Sögulegar stjórnarkreppur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2016 10:30 Dries van Agt náði að mynda ríkisstjórn í Hollandi. Hér er hann á fundi með George Bush Bandaríkjaforseta. Nordicphotos/AFP Alls eru nú 47 dagar liðnir frá því að kosið var til Alþingis í október. Það er mun lengri tími en tók að mynda síðustu ríkisstjórn, 26 dagar, eða ríkisstjórnina þar á undan, 15 dagar. Oft hefur stjórnarmyndun þó tekið mun lengri tíma.Stefáni Jóhanni Stefánssyni tókst að mynda stjórn eftir lengstu viðræður lýðveldissögunnar.Mynd/Alþingi1947 - Ísland - 117 dagarLengsta stjórnarmyndun lýðveldissögunnar hér á landi tók 117 daga. Kosið var þann 30. júní 1946 og var ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, samsteypustjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, mynduð þann 4. febrúar 1947.Ólafur Jóhannesson myndaði skammlífa stjórn.Mynd/Alþingi1977 - Holland - 208 dagarHollendingar áttu Evrópumet í stjórnarkreppum frá árinu 1977. Kosið var til þings þann 25. maí og tók 208 daga að mynda nýja ríkisstjórn. Náðist þá samkomulag á milli Kristilegra demókrata og Frelsis- og lýðræðisflokksins um að mynda saman ríkisstjórn.1978 - Ísland - 68 dagarErfiðlega tókst að mynda ríkisstjórn árið 1978. Kosið var þann 25. júní og myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn 1. september sama ár, 68 dögum seinna, með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Sú stjórn sprakk þó, meðal annars vegna deilna um efnahagsmál, og var kosið aftur ári síðar.Gunnar Thoroddsen myndaði stjórn í óþökk formanns flokks síns. vísir/GVA1979-1980 - Ísland - 67 dagar Kosningarnar í kjölfar þess að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar sprakk urðu ekki til þess að leysa úr flækjuástandi í íslenskum stjórnmálum. Kosið var þann 3. desember 1979 og náði Gunnar Thoroddsen að mynda ríkisstjórn 67 dögum seinna, eða þann 8. febrúar árið 1980. Var stjórnin mynduð með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Gunnar var hins vegar ekki formaður og myndaði hann stjórnina í óþökk formannsins, Geirs Hallgrímssonar. Fylgdi einungis brot Sjálfstæðismanna Gunnari í ríkisstjórn.Þorsteinn Pálsson myndaði stjórn eftir 74 daga.vísir/gva1987 Ísland - 74 dagarNýlegasta dæmið um langa stjórnarkreppu hér á landi var eftir kosningarnar 25. apríl 1987. Þá tók 74 daga að mynda ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sem stóð saman af Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Sú stjórn lifði þó einungis í rúmt ár.2010 - Írak - 264 dagarStuttu áður en Belgar settu heimsmet í stjórnarkreppu settu Írakar met sitt. Vörðu þeir 264 dögum í stjórnarkreppu. Var þá mynduð ríkisstjórn undir forystu Nouri al-Maliki. Ein helsta ástæðan fyrir langri stjórnarkreppu er talin vera sú að fjölmargir leiðtogar höfðu útilokað að vinna með ákveðnum flokkum.Sósíalistinn Elio Di Rupo heilsar Albert öðrum Belgíukonungi við innsetningarathöfn ríkisstjórnar hins fyrrnefnda eftir lengstu stjórnarkreppu sem nokkurt iðnvætt ríki hefur gengið í gegnum.Nordicphotos/AFP2010-2011 Belgía - 542 dagarEftir þingkosningar í Belgíu þann 13. júní 2010 tók við lengsta tímabil án kjörinnar ríkisstjórnar sem nokkurt þróað land hefur gengið í gegnum. Þegar stjórnarmyndun tókst loksins, þann 6. desember 2011, höfðu liðið 542 dagar frá því kosið var. Ein helsta ástæðan fyrir stjórnarkreppunni var ágreiningur á milli Flæmingja og Vallóna. Áður höfðu Belgar verið í langri stjórnarkreppu árin 2007 til 2008, þá 196 daga.Mariano Rajoy forsætisráðherra tókst að mynda ríkisstjórn eftir langt ferli.Nordicphotos/AFP2015-2016 - Spánn - 314 dagarSpánverjar eru nýkomnir úr langri stjórnarkreppu. Eftir kosningar þann 21. desember 2015 tókst ekki að mynda ríkisstjórn og ákveðið var að blása aftur til kosninga þann 27. júní síðastliðinn. Niðurstöður kosninganna voru hins vegar svipaðar þeim fyrri og náðu flokkar ekki saman fyrr en 29. október síðastliðinn. Þá voru liðnir 314 dagar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Alls eru nú 47 dagar liðnir frá því að kosið var til Alþingis í október. Það er mun lengri tími en tók að mynda síðustu ríkisstjórn, 26 dagar, eða ríkisstjórnina þar á undan, 15 dagar. Oft hefur stjórnarmyndun þó tekið mun lengri tíma.Stefáni Jóhanni Stefánssyni tókst að mynda stjórn eftir lengstu viðræður lýðveldissögunnar.Mynd/Alþingi1947 - Ísland - 117 dagarLengsta stjórnarmyndun lýðveldissögunnar hér á landi tók 117 daga. Kosið var þann 30. júní 1946 og var ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, samsteypustjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, mynduð þann 4. febrúar 1947.Ólafur Jóhannesson myndaði skammlífa stjórn.Mynd/Alþingi1977 - Holland - 208 dagarHollendingar áttu Evrópumet í stjórnarkreppum frá árinu 1977. Kosið var til þings þann 25. maí og tók 208 daga að mynda nýja ríkisstjórn. Náðist þá samkomulag á milli Kristilegra demókrata og Frelsis- og lýðræðisflokksins um að mynda saman ríkisstjórn.1978 - Ísland - 68 dagarErfiðlega tókst að mynda ríkisstjórn árið 1978. Kosið var þann 25. júní og myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn 1. september sama ár, 68 dögum seinna, með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Sú stjórn sprakk þó, meðal annars vegna deilna um efnahagsmál, og var kosið aftur ári síðar.Gunnar Thoroddsen myndaði stjórn í óþökk formanns flokks síns. vísir/GVA1979-1980 - Ísland - 67 dagar Kosningarnar í kjölfar þess að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar sprakk urðu ekki til þess að leysa úr flækjuástandi í íslenskum stjórnmálum. Kosið var þann 3. desember 1979 og náði Gunnar Thoroddsen að mynda ríkisstjórn 67 dögum seinna, eða þann 8. febrúar árið 1980. Var stjórnin mynduð með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Gunnar var hins vegar ekki formaður og myndaði hann stjórnina í óþökk formannsins, Geirs Hallgrímssonar. Fylgdi einungis brot Sjálfstæðismanna Gunnari í ríkisstjórn.Þorsteinn Pálsson myndaði stjórn eftir 74 daga.vísir/gva1987 Ísland - 74 dagarNýlegasta dæmið um langa stjórnarkreppu hér á landi var eftir kosningarnar 25. apríl 1987. Þá tók 74 daga að mynda ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sem stóð saman af Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Sú stjórn lifði þó einungis í rúmt ár.2010 - Írak - 264 dagarStuttu áður en Belgar settu heimsmet í stjórnarkreppu settu Írakar met sitt. Vörðu þeir 264 dögum í stjórnarkreppu. Var þá mynduð ríkisstjórn undir forystu Nouri al-Maliki. Ein helsta ástæðan fyrir langri stjórnarkreppu er talin vera sú að fjölmargir leiðtogar höfðu útilokað að vinna með ákveðnum flokkum.Sósíalistinn Elio Di Rupo heilsar Albert öðrum Belgíukonungi við innsetningarathöfn ríkisstjórnar hins fyrrnefnda eftir lengstu stjórnarkreppu sem nokkurt iðnvætt ríki hefur gengið í gegnum.Nordicphotos/AFP2010-2011 Belgía - 542 dagarEftir þingkosningar í Belgíu þann 13. júní 2010 tók við lengsta tímabil án kjörinnar ríkisstjórnar sem nokkurt þróað land hefur gengið í gegnum. Þegar stjórnarmyndun tókst loksins, þann 6. desember 2011, höfðu liðið 542 dagar frá því kosið var. Ein helsta ástæðan fyrir stjórnarkreppunni var ágreiningur á milli Flæmingja og Vallóna. Áður höfðu Belgar verið í langri stjórnarkreppu árin 2007 til 2008, þá 196 daga.Mariano Rajoy forsætisráðherra tókst að mynda ríkisstjórn eftir langt ferli.Nordicphotos/AFP2015-2016 - Spánn - 314 dagarSpánverjar eru nýkomnir úr langri stjórnarkreppu. Eftir kosningar þann 21. desember 2015 tókst ekki að mynda ríkisstjórn og ákveðið var að blása aftur til kosninga þann 27. júní síðastliðinn. Niðurstöður kosninganna voru hins vegar svipaðar þeim fyrri og náðu flokkar ekki saman fyrr en 29. október síðastliðinn. Þá voru liðnir 314 dagar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira