Clinton sakar Pútín um að hafa stýrt tölvuárásum til að hefna sín á henni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2016 21:21 Hillary Clinton. vísir/getty Hillary Clinton, sem var forsetaframbjóðandi Demókrata í kosningunum í Bandaríkjunum í ár, sakar Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, um að hafa persónulega stýrt tölvuárásum sem beindust gegn landsnefnd Demókrata og John Podesta, kosningastjóra Clinton. Hakkarar komust yfir mikið magn af tölvupóstum sem Wikileaks afhjúpuðu og var ítarlega fjallað efni þeirra og innihald í aðdraganda kosninganna. Bæði Bandaríska leyniþjónustan, CIA, og Bandaríska alríkislögreglan, FBI, telja að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Donald Trump sigur. Clinton hitti stuðningsmenn sína í gær og á þeim fundi sagði hún að árásirnar ættu rætur að rekja til þess að Pútín vildi hefna sín á henni fyrir orð sem hún lét falla árið 2011 um að úrslitum rússnesku forsetakosninganna hefði verið hagrætt. „Pútín kenndi mér opinberlega um reiði rússnesku þjóðarinnar sem braust út í kjölfar þessara kosninga og það eru bein tengsl á milli þess sem hann sagði þá og þess sem hann gerði í þessum kosningum nú,“ sagði Clinton. Podesta og aðrir sem komu að kosningabaráttu Clinton hafa gagnrýnt fjölmiðla fyrir að gera lítið úr þætti Rússa í bandarísku forsetakosningunum. „Fjölmiðlar eru rétt svo núna að koma fram með staðreyndirnar sem við reyndum að benda þeim á síðustu mánuði kosningabaráttunnar,“ sagði Clinton á fundinum í gær og bætti við: „Þetta er ekki bara árás á mig og mína kosningabaráttu, þó að það hafi vissulega verið olía á eldinn. Þetta er árás á landið okkar. Þetta snýst um lýðræðið okkar og öryggi okkar sem þjóðar.“ Donald Trump Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir ásökunum um afskipti af kosningum Obama segir að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárásanna. 16. desember 2016 15:45 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Hillary Clinton, sem var forsetaframbjóðandi Demókrata í kosningunum í Bandaríkjunum í ár, sakar Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, um að hafa persónulega stýrt tölvuárásum sem beindust gegn landsnefnd Demókrata og John Podesta, kosningastjóra Clinton. Hakkarar komust yfir mikið magn af tölvupóstum sem Wikileaks afhjúpuðu og var ítarlega fjallað efni þeirra og innihald í aðdraganda kosninganna. Bæði Bandaríska leyniþjónustan, CIA, og Bandaríska alríkislögreglan, FBI, telja að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Donald Trump sigur. Clinton hitti stuðningsmenn sína í gær og á þeim fundi sagði hún að árásirnar ættu rætur að rekja til þess að Pútín vildi hefna sín á henni fyrir orð sem hún lét falla árið 2011 um að úrslitum rússnesku forsetakosninganna hefði verið hagrætt. „Pútín kenndi mér opinberlega um reiði rússnesku þjóðarinnar sem braust út í kjölfar þessara kosninga og það eru bein tengsl á milli þess sem hann sagði þá og þess sem hann gerði í þessum kosningum nú,“ sagði Clinton. Podesta og aðrir sem komu að kosningabaráttu Clinton hafa gagnrýnt fjölmiðla fyrir að gera lítið úr þætti Rússa í bandarísku forsetakosningunum. „Fjölmiðlar eru rétt svo núna að koma fram með staðreyndirnar sem við reyndum að benda þeim á síðustu mánuði kosningabaráttunnar,“ sagði Clinton á fundinum í gær og bætti við: „Þetta er ekki bara árás á mig og mína kosningabaráttu, þó að það hafi vissulega verið olía á eldinn. Þetta er árás á landið okkar. Þetta snýst um lýðræðið okkar og öryggi okkar sem þjóðar.“
Donald Trump Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir ásökunum um afskipti af kosningum Obama segir að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárásanna. 16. desember 2016 15:45 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Rússar reiðir yfir ásökunum um afskipti af kosningum Obama segir að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárásanna. 16. desember 2016 15:45