Framsækin atvinnustefna VG Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. desember 2016 07:00 Samhliða búvörusamningunum, sem fráfarandi ríkisstjórn gerði í haust, var komið inn endurskoðunarákvæði. Það viljum við í Vinstri grænum nýta vel og ná sátt um breytingar í landbúnaði. Þar eiga umhverfismálin að vera í forgrunni. Það er skylda okkar að huga að loftslagsmálum, því vistspori sem landbúnaðurinn myndar, en það á ekki síður við þegar kemur að innflutningi, en 13 prósent af útblæstri gróðurhúsalofttegunda í heiminum eru tilkomin vegna vöruflutninga. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að dýravelferð og neytendavernd, þegar kemur að landbúnaði. Það gerum við með því að gera strangar kröfur um innlenda framleiðslu og huga vel að því hvernig styrkjum er háttað til hennar. Hvað innflutning varðar þarf uppruni að vera á hreinu og þar með þær aðstæður sem eru við framleiðsluna í landinu sem framleitt er, ekki síðasta viðkomustað á leiðinni til Íslands. Þannig gefst neytendum val. Við getum ekki talað fyrir dýravelferð heima fyrir, en stutt við slæman aðbúnað í öðrum löndum með því að flytja vörur úr slíkri framleiðslu inn. Vinstri græn hafa verið tilbúin til breytinga í sjávarútvegi og hafa þá stefnu að hluti aflaheimilda eigi að leigjast út á opinberum leigumarkaði. Við höfum viljað horfa til þess sem frændur okkar Færeyingar eru að gera með tilraunum í uppboði á aflaheimildum, en þar, eins og í landbúnaði, teljum við að umhverfismál eigi að skipta miklu. Sjávarútvegur verður að þróast enn frekar í átt til umhverfisvænna veiða og vinnslu. Auðlindir hafsins eiga að vera sameign þjóðarinnar. Nokkuð rík samstaða hefur verið um það, a.m.k. á hátíðarstundum. En hvað þýðir það í raun? Við í Vinstri grænum teljum að það þýði að nýtingarréttur verður leigður út til skamms tíma, en eignarhaldið verði opinbert. Nýtingarréttur til langs tíma, áratuga jafnvel, getur nefnilega myndað hefðarrétt. Vinstri græn telja að nú sé lag að koma umhverfissjónarmiðum enn frekar að þegar að atvinnumálum kemur. Það á bæði við hinar hefðbundnari greinar, en einnig nýrri greinar. Það er raunveruleg framsækni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Samhliða búvörusamningunum, sem fráfarandi ríkisstjórn gerði í haust, var komið inn endurskoðunarákvæði. Það viljum við í Vinstri grænum nýta vel og ná sátt um breytingar í landbúnaði. Þar eiga umhverfismálin að vera í forgrunni. Það er skylda okkar að huga að loftslagsmálum, því vistspori sem landbúnaðurinn myndar, en það á ekki síður við þegar kemur að innflutningi, en 13 prósent af útblæstri gróðurhúsalofttegunda í heiminum eru tilkomin vegna vöruflutninga. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að dýravelferð og neytendavernd, þegar kemur að landbúnaði. Það gerum við með því að gera strangar kröfur um innlenda framleiðslu og huga vel að því hvernig styrkjum er háttað til hennar. Hvað innflutning varðar þarf uppruni að vera á hreinu og þar með þær aðstæður sem eru við framleiðsluna í landinu sem framleitt er, ekki síðasta viðkomustað á leiðinni til Íslands. Þannig gefst neytendum val. Við getum ekki talað fyrir dýravelferð heima fyrir, en stutt við slæman aðbúnað í öðrum löndum með því að flytja vörur úr slíkri framleiðslu inn. Vinstri græn hafa verið tilbúin til breytinga í sjávarútvegi og hafa þá stefnu að hluti aflaheimilda eigi að leigjast út á opinberum leigumarkaði. Við höfum viljað horfa til þess sem frændur okkar Færeyingar eru að gera með tilraunum í uppboði á aflaheimildum, en þar, eins og í landbúnaði, teljum við að umhverfismál eigi að skipta miklu. Sjávarútvegur verður að þróast enn frekar í átt til umhverfisvænna veiða og vinnslu. Auðlindir hafsins eiga að vera sameign þjóðarinnar. Nokkuð rík samstaða hefur verið um það, a.m.k. á hátíðarstundum. En hvað þýðir það í raun? Við í Vinstri grænum teljum að það þýði að nýtingarréttur verður leigður út til skamms tíma, en eignarhaldið verði opinbert. Nýtingarréttur til langs tíma, áratuga jafnvel, getur nefnilega myndað hefðarrétt. Vinstri græn telja að nú sé lag að koma umhverfissjónarmiðum enn frekar að þegar að atvinnumálum kemur. Það á bæði við hinar hefðbundnari greinar, en einnig nýrri greinar. Það er raunveruleg framsækni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun