Prófessorar lýsa yfir þungum áhyggjum af geðheilsu Trumps nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 18. desember 2016 16:42 Donald Trump. Vísir/EPA Þrír virtir prófessorar í geðlæknisfræði hafa skrifað bréf til Baracks Obama Bandaríkjaforseta þar sem þeir viðra þungar áhyggjur sínar af geðheilsu Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna. Prófessorarnir þrír, Judith Hermann, Nanette Gartrell og Dee Mosbacher, starfa við Harvard háskóla og Kaliforníuháskóla. Í bréfinu hvetja þær Obama til þess að láta framkvæma mat á andlegri helsu Trumps áður en hann verður vígður í embætti í janúar. Þær vilja ekki slá því á fast hvaða geðsjúkdóm þær telja Trump glíma við en staðhæfðu að mikilmennskutilburðir hans, hvatvísi og óhófleg viðkvæmni fyrir gagnrýni gerðu það að verkum að hann væri vanhæfur í embætti forseta. Að sama skapi töldu þær að Trump væri óhæfur að greina á milli ímyndunar og veruleika. Bréfið má lesa í heild sinni hér. Prófessorarnir þrír eru ekki þeir fyrstu til þess að velta vöngum yfir geðheilsu Trumps. Barack Obama lýsti því yfir í ágúst á þessu ári að dómgreind Trumps og skapgerð hans gerði hann óhæfan til þess að sinna hlutverki forseta. Barack Obama lýsti því yfir í ágúst á síðasta ári að Trump væri óhæfur til þess að gegna embætti forseta.Vísir/AFPKom Trump upp um óöryggi sitt á Twitter? Umræða um geðheilsu Trump var ekki síður áberandi í gær en hinn verðandi forseti sagði í tísti að Kínverjar hefðu stolið dróna í eigu bandaríska sjóhersins. Í tístinu sagði hann að gjörð Kínverjanna væri fordæmalaus, eða „unprecedented“ á enskri tungu. Hins vegar stafsetti hann orðið óvart „unpresidented“ og Twitter logaði í kjölfarið. Skömmu síðar eyddi Trump tísti sínu og birti það aftur með orðinu rétt stafsettu. Sumir tístarar gengu langt í að lesa í rangfærsluna, einhverjir vildu meina að villan endurspeglaði óöryggi hans gagnvart embættinu á meðan aðrir gerðu grín að vankunnáttu hans í stafsetningu. Þora ekki að segja til um sjúkdómsgreininguna Prófessorarnir þrír veigruðu sér við að fullyrða nákvæmlega um hvaða geðveila kynni að vera að hrjá Trump en sálfræðingar telja að ekki sé rétt að sjúkdómsgreina fólk án þess að hafa hitt einstaklinginn í persónu. Hins vegar velti Huffington Post því upp í umfjöllun sinni um bréfið að Trump gæti mögulega verið að kljást við svokallaða sjálfhverfa persónuleikaröskun. Samkvæmt Samtökum bandarískra sálfræðinga (APA) hrjáir sjálfhverf persónuleikaröskun um eitt prósent fólks. Í stuttu máli sagt felst sjálfhverf persónuröskun í hegðunarmynstri sem einkennist af mikilmennsku, þörf fyrir aðdáun annarra og skort á samúð.Hér fyrir neðan má upprunalegt tíst Trumps:Trump deleted it, but not before I saved it. Freudian slip? We can all hope he, too, soon will be "unpresidented." #LearnToSpell pic.twitter.com/tRjYEYVMJl— George Takei (@GeorgeTakei) December 17, 2016 Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Fyrrum kosningastjóri Obama segir Trump vera siðblindan Obama hefur sjálfur áður gagnrýnt Trump harðlega. 28. ágúst 2016 19:25 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Þrír virtir prófessorar í geðlæknisfræði hafa skrifað bréf til Baracks Obama Bandaríkjaforseta þar sem þeir viðra þungar áhyggjur sínar af geðheilsu Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna. Prófessorarnir þrír, Judith Hermann, Nanette Gartrell og Dee Mosbacher, starfa við Harvard háskóla og Kaliforníuháskóla. Í bréfinu hvetja þær Obama til þess að láta framkvæma mat á andlegri helsu Trumps áður en hann verður vígður í embætti í janúar. Þær vilja ekki slá því á fast hvaða geðsjúkdóm þær telja Trump glíma við en staðhæfðu að mikilmennskutilburðir hans, hvatvísi og óhófleg viðkvæmni fyrir gagnrýni gerðu það að verkum að hann væri vanhæfur í embætti forseta. Að sama skapi töldu þær að Trump væri óhæfur að greina á milli ímyndunar og veruleika. Bréfið má lesa í heild sinni hér. Prófessorarnir þrír eru ekki þeir fyrstu til þess að velta vöngum yfir geðheilsu Trumps. Barack Obama lýsti því yfir í ágúst á þessu ári að dómgreind Trumps og skapgerð hans gerði hann óhæfan til þess að sinna hlutverki forseta. Barack Obama lýsti því yfir í ágúst á síðasta ári að Trump væri óhæfur til þess að gegna embætti forseta.Vísir/AFPKom Trump upp um óöryggi sitt á Twitter? Umræða um geðheilsu Trump var ekki síður áberandi í gær en hinn verðandi forseti sagði í tísti að Kínverjar hefðu stolið dróna í eigu bandaríska sjóhersins. Í tístinu sagði hann að gjörð Kínverjanna væri fordæmalaus, eða „unprecedented“ á enskri tungu. Hins vegar stafsetti hann orðið óvart „unpresidented“ og Twitter logaði í kjölfarið. Skömmu síðar eyddi Trump tísti sínu og birti það aftur með orðinu rétt stafsettu. Sumir tístarar gengu langt í að lesa í rangfærsluna, einhverjir vildu meina að villan endurspeglaði óöryggi hans gagnvart embættinu á meðan aðrir gerðu grín að vankunnáttu hans í stafsetningu. Þora ekki að segja til um sjúkdómsgreininguna Prófessorarnir þrír veigruðu sér við að fullyrða nákvæmlega um hvaða geðveila kynni að vera að hrjá Trump en sálfræðingar telja að ekki sé rétt að sjúkdómsgreina fólk án þess að hafa hitt einstaklinginn í persónu. Hins vegar velti Huffington Post því upp í umfjöllun sinni um bréfið að Trump gæti mögulega verið að kljást við svokallaða sjálfhverfa persónuleikaröskun. Samkvæmt Samtökum bandarískra sálfræðinga (APA) hrjáir sjálfhverf persónuleikaröskun um eitt prósent fólks. Í stuttu máli sagt felst sjálfhverf persónuröskun í hegðunarmynstri sem einkennist af mikilmennsku, þörf fyrir aðdáun annarra og skort á samúð.Hér fyrir neðan má upprunalegt tíst Trumps:Trump deleted it, but not before I saved it. Freudian slip? We can all hope he, too, soon will be "unpresidented." #LearnToSpell pic.twitter.com/tRjYEYVMJl— George Takei (@GeorgeTakei) December 17, 2016
Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Fyrrum kosningastjóri Obama segir Trump vera siðblindan Obama hefur sjálfur áður gagnrýnt Trump harðlega. 28. ágúst 2016 19:25 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26
Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00
Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10
Fyrrum kosningastjóri Obama segir Trump vera siðblindan Obama hefur sjálfur áður gagnrýnt Trump harðlega. 28. ágúst 2016 19:25