þjóðverjans öfluga, sem hefur misst af síðustu fjórum leikjum Real Madrid. Hann æfði þó með liðinu í dag og gæti því komið við sögu á morgun.BBC verður án Gareth Bale.vísir/gettyToppsætið skiptir engu „Það verður mikil pressa á okkur og það vitum við allir,“ sagði sóknarmaðurinn Karim Benzema hjá Real Madrid. „Það skiptir okkur því engu máli þó svo að við séum á toppi deildarinnar fyrir leikinn.“ „Þetta er leikurinn sem allir horfa á. Heimurinn stöðvast þegar Real Madrid og Barcelona spila og allir eru að tala um þennan leik,“ bætti hann við. Orð að sönnu. Þetta er 173. sinn sem El Clasico fer fram. Real hefur unnið leik þessara liða alls 72 sinnum. Barcelona 68 sinnum og því hefur niðurstaðan verið janftefli í 32 leikjum. Real Madrid hefur oftar orðið Spánarmeistari (32 sinnum) og Evrópumeistari (11 sinnum) en þegar allir titlar eru taldir saman hefur Barcelona unnið 91 keppni en Real Madrid 81. Í úttekt Sky Sports kemur líka ýmislegt forvitnilegt í ljós. Fleiri leita sér upplýsinga um Barcelona en Real Madrid á Google en liðin standa nánast jöfn hvað fylgjendur á samfélagsmiðlum varðar. Þegar kemur að fylgjendafjölda einstakra leikmanna hefur þó Real Madrid vinninginn enda Cristiano Ronaldo í sérflokki hvað þetta varðar með samtals 249 milljónir fylgjenda.Tímasett fyrir Asíumarkað Líklegt er að hálfur milljarður muni horfa á leikinn í sjónvarpi í dag. Spænska úrvalsdeildin er óhrædd við að nýta sér vinsældir leiksins og risaskjám hefur verið komið fyrir í Peking, Sjanghæ, Nýju-Delhi, Múmbaí og Jóhannesarborg í þeim eina tilgangi að gefa fólki tækifæri að koma saman og horfa á leikinn - líkt og tíðkast þegar stórmót í knattspyrnu fara fram. Leikurinn verður sýndur í 180 löndum og fær líklega meiri áhorf en bæði Super Bowl, úrslitaleikurinn í NFL, sem og úrslitakeppnin í NBA-deildinni. Óvenjulegur leiktími er á leiknum nú, klukkan 16.15 að staðartíma (15.15 á Íslandi) en það er gert með það í huga að vera með leikinn á hagstæðum tíma fyrir Asíumarkað. Sjónvarpsáhorfendur í Bretlandi þurfa þó að bíta í það súra epli að missa af leiknum þar sem bannað er með lögum að sjónvarpa knattspyrnuleikjum klukkan 15.00 á laugardögum. Lögin hafa þann tilgang að hvetja almenning í Bretlandi að fara á völlinn og styðja sitt lið.Öflug umfjöllun Stöðvar 2 Sports Það er eru ótal fletir á þessum leik og auðvitað ótækt að gera þeim öllum skil í einni grein. En leiknum verða gerð góð skil á Stöð 2 Sport - hann verður vitanlega í beinni útsendingu auk þess sem að sérfræðingar í myndveri munu hita upp fyrir leikinn. Hjörtur J. Hjartarson mun stýra upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir leikinn en honum til halds og trausts verða þeir Bjarni Guðjónsson og Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði Íslandsmeistara FH. Spænski boltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Þó svo að desember sé rétt svo nýhafinn er ljóst að viðureign Barcelona og Real Madrid á morgun gæti haft heilmikið að segja um titilbaráttuna á Spáni. Um sögufræga viðureign er að ræða á milli tveggja langstærstu liða Spánar sem hafa nánast einokað spænska meistaratitilinn frá upphafi. Til þess að undirstrika má nefna að annað þessara liða hafa orðið meistarar á Spáni í 56 skipti en öll önnur lið í samtals 29 skipti. Þessi skipting er enn skýrari en undanfarin 32 ár hafa önnur lið náð að skáka þeim í aðeins fimm skipti. Barcelona hefur haft yfirhöndina síðustu ár en síðan 2008 hefur liðið orðið sex sinnum meistari - Real Madrid aðeins einu sinni. En nú virðist sem svo að Madrídingar hafi yfirhöndina, ekki síst eftir ráðningu Zinedine Zidane í stöðu knattspyrnustjóra.Vísir/GettyZidane-áhrifin greinileg Real Madrid var í tómu basli um þetta leyti á síðasta ári. Rafa Benitez var á sínu fyrsta ári sem stjóri liðsins og hann entist ekki lengi í starfi. Benitez var rekinn í upphafi janúar en þá voru Madrídingar í þriðja sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Barcelona. Eftir að Zidane tók við hefur liðið verið besta knattspyrnulið Spánar. Það er svo einfalt. Liðið hefur aðeins tapað einum deildarleik (gegn Atletico Madrid á heimavelli þann 27. febrúar) af alls 33. Sjá einnig: Zidane: Með samanklipna rassa í El Clasico Í þessum 33 deildarleikjum hefur Zidane fengið samtals 86 stig. Barcelona hefur á sama tímabili fengið 76 stig. Það er ekki slæmur árangur en munurinn á milli liðanna er talsverður. Það má heldur ekki gleyma því að Real Madrid varð Evrópumeistari í vor, undir stjórn Zinedine Zidane, eftir sigur á grannliðinu Atletico Madrid í úrslitaleik.Andres Iniesta.Vísir/GettyEndurkoma Iniesta Hvorugt lið hefur tapað síðustu sex leikjum sínum í spænsku deildinni en Börsungar hafa gefið eftir með því að gera jafntefli í báðum leikjum sínum eftir landsleikjahléið - gegn Malaga og Real Sociedad. Náði Barcelona að skora aðeins eitt mark í þeim leikjum. Mögulega hefur það haft áhrif að miðjumaðurinn Andrés Iniesta hefur verið frá vegna meiðsla síðustu sex vikurnar en hann ætti að verða klár í slaginn fyrir leikinn á morgun. Barcelona var með eins stigs forystu á Real þegar Iniesta meiddist þann 22. október síðastliðinn. Sjá einnig: Gleðifréttir fyrir Barcelona-liðið Sóknarþríeykið - Lionel Messi, Luis Suarez og Neymar hafa allir verið með í síðustu leikjum og eru klárir í slaginn. Svar Real Madrid við MSN er BBC - Benzema, Bale og Ronaldo. En Gareth Bale er alvarlega meiddur og nýjustu fréttir herma að hann verði mögulega ekki aftur með fyrr en í apríl á næsta ári. Bale er að glíma við alvarleg meiðsli á ökkla. Sjá einnig: Gareth Bale leggst á skurðarborðið á þriðjudaginn Real verður einnig mögulega án Toni Kroos, Þjóðverjans öfluga, sem hefur misst af síðustu fjórum leikjum Real Madrid. Hann æfði þó með liðinu í dag og gæti því komið við sögu á morgun.BBC verður án Gareth Bale.vísir/gettyToppsætið skiptir engu „Það verður mikil pressa á okkur og það vitum við allir,“ sagði sóknarmaðurinn Karim Benzema hjá Real Madrid. „Það skiptir okkur því engu máli þó svo að við séum á toppi deildarinnar fyrir leikinn.“ „Þetta er leikurinn sem allir horfa á. Heimurinn stöðvast þegar Real Madrid og Barcelona spila og allir eru að tala um þennan leik,“ bætti hann við. Orð að sönnu. Þetta er 173. sinn sem El Clasico fer fram. Real hefur unnið leik þessara liða alls 72 sinnum. Barcelona 68 sinnum og því hefur niðurstaðan verið janftefli í 32 leikjum. Real Madrid hefur oftar orðið Spánarmeistari (32 sinnum) og Evrópumeistari (11 sinnum) en þegar allir titlar eru taldir saman hefur Barcelona unnið 91 keppni en Real Madrid 81. Í úttekt Sky Sports kemur líka ýmislegt forvitnilegt í ljós. Fleiri leita sér upplýsinga um Barcelona en Real Madrid á Google en liðin standa nánast jöfn hvað fylgjendur á samfélagsmiðlum varðar. Þegar kemur að fylgjendafjölda einstakra leikmanna hefur þó Real Madrid vinninginn enda Cristiano Ronaldo í sérflokki hvað þetta varðar með samtals 249 milljónir fylgjenda.Tímasett fyrir Asíumarkað Líklegt er að hálfur milljarður muni horfa á leikinn í sjónvarpi í dag. Spænska úrvalsdeildin er óhrædd við að nýta sér vinsældir leiksins og risaskjám hefur verið komið fyrir í Peking, Sjanghæ, Nýju-Delhi, Múmbaí og Jóhannesarborg í þeim eina tilgangi að gefa fólki tækifæri að koma saman og horfa á leikinn - líkt og tíðkast þegar stórmót í knattspyrnu fara fram. Leikurinn verður sýndur í 180 löndum og fær líklega meiri áhorf en bæði Super Bowl, úrslitaleikurinn í NFL, sem og úrslitakeppnin í NBA-deildinni. Óvenjulegur leiktími er á leiknum nú, klukkan 16.15 að staðartíma (15.15 á Íslandi) en það er gert með það í huga að vera með leikinn á hagstæðum tíma fyrir Asíumarkað. Sjónvarpsáhorfendur í Bretlandi þurfa þó að bíta í það súra epli að missa af leiknum þar sem bannað er með lögum að sjónvarpa knattspyrnuleikjum klukkan 15.00 á laugardögum. Lögin hafa þann tilgang að hvetja almenning í Bretlandi að fara á völlinn og styðja sitt lið.Öflug umfjöllun Stöðvar 2 Sports Það er eru ótal fletir á þessum leik og auðvitað ótækt að gera þeim öllum skil í einni grein. En leiknum verða gerð góð skil á Stöð 2 Sport - hann verður vitanlega í beinni útsendingu auk þess sem að sérfræðingar í myndveri munu hita upp fyrir leikinn. Hjörtur J. Hjartarson mun stýra upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir leikinn en honum til halds og trausts verða þeir Bjarni Guðjónsson og Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði Íslandsmeistara FH.
Spænski boltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira