Erlent

Facebook hefur herferð gegn fölskum fréttum

Anton Egilsson skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Vísir/EPA
Forsvarsmenn samskiptamiðilsins Facebook hafa nú hafið herferð til að sporna við því að falskar fréttir birtist notendum á miðlinum. SKY greinir frá þessu.

Munu fyrirtæki sem starfrækja staðreyndavaktir sjá um að notendur fái viðvaranir við vafasömum fréttum sem taldar eru falskar. Sótti Facebook mikilli gagnrýni fyrir að stemma ekki stigu við fölskum fréttum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna en slíkar fréttir voru taldar hafa haft áhrif á fjölda kjósenda.

Meðal falskra frétta sem komust í hámæli í kringum kosningarnar voru fréttir þess efnis að Frans páfi hafi lýst yfir stuðningi á Donald Trump og að Donald Trump hafi kallað kjósendur Repúblikanaflokksins þá heimskustu í Bandaríkjunum.

Tilkynningar frá notendum um mögulega falskar fréttir sem og önnur merki sem til þess benda verða notuð til ákveða hvort að fréttir verði sendar til áðurnefndra fyrirtækja til staðreyndar um sannsögli þeirra.

„Þetta er bara eitt af mörgum skrefum sem við tökum til að halda áfram að auka gæði þjónustu okkar” sagði Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér um málið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×