Takk fyrir, borgarstjórn Ellert B. Schram skrifar 21. desember 2016 00:00 Yfirleitt er það nú þannig að maður drepur niður penna og tjáir sig opinberlega, þegar manni mislíkar eða mótmælir einhverju sem er að gerast samfélaginu. Maður gleymir að láta í sér heyra þegar vel er gert. Þegar ástæða er til að þakka fyrir sig og sína. Þegar ákvarðanir eru teknar sem manni líkar við. Í þetta skiptið ætla ég að breyta út frá vananum og hrósa stjórnvöldum. Stjórnvöldum í Reykjavíkurborg. Sem varða eldri borgara og aldursvæna höfuðborg. Fyrir rúmlega ári var mér falið að stýra hópi sem hafði það verkefni að leggja fram tillögur um heilsueflingu eldri borgara og úrræði þar að lútandi. Við lögðum fram tuttugu og sex tillögur fyrir borgarstjórn, sem innihéldu lagfæringar og aðgerðir um heilsu og hreyfingu fullorðinna. Þar með lauk mínum afskiptum af málinu. Innst inni datt mér það helst í hug að þessar tillögur dagaði uppi einhvers staðar í kerfinu. En viti menn, nú hef ég verið kallaður aftur til og mér kynnt það starf sem síðan hefur farið fram á vegum borgarstjórnar til útfærslu á tillögunum tuttugu og sex. Og það sem gert hefur verið eða stendur til að gera. Það er of langt mál að telja upp og rekja þau verkefni sem stefna í átt til aukinnar þjónustu fyrir eldri borgara á þessu sviði. Það verður gert úr ráðhúsinu. Hagræðingar og aðbúnaður sem snýr að hreyfingu, mataræði, þjónustu, eflingu og valkostum margvíslegum er og verður í boði af hálfu borgarinnar. Ég hef lagt áherslu á að framhaldið og viðbrögð borgarinnar verði rækilega kynnt. Auglýst. Tilkynnt. Upplýst með aðgengilegum hætti. Og það stendur til. Takk fyrir þetta, Dagur, og þið öll í lýðheilsunni, velferðinni, íþrótta- og tómstundasviði og fólkið sem annast þjónustu aldraðra í hverfum borgarinnar. Í aldursvænni höfuðborg. Hér verið að tala um alvörumál, þjónustu og hvatningu, til okkar, eldri borgara, um að búa svo um, að eldra fólk njóti lífsins, sé áfram virkt og glatt og heilsugott. Um þetta snýst málið. Elli er eitt, aldur er annað. Í byrjun næsta árs munu útfærslur á heilsuvæðingu eldra fólks verða kynntar og nýttar. Sem vonandi bæta og lengja líf eldri borgara, kynslóð eftir kynslóð. Gleðileg jól. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Yfirleitt er það nú þannig að maður drepur niður penna og tjáir sig opinberlega, þegar manni mislíkar eða mótmælir einhverju sem er að gerast samfélaginu. Maður gleymir að láta í sér heyra þegar vel er gert. Þegar ástæða er til að þakka fyrir sig og sína. Þegar ákvarðanir eru teknar sem manni líkar við. Í þetta skiptið ætla ég að breyta út frá vananum og hrósa stjórnvöldum. Stjórnvöldum í Reykjavíkurborg. Sem varða eldri borgara og aldursvæna höfuðborg. Fyrir rúmlega ári var mér falið að stýra hópi sem hafði það verkefni að leggja fram tillögur um heilsueflingu eldri borgara og úrræði þar að lútandi. Við lögðum fram tuttugu og sex tillögur fyrir borgarstjórn, sem innihéldu lagfæringar og aðgerðir um heilsu og hreyfingu fullorðinna. Þar með lauk mínum afskiptum af málinu. Innst inni datt mér það helst í hug að þessar tillögur dagaði uppi einhvers staðar í kerfinu. En viti menn, nú hef ég verið kallaður aftur til og mér kynnt það starf sem síðan hefur farið fram á vegum borgarstjórnar til útfærslu á tillögunum tuttugu og sex. Og það sem gert hefur verið eða stendur til að gera. Það er of langt mál að telja upp og rekja þau verkefni sem stefna í átt til aukinnar þjónustu fyrir eldri borgara á þessu sviði. Það verður gert úr ráðhúsinu. Hagræðingar og aðbúnaður sem snýr að hreyfingu, mataræði, þjónustu, eflingu og valkostum margvíslegum er og verður í boði af hálfu borgarinnar. Ég hef lagt áherslu á að framhaldið og viðbrögð borgarinnar verði rækilega kynnt. Auglýst. Tilkynnt. Upplýst með aðgengilegum hætti. Og það stendur til. Takk fyrir þetta, Dagur, og þið öll í lýðheilsunni, velferðinni, íþrótta- og tómstundasviði og fólkið sem annast þjónustu aldraðra í hverfum borgarinnar. Í aldursvænni höfuðborg. Hér verið að tala um alvörumál, þjónustu og hvatningu, til okkar, eldri borgara, um að búa svo um, að eldra fólk njóti lífsins, sé áfram virkt og glatt og heilsugott. Um þetta snýst málið. Elli er eitt, aldur er annað. Í byrjun næsta árs munu útfærslur á heilsuvæðingu eldra fólks verða kynntar og nýttar. Sem vonandi bæta og lengja líf eldri borgara, kynslóð eftir kynslóð. Gleðileg jól. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar