Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2016 20:30 Nýtt 36 herbergja hótel og þjónustumiðstöð eru nú í smíðum á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, að sögn Birgis Jóhannessonar, smiðs hjá Hótel Arnarstapa, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Vélarhljóðin óma þessa dagana á Arnarstapa og þar er unnið rösklega því allt á að vera tilbúið innan fimm mánaða, fyrir lok aprílmánaðar. Ferðaþjónustan Snjófell er að bæta aðstöðuna, með stórri þjónustumiðstöð með veitinga- og minjagripasölu en einnig salernum sem sárlega vantar þarna fyrir ferðamenn.Horft til norðvesturs, í átt til Stapafells og Jökuls. Nýju byggingarnar rísa gegnt núverandi þjónustumiðstöð Snjófells.Grafík/Hótel Arnarstapi.Nýja hótelið verður í nokkrum smáhýsum með alls 36 herbergjum og virðist falla vel að umhverfinu, miðað við grafískar myndir. Meðan við stöldruðum þarna við sáum við nokkrar rútur og slatta af bílaleigubílum þannig að það virðast vera næg verkefni að sinna ferðamönnum. „Hérna getum við farið að vera með opið allt árið. Ég held að það sé alveg grundvöllur fyrir því,“ segir Birgir.Horft til suðvesturs, í átt til Hellnahrauns. Veitingaskálinn og þjónustumiðstöðin verða í stærsta húsinu vinstra megin en hótelið í lágreistu byggingunum hægra megin.Grafík/Hótel Arnarstapi.Það er mögnuð náttúran sem helst dregur ferðamenn á utanvert Snæfellsnes. Jafnvel núna um hávetur er hún sterkt aðdráttarafl. Þarna er það sjálfur jökullinn, en einnig brimið og björgin, fuglalífið og svo gægjast selir upp úr sjónum. Og vafalaust er mannlífið einnig forvitnilegt. Birgir segir að þótt komið sé inn í skammdegi streymi ferðamenn enn út á nes. „Á húsbílum líka og sofa úti. Hér var allt á kafi í snjó um daginn og húsbílar fastir hérna um allt,“ segir smiðurinn hjá Hótel Arnarstapa.Þarna ætla menn að gera út á norðurljósin á veturna, miðað við þessa grafísku mynd, sem sýnir veitingaskálann uppljómaðan.Grafík/Hótel Arnarstapi. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Nýtt 36 herbergja hótel og þjónustumiðstöð eru nú í smíðum á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, að sögn Birgis Jóhannessonar, smiðs hjá Hótel Arnarstapa, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Vélarhljóðin óma þessa dagana á Arnarstapa og þar er unnið rösklega því allt á að vera tilbúið innan fimm mánaða, fyrir lok aprílmánaðar. Ferðaþjónustan Snjófell er að bæta aðstöðuna, með stórri þjónustumiðstöð með veitinga- og minjagripasölu en einnig salernum sem sárlega vantar þarna fyrir ferðamenn.Horft til norðvesturs, í átt til Stapafells og Jökuls. Nýju byggingarnar rísa gegnt núverandi þjónustumiðstöð Snjófells.Grafík/Hótel Arnarstapi.Nýja hótelið verður í nokkrum smáhýsum með alls 36 herbergjum og virðist falla vel að umhverfinu, miðað við grafískar myndir. Meðan við stöldruðum þarna við sáum við nokkrar rútur og slatta af bílaleigubílum þannig að það virðast vera næg verkefni að sinna ferðamönnum. „Hérna getum við farið að vera með opið allt árið. Ég held að það sé alveg grundvöllur fyrir því,“ segir Birgir.Horft til suðvesturs, í átt til Hellnahrauns. Veitingaskálinn og þjónustumiðstöðin verða í stærsta húsinu vinstra megin en hótelið í lágreistu byggingunum hægra megin.Grafík/Hótel Arnarstapi.Það er mögnuð náttúran sem helst dregur ferðamenn á utanvert Snæfellsnes. Jafnvel núna um hávetur er hún sterkt aðdráttarafl. Þarna er það sjálfur jökullinn, en einnig brimið og björgin, fuglalífið og svo gægjast selir upp úr sjónum. Og vafalaust er mannlífið einnig forvitnilegt. Birgir segir að þótt komið sé inn í skammdegi streymi ferðamenn enn út á nes. „Á húsbílum líka og sofa úti. Hér var allt á kafi í snjó um daginn og húsbílar fastir hérna um allt,“ segir smiðurinn hjá Hótel Arnarstapa.Þarna ætla menn að gera út á norðurljósin á veturna, miðað við þessa grafísku mynd, sem sýnir veitingaskálann uppljómaðan.Grafík/Hótel Arnarstapi.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira