Gary Lineker dýrkaði Tólfuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 10:30 Vísir/Samsett Bretar gerðu upp íþróttaárið í gær í sérstakri verðlaunahátíð á vegum BBC í Birmingham en meðal fræga fólksins og stærstu íþróttastjarna Breta voru tveir íslenskir stuðningsmenn sem gerðu garðinn frægan á Evrópumótinu í Frakklandi síðasta sumar. Kristinn Hallur Jónsson og Jóhann D Bianco flugu út til Englands til að stjórna Víkingaklappinu með fullri höll af Bretum. Sveinn Ásgeirsson úr Tólfunni var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni frá ferðinni. „Ég heyrði reglulega í þeim eftir þetta og þá aðallega á snapchat. Menn voru að hitta Jamie Vardy og svona. Það var mjög mikil gleði eftir að þeir tóku klappið,“ sagði Sveinn Ásgeirsson en ekki náðist í þá Kristinn og Joey Drummer sem voru ekki vaknaði eftir hátíðina í gær. „Þessu var tekið alveg fáránlega vel úti. Mér skilst það að Gary Lineker hafi dýrkað þá og Jamie Vardy var mjög sáttur við þetta þrátt fyrir að hafa verið í hópnum sem tapaði á móti Íslandi í sumar,“ sagði Sveinn. „Twitter-notendum í Bretlandi fannst það mjög spes að þeir hafi fengið Íslendinga til að koma á þessa hátíð til að fullkomna niðurlæginguna,“ sagði Sveinn. „Það voru allir mjög sáttir í salnum. Strákarnir voru búnir að vera þarna síðan á laugardagsmorgunn og voru búnir að taka fullt af æfingum. Þeir hituðu líka hópinn upp áður en hátíðin byrjaði. Það var því búið að prófa þetta einu sinni áður,“ sagði Sveinn. Þetta var ekki í fyrsta sem sem Tólfumeðlimir eru pantaðir út til að koma með Víkingaklappið. „Þetta BBC-dæmi kom bara upp í síðustu viku en á undan því var erlent fyrirtæki í Lúxemborg búið að hafa samband við okkur. Þeir báðu okkur um að koma á árlegan peppfund hjá þeim þar sem er verið að þjappa hópnum saman. Þeir báðu okkur um að koma nokkra út og klappa með þeim,“ sagði Sveinn. Sveinn tók vel í þá tillögu Heimis að þeir færu niður á Alþingi til að reyna að þjappa fólki þar saman. „Þetta er ekki alveg það sem við áttum von á en þetta er mjög gaman,“ sagði Sveinn. En var tekið á móti þeim eins og poppstjörnum. „Þeir og Robbie Williams. Það var svolítið þannig. Það var komið fram við þá eins og poppstjörnur,“ sagði Sveinn. Alþingi EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tólfumenn tóku Víkingaklappið með Vilhjálmi Bretaprinsi: Niðurlægingin fullkomnuð Víkingaklappið náði fótfestu út um allan heim í sumar og var það stuðningsmönnum íslenska landsliðsins að þakka. 18. desember 2016 21:05 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira
Bretar gerðu upp íþróttaárið í gær í sérstakri verðlaunahátíð á vegum BBC í Birmingham en meðal fræga fólksins og stærstu íþróttastjarna Breta voru tveir íslenskir stuðningsmenn sem gerðu garðinn frægan á Evrópumótinu í Frakklandi síðasta sumar. Kristinn Hallur Jónsson og Jóhann D Bianco flugu út til Englands til að stjórna Víkingaklappinu með fullri höll af Bretum. Sveinn Ásgeirsson úr Tólfunni var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni frá ferðinni. „Ég heyrði reglulega í þeim eftir þetta og þá aðallega á snapchat. Menn voru að hitta Jamie Vardy og svona. Það var mjög mikil gleði eftir að þeir tóku klappið,“ sagði Sveinn Ásgeirsson en ekki náðist í þá Kristinn og Joey Drummer sem voru ekki vaknaði eftir hátíðina í gær. „Þessu var tekið alveg fáránlega vel úti. Mér skilst það að Gary Lineker hafi dýrkað þá og Jamie Vardy var mjög sáttur við þetta þrátt fyrir að hafa verið í hópnum sem tapaði á móti Íslandi í sumar,“ sagði Sveinn. „Twitter-notendum í Bretlandi fannst það mjög spes að þeir hafi fengið Íslendinga til að koma á þessa hátíð til að fullkomna niðurlæginguna,“ sagði Sveinn. „Það voru allir mjög sáttir í salnum. Strákarnir voru búnir að vera þarna síðan á laugardagsmorgunn og voru búnir að taka fullt af æfingum. Þeir hituðu líka hópinn upp áður en hátíðin byrjaði. Það var því búið að prófa þetta einu sinni áður,“ sagði Sveinn. Þetta var ekki í fyrsta sem sem Tólfumeðlimir eru pantaðir út til að koma með Víkingaklappið. „Þetta BBC-dæmi kom bara upp í síðustu viku en á undan því var erlent fyrirtæki í Lúxemborg búið að hafa samband við okkur. Þeir báðu okkur um að koma á árlegan peppfund hjá þeim þar sem er verið að þjappa hópnum saman. Þeir báðu okkur um að koma nokkra út og klappa með þeim,“ sagði Sveinn. Sveinn tók vel í þá tillögu Heimis að þeir færu niður á Alþingi til að reyna að þjappa fólki þar saman. „Þetta er ekki alveg það sem við áttum von á en þetta er mjög gaman,“ sagði Sveinn. En var tekið á móti þeim eins og poppstjörnum. „Þeir og Robbie Williams. Það var svolítið þannig. Það var komið fram við þá eins og poppstjörnur,“ sagði Sveinn.
Alþingi EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tólfumenn tóku Víkingaklappið með Vilhjálmi Bretaprinsi: Niðurlægingin fullkomnuð Víkingaklappið náði fótfestu út um allan heim í sumar og var það stuðningsmönnum íslenska landsliðsins að þakka. 18. desember 2016 21:05 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira
Tólfumenn tóku Víkingaklappið með Vilhjálmi Bretaprinsi: Niðurlægingin fullkomnuð Víkingaklappið náði fótfestu út um allan heim í sumar og var það stuðningsmönnum íslenska landsliðsins að þakka. 18. desember 2016 21:05